Ekki í fyrsta sinn sem Björn dettur í það.

Það telst ekki til tíðinda þótt íslenskur, norskur eða sænskur Björn detti í það og þekki ég ýmsa landa mína sem eiga það til, en hafa þó aldrei haldið partí á borð við það sem um getur í frétt mbl.is, sem þetta blogg er tengt við.

Nógu erfitt getur verið að fást við einn vínhneigðan Björn, hvað þá fleiri, og varla að dugi að ljóða á einn þeirra, eins og þessi vísa ber með sér:   

Þú átt lítt við víni vörn,

vinur minn og granni, Björn,

þegar tekurðu þrusu törn

og þeytir dósum yfir rekka, -  

veiklynd sál og vímugjörn,

vanstilltur og steytir görn.    

Þú ert heldur blautur, Björn,

og best fyrir þig að hætta að drekka.

Og ekki er betra ef ertu Svíi

og alltaf að lenda á fylleríi.


mbl.is Birnir drukku 100 bjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að öllu gerir Ómar grín,
engum þætti fögur sýn,
alveg væri eins og Bean,
ef hann drykki brennivín.

Þorsteinn Briem, 7.8.2012 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband