Grunnt á því góða.

Í gegnum tíðina hafa mannréttindi og sannleikur verið í mismiklum hávegum höfð í hinum ýmsu ríkjum.

Ekki þarf að fjölyrða um Þriðja ríki Hitlers eða Sovétríkin og mörg eru þau ríkin þar sem stjórnvöld svífast einskis til að bæla niður andóf og dreifingu upplýsinga, sem þau telja óhagstæð fyrir sig.

Í tveimur heimsstyrjöldum komu Bandaríkin fram sem brjóstvörn mannréttinda og frelsis i heiminum, en létu þó ekki til leiðast að hasla sér völl fyrir en framsókn einræðisaflanna var farin að ógna efnahagsleguum hagsmunum þeirra um of.

En seint virðist það ríki ætla að verða til þar sem grunnt er á því góða þegar á reynir hvað varðar það, þegar stjórnvöld nota óvönduðu meðul til að ná fram markmiðum sínum,  svonefnd ríkisleyndarmál, hernaðaraðgerðir eða undirróðursstarfsemi, þvinganir og ofríki.

Þrátt fyrir allt tal Bandaríkjamanna um gagnsæi, mannréttindi og sannleiksást, er því vikið til hliðar þegar á reynir fyrir alvöru.

Uppljóstranir blaðamanna Washington Post varðandi Watergatemálið hafa verið nefndar sem dæmi um það að miðlun upplýsinga um mál, sem áttu að fara leynt, geti gerst þar í landi.

En þær voru reyndar þess eðlis í því máli, að allar tilraunir Nixons og hans manna til að breiða yfir þær, urðu árangurslausar.

Hvað Wikileaks snertir snýr þetta öðruvísi við. Þar er meðal annars um að ræða upplýsingar um athafnir hersins sem sumar hafa verið stríðsglæpir, svo sem árás þyrlu á saklausa borgara í Bagdad í Írak.

Einnig upplýsingar um þvinganir sem bandarísk stjórnvöld beita miskunnarlaust, þegar þeim þykir henta og hafa birst afar ljóslega í því hvernig þau reyna að þvinga erlend ríki til að koma Julian Assange á kné og í hendur ofsækjanda sinna.

Þegar menn hneykslast réttilega á fáránlega þungum dómi yfir Pussy Riot er hollt að minnast þess þegar Muhammad Ali var á sínum tíma dæmdur í fangelsi fyrir að neita af trúarástæðum að taka þátt í þvi að "svartur maður fari til drepa gulan mann á vegum hvíts manns, sem tók land af rauðum manni" eins og hann orðaði það eitt sinn.

Þótt Hæstiréttur Bandaríkjamanna sýknaði Ali að lokum og bjargaði heiðri landsins að hluta, var Ali sviptur heimsmeistaratitli sínum og meinað að keppa í íþrótt sinni í þrjú og hálft ár.

Flestir helstu baráttumenn fyrir frelsi, mannréttindum og miðlun upplýsinga hafa orðið að sæta ofsóknum yfirfvalda og þarf ekki annað en að nefna nöfn eins og Martin Luther King og Gandis í því sambandi.

Því miður virðist enn grunnt á því góða af hálfu manna, sem telja sig stjórna ríkjum sem séu í brjóstvörn frelsis, lýðræðis og mannréttinda.  


mbl.is Obama hætti nornaveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk "gleymir" alltaf ósiðum og gjörðum U.S.A.

Kannski er það viljandi, af því það er svo fjandi margt gott sem kemur þaðan.

En rétt hjá þér Ómar. Þeir eru ekki barnana bestir !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 14:42

2 identicon

Hvað kemur svona gott frá USA? Jú kók og Marlboro,Winston og coca puffs kannski...

óli (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband