Búinn að vinna í appelsínugulum lit í allan dag.

Þegar lagt er saman allt heimilisofbeldi heimsins kemur út ógnarstór tala sem er á skjön við mannréttinda, siðfræði- og réttarfarsheimildir okkar tíma.

Appelsínugult gegn slíku ofbeldi er því hið besta mál. Venjulega er um karlmenn að ræða en hitt mun þó vera til, samanber þekkt lag og dans um hjónin Völu og Óla skans.

Fyrir hreina tilviljun hef ég unnið meira í dag við appelsínugulan lit en nokkurn tímann áður á ævinni, verið að koma upp lausum og lögbundnum merkingum á Sauðárflugvelli norðan við Brúarjökul, en merkingar flugbrauta eru appelsínurauðir hattar eða eftirgefanlegar merkingar af ákveðinni stærð.

Hattarnir á vellinum eru flestir úr plasti en líka uppsprengdir lóðabelgir og í allan dag hef ég verið að mála þessar merkingar með réttum lit.

Fjórir flugáhugamenn komu á völlinn í dag á tveimur flugvélum og eru þeir einu vitnin af miklu puði mínu í dag við appelsínurauða/gula lítinn. En það skiptir ekki öllu máli, heldur hitt, að vegna þessa starfs hef ég íhugað meira málefnið sem um er að ræða en annars hefði verið, raunar ekki geta komist hjá því við málun hvers einasta marka.

Er nú að fljúga héðan og má ekki vera að því að skutla inn myndum af þessu flugvallarbóndastarfi mínu sem fylgir því að vera útilegumaður á Brúaröræfum með annan svipaðan, Völund Jóhannesson í Grágæsadal, sem næsta nágranna.

Hér er gott útvarps-og netsamband og því hægt að hripa þennan pistil fyrir brottför.


mbl.is Appelsínugult gegn ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband