Stefnir í mesta góðviðrissumarið?

Sumarið 1939 var áratugum saman í minnum haft sem mesta góðviðrissumar sem menn mundu eftir.

Það sumar komst hiti í 30,5 stig á Teigarhorni við Berufjörð og stendur það hitamet enn.

Foreldrar mínir kynntust þetta sumar þegar faðir minn var aðeins 17 ára og Íslandsmeistari í 1. flokki, valinn efnilegasti leikmaður Fram, fyrsta dægurlagakeppnin með Dagný og fleiri úrvalslög var haldin og þau töluðu allta um þetta sumar með sælubros á vör.

Í gær gerðist það í fyrsta skipti að ég ók á opnum bíl yfir 100 kílómetra leið án þess að þurfa að setja upp höfuðfat, frá Hvolsvelli til Reykjavíkur.

Hitinn yfir 20 stig og rakastigið aðeins 24% á Hellu, enda ekki ský á lofti.

Í ellefu ára afmæli Stellu Bjargar Óskarsdóttur, dótturdóttur minnar, sat fólkið úti á verönd í blíðunni.

Það virðist stefna í það að sumarið 2012 verði mesta góðviðrissumar sem ég man eftir.


mbl.is 22,3 stiga hiti á Eyrarbakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég verð fimmtug næsta ár og man ekki eftir öðru eins sumri. Man hinsvegar að þegar ég var í Bæjarvinnunni hjá RVK 1984 þá var einn sólardagur, og við stelpurnar í Öskjuhlíðinni þurftum ekki að vera í regngallanum!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.7.2012 kl. 01:56

2 identicon

Oft hefur þess svo verið minnst, svo sem lesa má í annálum og minningabókum, að þetta umrædda sumar var blikur farið að draga á loft og sýnt þótti að til tíðinda myndi draga í Evrópu. Allt gekk það eftir, og upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar var 1. september 1939. Sumarið fyrir stríð, hefur gjarnan verið sagt.

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 02:35

3 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Hehehe...!

Sumarið '91 var ég að vinna sem fangavörður á Litla-hrauni... Þá varst þú, Ómar, að sjá um veðurfréttirnar á Stöð 2...

Það hafði verð nær stanslaus rigning allan maí mánuð, ég man að þarna undir enda maí mánaðar komstu með þessa líka hundleiðinlegu langtíma veðurspá fyrir sumarið, sem mig minnir að þú hafir fengið frá Bandaríkjunum, hún var þannig að í júní og júlí átti þessi vætutíð að halda nær óslitið áfram... S.s ömurlegt sumar framundan...!

En auðvitað var ekkert að marka þig í þetta skiptið því að þann 1. júní stytti upp og ringdi ekki í heilan mánuð...

Þannig að síðan þá hefur mér alltaf liðið betur þegar þú, Ómar, spáir í og fyrir slæmu veðri heldur en góðu...

Vinsamlegast haltu því áfram og ekki pæla í neinu meðan veðrið heldur sér gott... Takk fyrir...!

Sævar Óli Helgason, 29.7.2012 kl. 12:12

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gríðarlegur mannfjöldi á Laugaveginum hér í Reykjavík í gær, bæði í göngugötunni og ofan hennar, en þó aðallega í göngugötunni.

Spjallaði við gamlan Englending á Austurvelli, sem hvíldi þar lúin bein á meðan frúin dældi erlendum gjaldeyri inn í íslenskt efnahagslíf.

Ekki mörlenskir vesalingar
, sem ekki geta gengið nokkra metra, enda þótt þeir geti spriklað í ræktinni.

Þorsteinn Briem, 29.7.2012 kl. 12:17

5 identicon

Það sem mér hefði þótt áhugaverðara væri að sjá hve snjóalögin hefðu orðið lítil EF seinasti vetur hefði verið snjólítill, það var hann ei og snjórinn er eins og í meðalárferði. Ég man ekki eftir jafnsólríku sumri í borginni, snjórinn í esjunni ætti að vera löngu horfinn hefði það ekki verið þessi vetur.

Ari (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 17:03

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvað söng ekki Bogimil Font: "Veðurfræðingar ljúga."

Ómar Ragnarsson, 29.7.2012 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband