Nú þarf að vanda sig.

Ef ekki væri fyrir rannsóknarblaðamennsku Sigrúnar Davíðsdóttur hjá Speglinum á RUV væri enn sama glýjan í augum flestra landsmanna og skein sem skærast um leið og fréttist af þeim möguleika að hægt væri að klófesta peninga hjá kínverskum auðmanni á morgun og helst í gær.

Nú hefur verið upplýst að hann er orðinn margsaga um mörg aðalatriði málsins og látið frá sér fullyrðingar sem ekki fást staðist.

Samt er búið að veita honum umsvifalaust ívilnanir með peningaglampa í augum. Af hverju nægir manninum ekki eðlilegt rými fyrir hótel sín og mannvirki?

Af hverju þurfa 300 ferkílómetrar að fylgja með?  Af hverju er gefinn möguleiki á leigutíma upp á 80 ár þegar vitað er að 99 ára tími er talinn jafngildi eignar til eilífðar?

Stórfróðleg grein Elínar Hirst í Morgunblaðinu í gær er þakkarverð. Nú þarf að vanda sig en ekki ana af stað í æðibunugangi eins og lenska hefur verið hér þegar menn hafa farið á límingunum af græðgi og skammtímagróðavon undir formerkjunum: "Take the money and run."  


mbl.is Vill endurskoða málið frá grunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér Ómar hérna fyrir utan að mig mynnir að það séu 3000 ferkílómetrar sem fylgja með en ekki 300, annars gæti það verið rangt hjá mér...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.7.2012 kl. 15:39

2 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Nákvæmlega...!

Ég er fylgjandi fjárfestingum erlendra aðila hérna á Íslandi...

En einsog með okkur hin, sem verðum að skila inn öllum pappírum og áræðanlegum (raunhæfum) viðskiptaáætlunum í samskiptum okkar við kerfið, þá verður að vera eitthvað áræðanlegt að fylgja með þessari fjárfestingu svo hægt verði að veita leyfi fyrir þessu... Og það kemur mér á óvart að Nubo hafi orðið svona tvísaga og látið hafa eftir sér alla þessa vitleysu í þessu máli...

Það bendir frekar til þess að Nubo sé í raun ekki full alvara með þetta... Kannski er hann of rómantískur, einsog Einar Ben. var, til að það sé hægt að taka hugmyndir hans alvarlega...?

Allavega á ekki að koma fram við hann öðruvísi en hvern annan og ekki veita honum neinar óeðlilegar ívilnanir þó að hann vilji eyða einhverjum peningum hérna á Íslandi...

-

Að kínverskur fjárfestir (kapitalisti) skuli ekki kunna að gera áræðanlega viðskiptaáætlun til að leggja fram gagnvart fjárfestingu í öðru landi... Er grunsamlega furðulegt...! Og bendir til að það sé bara eitthvað að hjá þessum manni því auðvitað á maðurinn ekki að koma svona fram við erlenda þjóð ef hann vill fjárfesta í því landi... Skammarleg hegðun...

Sævar Óli Helgason, 27.7.2012 kl. 16:31

3 identicon

Brellur eru engin nýung í viðskiptum. -Kallaði ekki Eiríkur Rauði klakann "Grænland" -og hvern fýsti ekki að yfirgefa Ísland til að setjast að í hinum suðlæga Eiríksfirði?

Af sama meiði er brölt ALCOA varðandi álver á Húsavík. Alcoa menn vissu það fljótlega að engar forsendur voru fyrir 600MW raforku til að knýja álverið (*) og LV var í raun búin að draga að sér hendurnar áður en úrskurðað var að setja virkjanir, línur og verksmiðjuna í sameiginlegt MÁU.

Aðal hagsmunir ALCOA fólust í því að geta flaggað viljayfirlýsingu um mögulegt álver á Íslandi ásamt vænlegu raforkuverði til að gera hosur sínar grænar fyrir fjárfestum og lánveitendum og þrýsta á um að fá hagstæðari samninga um skatta og raforkuver á öðrum stöðum þar sem þeir eru fyrir með álver eða álver eru í bígerð.

Nú er þessum skollaleik með Húsavíkur álverið lokið og aldrei fáum við að vita hverju þessi flétta á Húsavík skilaði fyrirtækinu.

Það er sjaldan allt sem sýnist.

* LV hefur lengi sagst geta afhent 200MW frá Þeystar. og Bjarnrfl. og etv 200 í viðbót á alllöngum tíma ef allt fari á besta veg á fyrrtöldum stöðum og norðursvæði Kröflu ásamt virkjun Gjástykkis.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 16:59

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sigurður, það var Landsvirkjun sem dró Alcoa í raun á asnaeyrunum varðandi Húsavík. Alcoa var ilbúið að laga sig að orkugetu svæðisins og núverandi forstj. LV sagði 18. mars 2011:

Flóknar "alvöruviðræður" við Alcoa um Bakka, eins og sjá mátti í fyrirsögn á Visi.is á þessum tíma

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.7.2012 kl. 17:48

5 identicon

Hvað eru launuðu blaðamennirnair að gera? Þetta eru áhugaverðustu upplýsingarnar um Nubofléttuna.

http://blog.pressan.is/larahanna/2012/07/27/fjallabaksleid-med-kinverskan-kompas/?fb_action_ids=3919030148353&fb_source=timeline_og&action_object_map=%7B%223919030148353%22%3A10151084043364113%7D&action_type_map=%7B%223919030148353%22%3A%22og.likes%22%7D&action_ref_map=[]

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 18:16

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Maður spyr sig samt, að ef hr. Huang hefði bara keypt þessa jörð þarna og ekki sagst ætla að gera neitt sérstakt á henni, jú jú semja ljóð og sona - að hefði hann þá mátt það?

Fyrir mér persónulega, þá liggur málið þannig að þ er nokkurnveginn aveg sama hvað þessi blessaði herra gerir eða segir - það er allt ómögulegt! Gjörsamlega vita ómögulegt.

það eru lagðar á sig krókaleiðir og talsverð fyrirhöfn til að rangtúlka allt og slíta úr samhengi o.s.frv.

Á meðan kauði maður af sænsku bergi brotnu margar jarði á Vestfjörðum - og það er bara allt í gúddý.

Hinsvegar er alveg í sjálfu sér áhugaverð pælin að spekúlera í hvort hugmyndir hr. Huangs um túrisma þar uppi frá séu raunhæfar. þ.e.a.s. af þessari stærðargráðu.

Að sem sagt, að ef hann eða fyrirtækið byggðu allar þessar byggingar si sona - að væri þá rekstrargrundvöllur o.s.frv. Og ef ekki - hvað þá etc.

þessi spurning er bara þess eðlis að erfitt er að svara henni fyrirfram. því miður. Túrismabisness er þess eðlis að erfitt er að svara öllum spurningum fyrirfram.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.7.2012 kl. 21:25

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Á meðan kaupir maður af sænsku bergi brotnu" o.s.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.7.2012 kl. 21:28

8 identicon

Ómar Bjarki,

Vinsamlega kynntu þér grein Láru Hönnu á Eyjunni sem Sigurður bendir á hér að ofan.

Sú grein er vægast sagt afhjúpandi og vekur enn meiri tortryggni varðandi fyrirætlanir með Grímsstaði.

einsi (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 22:31

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Búinn að lesa. Allt saman. þetta með landareignina í Tennessee og eitthvað lítið hefði verið gert þar - þá er það ekkert nýtt. Verkefnið var ,,put on hold". En í sjálvu sér er ekkert langsótt að þar geti verið ferðamannabissnes. Staðurinn er rétt hjá Nashville!

þetta með vesetningar og sona og einhverjar fléttur - mér finnst það ekkert sannfærandi.

Mér finnst heldur ekkert sannfærandi þetta tal um að hr. Huang hafi gefið út ,,misvísandi" upplýsingar um fjármögnun eða hvað hann ætlar að gera o.s.frv. þetta er alltaf sirka það sama - og það er nóg. Auk þess er varasamt að treysta 100% því sem hinn eða þessi fjölmiðillinn segir í smáatriðum.

Mér finnst miku umhugsunarverðara að sem kom fram á málþingi þar nyrðra um GáF og hugsanleg kaup herrans sem sjá má hér:

http://www.youtube.com/watch?v=nFlNBZVCTM8

þetta er fræðandi. Meðal annars er velt upp spurningunni að ef kallinn byggir þarna og það gengur eftir - að hvað ef það gengur ekki eftir að hann fái á ferðamenn sem hann ætlar sér? Mundi það ekki þýða að hann væri þá orðinn auka samkeppni fyrir þann ferðamannabissness sem fyrir er á svæðinu? þetta er alveg umhugsunarvert. Ennfremur er umhugsunarvert að hótelherbergjum hefur fjölgað svo og svo mikið í Reykjavík - og það finnst bara öllum í lagi.

Ennfremur er góður punktur hjá stúlkunni sem segir í sambandi við golfvöllinn og að ekki sé hægt að byggja golfvöll á Grímsstöðum, að þá segir stúlkan eitthvað á þá leið: Er hægt að byggja skíðabrekku í Dubai?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.7.2012 kl. 23:03

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ennfremur athyglisvert hjá stúlkunni með Snæfjallaströndina. þar var hún +a ferðalagi og þar voru allar jarðir komnar í eyði. þar var búið að girða allar jarðir af og hliðið læst. Allur aðgangur bannaður. Og þar voru Íslendingar sem áttu allar jarðir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.7.2012 kl. 23:06

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það kvað vera fagurt á Fjöllum,
hjá Fong og Dong og þeim öllum,
þar hanga lærin í höllum,
og hundar étnir úr döllum.

Þorsteinn Briem, 28.7.2012 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband