Getur eitthvað gengið illa í svona veðri?

Í veðri eins og var í dag er erfitt að ímynda sér að nokkuð geti gengið illa, sem fram fer utanhúss. Hrein ánægja var að vera í miðborginni eftir hádegi og síðan aftur siðdegis og taka þátt í tónleikum Samtaka áhugafólks um nýja stjórnarskrá, og ekki síður ánægjulegt að taka þátt í Töðugjöldum á Hellu síðar í kvöld.

Ég kom við á Helluflugvelli eftir tónleikana í næstum tveggja kílómetra fjarlægð frá hátíðinni og þar var hægt að heyra hátt og skýrt hvert einasta orð sem sagt var eða sungið.

Eftir komuna til Reykjavíkur átti ég leið niður í miðborgina og enn var sama lognið, blíðan og hitinn, svo að nærri lá að ég gæti verið á skyrtunni í opna Fiatinum mínum. Þegar ég fór af stað í morgun gleymdi ég yfirhöfninni heima og varð þess ekki var allan daginn.  


mbl.is Hátíðarhöldin gengið mjög vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Ómar Þú lagðir mikið á þig og það af einlægni í þessari stjórnarskrár-nefnd.Það eina sem þessu fólki sem spilaði þessu leikriti fram, hefur áhuga á er grein, sem gefur möguleika á að yfirþjóðlegt vald geti yfirtekið þjóðina. Það er nefnilega alls ekki hægt eins og mál standa í dag.

Þú ert með smá hlutverk í þessu leikriti. Til hamingju með það. Þessi ríkisstjórn hefur aðeins eitt mál sem skal ganga. Allt sem hún gerir snýr að því máli. Jafnvel þó hún hafi 70% fólksins á móti sér. En það skal ganga! Ég hélt lengi að það væri Samfylkingin (flokkurinn þinn) sem væri að reyna að andskota þessu í gegn. En ég er búinn að átta mig á því að allir æðstu menn VG eru sama sinnis en vandræði þeirra eru að almennir meðlimir eru með einhver leiðindi og einhverjir verða að baka vöfflur fyrir fundi og þrífa eftir þá. Þetta leysa VG( æðri) með því að leika smá leikþætti eins og nú á dögunum þar sem þeir komu í halarófu í fjölmiðla og“ efuðust“ stórlega um ágæti þessara“ samninga“ en síðan var þessu bara eytt. Það væri alls ekki meiningin að breyta einu né neinu.

Eitt er það sem mig hefur langað að spyrja þig um og nú er tækifæri:

Þú stofnaðir hér um árið flokk með stefnuskrá sem höfðaði til þónokkur hóps sem bauð fram lista fram lista til Alþingis . Flokkurinn náði ekki manni á þing eins og gengur og svo sem ekkert um það að segja . Nú kemur spurningin : Hvernig er það hægt að afhenda félagslista sem gjöf til annars stjórnmálaflokks?? Að mig minnir var listinn um 3000 meðlimir. Til dæmis má hugsa til þeirra sem nýlega höfðu gengið úr Samfylkingunni einhverra hluta vegna og allt í einu voru þeir orðnir að gjöf til........ Kyntir þú þér lög um flokkagjafir eða fannst þér þetta bara smart og svoleiðis.

Snorri Hansson, 19.8.2012 kl. 04:05

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Snorri,

Og ég hélt að Ómar hafi verið að dásama blíðviðrið á menningarnótt, en ekki að úthúða pólitíkusum og pólitískum skoðunum.

Ja mikið hef ég tapað í íslenzku kunnáttu eftir yfir 40 ára fjarveru frá Íslandi.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 19.8.2012 kl. 10:09

3 Smámynd: Snorri Hansson

Jóhann þú hefur rétt fyrir þér. Það á aðeins að gera athugasemdir við skrif Ómars í vondu veðri.

Þetta skot á íslenzzkuna mína er einnig réttmætt og það fer aðallega í taugarnar á þeim sem hafa ekkert til málana að leggja.

Semsagt 2-0 fyrir þig. Til hamingju

Snorri Hansson, 19.8.2012 kl. 14:47

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Snorri Hansson,

Það er nú lítill vandi að svara þessu skítkasti, sem kemur úr þínum ljóta afturenda, enda þótt Ómar Ragnarsson nenni því ekki.

Þeir sem hafa verið í Íslandshreyfingunni ráða því að sjálfsögðu sjálfir hvort þeir eru í stjórnmálaflokki og í hvaða flokki þeir eru.


Og ekki kjósa aðrir fyrir þá í sveitarstjórnar- og alþingiskosningum.

Með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu er landið NÚ ÞEGAR 70% í Evrópusambandinu, án þess að taka nokkurn þátt í að semja lög sambandsins.

Það er nú allt fullveldið!


Þeir sem eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu ættu því að leggja áherslu á, til dæmis með undirskriftum, að landið segi nú þegar upp aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Það gera þeir hins vegar ekki og hvernig stendur á því?!


Það er algjörlega MARKLAUST tal að vera á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, þar sem landið tæki þátt í að semja lög sambandsins, en berjast EKKI með undirskriftum gegn aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 15:35

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Evrópska efnahagssvæðið (EES) er sameiginlegt markaðssvæði 30 ríkja í Evrópu sem komið var á með EES-samningnum og tók formlega gildi 1. janúar 1994.

Aðild að EES eiga öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins, sambandið sjálft og 3 aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA)."

"Fjórfrelsið svokallaða gildir á öllu svæðinu en það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna á sviði félagsmála, jafnréttismála, neytendamála, umhverfismála, menntamála, vísinda- og tæknimála o.fl."

Evrópska efnahagssvæðið

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 15:45

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland undirritaði samning um aðild að Schengen-samstarfinu, ásamt öðrum Norðurlandaþjóðum, 19. desember 1996, þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra.

Rúmlega
80% af íbúum Norðurlandanna eru nú í Evrópusambandinu.

Og aðild að Schengen-samstarfinu var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss.

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 15:49

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins:

28.6.2011:


"Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust.

Rýnivinnan TÓK ÓVENJULEGA STUTTAN TÍMA, um átta mánuði.

Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið.

Fram hefur komið að 21 KAFLA AF 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland ÞEGAR leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög.

Það er til vitnis um þá AÐLÖGUN ÍSLANDS að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.

Ísland er einfaldlega MIKLU LENGRA KOMIÐ Í AÐLÖGUN SINNI AÐ SAMBANDINU EN ÖNNUR RÍKI sem sótt hafa um aðild."

Þorsteinn Briem, 19.8.2012 kl. 16:09

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Öllum, sem voru á ofangreindum lista, var sent tölvubréf, þar sem leitað var eftir áliti á stöðu mála fyrir kosningarnar 2009, það var skýrt tekið fram bæði í bréfinu og æ síðan, að hver og einn félagi réði því að sjálfsögðu sjálfur, hvern hann styddi og hvaða álit hann hefði á stjórnmálum og stjórnmálamönnum.

Frumvarp stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er 115 greinar. Í ráðinu sat fólk sem kom úr öllum áttum úr þjóðfélaginu.

Þegar skoðaður var ferill þess helmings ráðsfulltrúa sem höfðu áður verið í stjórnmálastarfi, kom í ljós að þeir skiptust alveg eftir þeim hlutföllum milli flokka sem hafa verið síðasta áratug.

Hvernig í ósköpunum er hægt að finna það út að stjórnarskráin í heild sinni með 115 greinum sínum miði að því að Íslendingar gangi í ESB er okkur, sem sátum í ráðinu, hulin ráðgáta.  

Ómar Ragnarsson, 19.8.2012 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband