Umdeilanlegt fagnaðarefni.

"Því var fagnað í dag að 350 ár eru liðin frá Kópavogsfundinum" segir í frétt mbl.is

Umdeilanlegt er það "fagnaðarefni." Í Danmörku þýddi einveldið að aðalinn hafði ekki lengur hin algeru forréttindi og völd sem hann hafði haft fram að því.

En á Íslandi ríkti hins vegar annars konar aðall embættismanna, presta og stórbænda, sem áttu 95% af öllum jarðeignum á landinu.

Þessi íslenski aðall hélt áfram þeim réttindum sínum og fríðindum sem fólust meðal annars í því að synirnir fengu fríðindi við háskólanám í Kaupmannahöfn án þess að taka á sig þær kvaðir danska aðalsins að hina sömu syni mætti kveðja til þess að verja landið í herþjónustu.

Kópavogsfundurinn breytti því engu um heljartak valdaaflanna á landsmönnum, en að því leyti var erfðahyllingin jákvæð, að þegar sjálfstæðisbaráttan hófst var hún sótt á þeim forsendum að Íslendingar væru aðeins í sambandi við konung og engan annann í beinu framhaldi af því sem hafði verið í Gamla sáttmála.

Þannig má líta á það sem jákvætt að sambandið var hægt að skilgreina svona, því að þegar konungur afsalaði sér einveldinu 1849 töldu Íslendingar sig eiga kröfu á að losna undan dönsku valdi.

Í gömlu Íslands sögunni sem okkur var kennd á síðustu öld var Kópavogsfundurinn talinn einhver dapurlegasti atburður sögu okkar og mikið harmsefni.

En síðar hafa sagnfræðingar, innlendir og erlendir, endurmetið söguna og komist að því að þrátt fyrir allt hafi það verið lán í óláni að við tengdumst aðeins Danakonungi einum með erfðahyllingunni og engum öðrum.


mbl.is 350 ár frá Kópavogsfundinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í byrjun síðustu aldar voru Íslendingar danskir ríkisborgarar en frá 1. desember 1918 hafa Íslendingar verið íslenskir ríkisborgarar, enda varð Ísland þá fullvalda og sjálfstætt ríki, Konungsríkið Ísland.

Frá 17. júní 1944 hafa Íslendingar hins vegar haft forseta í stað konungs eða drottningar.

En Grænland og Færeyjar eru í danska ríkinu og Grænlendingar og Færeyingar eru danskir ríkisborgarar.

Þorsteinn Briem, 28.7.2012 kl. 22:11

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Er ekki "gamli sáttmáli" kenndur enn sem einskonar "fullveldisafsal"?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.7.2012 kl. 22:23

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Gamli sáttmáli var samningur milli Íslendinga og Noregskonungs, sem fyrst var skrifað undir í Lögréttu á Alþingi árið 1262.

Í honum fólst í meginatriðum að Íslendingar gerðust þegnar Noregskonungs og greiddu honum skatt.

Landið var þó ekki innlimað í veldi konungs
, heldur gert að skattlandi líkt og Rómverjar gerðu oft fyrr á öldum."

Vísindavefurinn: Hver skrifaði Gamla sáttmála og hvað fólst í honum?

Þorsteinn Briem, 28.7.2012 kl. 22:57

4 identicon

Fróðleiksmolar Steina Briem eru alltaf skemmtilegir og velkomnir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 23:03

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

þú staðfestir það sem Ómar er að segja Steini minn, kær kveðja.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.7.2012 kl. 23:22

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

1918 með Sambandslögunum - að var það þá ekki þannig að það var í raun tvöfaldur ríkisborgararéttur? þannig séð. Eða gagnkvæmur. það var íslenskur og danskur ríkisborgararéttur - og hvorirtveggju höfðu jafnan rétt í landi hvors annars?

Nei, eg bara spyr.

Ef svo hefur verið - þá náttúrulega var það stórkostlegt hagsmunamál fyrir íslendinga að hafa það svoleiðis. Sérstaklega þegar að leið á öldina og heimurinn þróaðist eins og hann gerði. Að hafa bara sama rétt í Danmörku og danir? Stórkostlegt hagsmunamál. Mundi eg segja. Eg hefði viðjað halda þessu. Eg er á móti því að landið sagði skilið við Danmörku á sínum tíma í bríaríi og vitleysu. En nei nei! þetta má nú víst ekki segja. þegar eg hef stundum sagt þetta við eldra fólk - það hefur bara orðið alveg brjálað! Alveg brjálað. (Annars er eg sjálfur nú að komast á miðjan aldur sem kallað er)

Sjá sambandslögin hér td:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=202585&lang=da

,,Danskir ríkisborgarar njóta að öllu leyti sama rjettar á íslandi sem íslenskir ríkisborgarar fæddir þar og gagnkvæmt."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.7.2012 kl. 00:40

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ómar Bjarki, nú nefnir þú það sem ekki M'A NEFNA, en ég er þér innilega sammála!

Stjórn okkar landsmanna síðan 1944 hefur meira og minna staðfest þitt mál og að þetta er fjölskylduveldi sem við búum í. 

Pabbi var flóttamaður frá kommúnistaríki og mamma ísllensk að vestan. Ég á ekki auðmenn að baki mér, en pabbi sagði alltaf við okkur 3 , börnin sín "lærið íslensku, svo þið verðið ekki 2flokks".....hann gleymdi að segja "og giftist fjölskylduveldi".

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.7.2012 kl. 02:13

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég læt þetta flakka hér, vegna reynslu minnar á Moggablogginu og bið Ómar R. að virða mig viðlits? Eneg var að skrifa þetta póst Páls, sem af ókunnugum orsökum? , hefur ekki enn lokað á mig (get nefnt fleiri en JVJ og Vilhjálm og Guðmund)

nú lokar þú á mig eins og JVJ og Villi póstur í DK en ég reyni...

Ert þú ekki að stela pósti sem Ómar Ragnarsson var að byrja?

Sjá...

http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1251097/

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.7.2012 kl. 02:20

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í athugasemdum dönsku nefndarmannanna um Sambandslagasamninginn 1918 segir meðal annars:

"Ísland myndi samkvæmt þessu verða frjálst og sjálfstætt land [...] og þannig eins og Danmörk sérstakt ríki með fullræði yfir öllum málum sínum [...]"

Og í athugasemdum dönsku OG íslensku nefndarmannanna um Sambandslagasamninginn segir meðal annars:

"Um 6. gr. Sjálfstæði landanna hefur í för með sér sjálfstæðan ríkisborgararétt."

Ísland var því sjálfstætt ríki og Íslendingar íslenskir ríkisborgarar eftir 1. desember 1918.

Þorsteinn Briem, 29.7.2012 kl. 10:40

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"1. desember 1918

Ísland verður fullvalda ríki. Íslendingar öðlast forræði utanríkismála sinna.

Stefnan í utanríkismálum er ákveðin af ríkisstjórninni en framkvæmd af dönsku utanríkisþjónustunni í umboði Íslendinga.


Utanríkismálin heyra undir forsætisráðherra, Jón Magnússon.

Kveðið er á um hlutleysi Íslands í sambandslagasamningi við Danmörku."

"4. ágúst 1919

Danir skipa fyrsta erlenda sendiherrann á Íslandi, J.E. Bøggild, sem var af íslenskum ættum.

16. ágúst 1920


Fyrsta sendiráð Íslands er opnað í Kaupmannahöfn. Sveinn Björnsson, síðar forseti Íslands, er skipaður fyrsti sendiherra Íslands."

Þorsteinn Briem, 29.7.2012 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband