Þarf að efla rannsóknir á náttúru Íslands og Íslandsmiða.

Nú standa yfir miklar breytingar á hitafari í sjó og í lofti og breytingar í lífríkinu, sem tengjast því að meira eða minna leyti.

Vegna gildis náttúru Íslands og auðlinda hennar, sem eru undirstaða lífs í landinu, er þörf á að auka rannsóknir á tengslum milli veðurfars, ástands sjávar og einstakra tegunda í lífríki sjávar, lands og lofts.

Þjóð, sem á mest mengandi bílaflota Vesturlandaþjóða og telur sig væntanlega verða að eiga hann af efnahagslegum ástæðum ætti þá að hafa úr einhverju að spila til þess að rannsaka áhrif útblásturs gróðurhúsalofttegunda á lífríkið, jöklana og árnar.

Hér um árið var talað um nauðsyn fjölstofnarannsókna í hafinu og það ætti að vera enn ofar á baugi nú en þá.


mbl.is Dauðir ungar úti um allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ég held Ómar að það sé ekki tilviljun að fáum árum eftir að hinar gengdarlausu loðnuveiðar hófust á íslandsmiðum, fór að bera á fækkun lunda og kríu þar sem ég þekki best til. (Þ.e. í Mýrdalnum)  Menn eru nú stöðugt að klifa á því að þetta sé makríllinn sem sé að heléta allt og örugglega bætir hann ekki ástandið.  En þessi óheillaþróun var byrjuð hér fyrir a.m.k fimmtán til tuttugu árum síðan og þá veit ég ekki til að makríll hafi gengið hér með Suðurlandinu  að neinu ráði.  Menn tala alltaf um breytingar í náttúrunni en minnast aldrei á að inngrip mannsins í hana getur verið afdrifarík.  Ég hef átt þess kost að ræða þetta við marga fyrrverandi skipstjóra og sjómenn og þeir eru nánast allir á því máli að í uppsjávarveiðunum hafi menn farið algeru offari. 

Þórir Kjartansson, 27.7.2012 kl. 21:21

2 identicon

Er það ekki rétt að makríllinn moki í sig sandsíli? Annars er hann svona multi-role, étur svif svo best ég veit.

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband