Þegar Hreinn varð Evrópumeistari, þá...

Það þótti tíðindum sæta þegar Hreinn Halldórsson varð Evrópumeistari innanhúss í kúluvarpi.

Gamli ljóminn frá þeim árum þegar Gunnar Huseby varð Evrópumeistari utanhúss, 1946 og aftur 1950, lifnaði við á ný.

Daginn, sem kappinn kom heim, var mikið annríki á fréttastofunni og vegna annarra fréttnæmra verkefna var því ekki hægt að fara af stað suður á Keflavíkurflugvöll til að ná móttökuathöfninn fyrr en á síðustu stundu.

Í þann mund sem lagt var af stað bárust þær fréttir flugvélin með Hreini myndi lenda 20 mínútum fyrr en áætlað hafði verið.

Nú voru góð ráð dýr. Kvikmyndatökumaðurinn, sem ég man ekki lengur hver var, var ökumaður og reyndi að hraða sér eins og mögulega var unnt.

Hann gaf því rösklega í, en fyrir sunnan Straumsvík kom heldur betur babb í bátinn. Lögreglubíll, sem hafði leynst á afleggjara að gamla veginum, kom inn á veginn á eftir okkur með blikkandi ljós og nú virtist ljóst að allar vonir um að ná myndum af glæsilegri heimkomu Evrópumeistarans voru foknar út í veður og vind.

Bíllinn var stöðvaður og tveir ábúðarmiklir lögreglumenn voru ómyrkir í máli við bílstjórann um að nú væru málarekstur og sekt í vændum. 

Öðrum þeirra varð litið aftur í bílinn, sá mig og sagði byrstur: "Stendur þú fyrir þessum hraðakstri?"

Mér fannst þessi spurning asnaleg og svaraði: "Ég hélt að þú sæir að það er ekkert stýri og engir pedalar hér aftur í. "

Við vorum hvort eð er búnir að klúðra þessu og ég lét þetta því bara flakka, en sá nú fyrst, að lögreglumennirnir voru þekktir íþróttamenn og eygði möguleika á skilningi af þeirra hálfu, - venti því mínu kvæði og kross og sagði biðjandi: "Afsakið þið þetta, en Hreinn Halldórsson er að koma heim með Evrópumeistaragull, flugvélin lendir 20 mínútum fyrr en áætlað var og það stefnir í að þjóðin fái ekki að sjá í sjónvarpinu í kvöld þegar honum verður fagnað við hátíðlega athöfn."

Bragðið hreif. Svipurinn gerbreyttist á lögreglumönnunum, sem litu hvor á annan og sögðu nánast samtímis: "Við skulum bjarga þessu, við ökum á undan ykkur og þið fylgið í kjölfarið."

Fyrr en varir var brunað suðureftir á eftir blikkandi ljósum á þeim hraða sem dugði til að við rétt náðum á síðustu stundu að fanga augnablikið, sem þjóðin beið eftir að sjá í sjónvarpsfréttum kvöldsins."

   


mbl.is Lögreglan hjálpaði ökuníðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem láttu renna af þér og komdu þér út fyrir 101 og skoðaðu heiminn

GHS (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 18:58

Þorsteinn Briem, 30.7.2012 kl. 07:25

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

GHS,

Hef búið í öllum kjördæmum landsins,
litli ræfillinn þinn, sem þorir ekki að koma hér fram undir nafni og sakar fólk um ofdrykkju.

Síðast þegar ég drakk áfengi var það tveir bjórar á veitingastað með syni mínum fyrir mánuði.

Ertu nú ánægður, auminginn þinn?!

Þorsteinn Briem, 30.7.2012 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband