"We´ve got him!"

Tónninn í ofangreindum orðum, sem hrutu af vörum George W. Bush forseta Bandaríkjanna þegar Bandaríkjamenn fundu Saddam Hussein í Írak, gleymist seint.

Tónninn í orðum stjórnenda bandarísku herþyrlnanna þegar þeir brytjuðu saklausa borgara í Bagdad niður með vélbyssum sínum og sprengjuvörpum gleymist þeim seint sem horfðu og hlustuðu á myndböndin, sem Wikileaks birti af þeim stríðsglæpum.

Það hlakkaði í flugmönnunum af ánægju ekki síður en hjá forseta þeirra þótt munurinn væri sá, að Saddam Hussein hafði verið glæpamaður og harðstjóri,, en vesalings fólkið sem brytjað var niður hafði ekkert af sér gert, hvorki þeir, sem upphaflega var ráðist á, né alsaklaus börnin og menn sem reyndu að koma særðum til hjálpar.

Bandaríski herinn blessaði yfir þetta athæfi í stað þess að draga hina seku til ábyrgðar og nú er sá maður hundeltur eins og rakki, sem dirfðist að standa fyrir því að upplýsa um þessi mál og önnur sem svo sannarlega mega betur mega fara hjá þeim, sem líta svo á, að fyrst Bandaríkin áttu stóran þátt í að bjarga heiminum frá ógnaræði Hitlers, leyfist þeim allt sem þeim dettur í hug með þeim hugsunarhætti að tilgangurinn helgi meðalið.

Bretar hafa elt Kanana af einstöku þýlyndi allt frá því er uppdiktaðar sakir um gereyðingarvopn í Írak voru notaðar sem ástæða til innrásarinnar í landið og nú þykir svo mikið liggja við í mannaveiðum þeirra, að þeir orða það í fullri alvöru að réttlætanlegt sé að rjúfa friðhelgi sendiráðs Ekvadors í London. til að geta lagt Assange í hendur Bandaríkjamanna og sagt hróðugir: "We´ve got him!"  


mbl.is „Diplómatískt sjálfsmorð“ fyrir Bretland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er óneitanlega samhljómur með Bandaríkjastjórn og allt upp á borð stjórn Íslendinga. Þessar stjórnir gætu skellt sér saman í karaókí.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/08/21/gunnar-th-andersen-akaerdur-fyrir-ad-brjota-gegn-thagnarskyldu/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 09:25

2 identicon

Það er ekki hægt að sjá að Julian Assange sé sekur um eitt eða neitt.

Häktningspromemoria:
http://info.publicintelligence.net/AssangeSexAllegations.pdf

Sanningen om rättsväsendets och journalisternas vidriga agerande i fallet Julian Assange:
http://medborgarperspektiv.blogspot.com/2012/08/sanningen-om-rattsvasendets-och.html

”Fallet Assange ett hot mot den svenska rättsstaten”
http://khelenebergman.blogspot.com/2012/08/fallet-assange-ett-hot-mot-den-svenska.html

Anna Ardins raffinerade hämnd?
http://annhelenarudberg1.blogspot.pt/2010/08/anna-ardins-raffinerade-hamnd.html

Jónsi (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 12:02

3 Smámynd: el-Toro

þeir sem ráða yfir heiminum....þurfa ekki alltaf að fara eftir settum reglum !

el-Toro, 21.8.2012 kl. 12:33

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Maðurinn hefur ekki einu sinni verið ákærður, og telst því saklaus þar til annað kemur í ljós.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.8.2012 kl. 14:38

5 identicon

Sæll.

Það er nokkuð merkileg þessi tíska að slá Assange til riddara.

Bradley Manning stal skjölum sem voru trúnaðarmál og kom í hendur Wikileaks. Assange birtir þau þó þau séu ekki hans eign. Assange fer með annarra manna eigur eins og þær séu hans. Assange tekur við þýfi og skilar ekki þó hann sé beðinn um það.

Svo ræðst hann í söfnunarherferð og slær sjálfan sig til riddara og safnar fé, selur þessar upplýsingar í reynd. Assange hagnast á þýfi og er bara þjófsnautur. Hann upphefur sjálfan sig á meðan Manning er í fangelsi og mun hann sennilega sitja þar það sem eftir er ævi sinnar enda Manning þjófur.

Svo þorir þessi hetja ekki einu sinni að fara til Svíþjóðar til að svara spurningum? Málið snýst um að hann fari til Svíþjóðar, ekki USA og er þetta mál USA alveg óviðkomandi. Deilan er nú á milli Breta og Svía annars vegar og Ekvador hins vegar. Því er þessi færsla þín frekar furðuleg.

Þessi sneið þín til réttarkerfisins í USA er einnig afar skrýtin og virðist byggð á mikilli vanþekkingu eða andúð á USA. Hvort er það?

Þeir sem halda að þessi Assange hafi bjargað eða breytt einhverju eru í hæsta máta bláeygir. Hvað hefur breyst eftir Wikileaks?

Helgi (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 22:43

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eins og fyrri daginn er það gert að aðalmálinu hvernig upplýsingarnar "láku" út. "Hver lak?"

"Deep throat" braut lög þegar hann rauf trúnað til þess að koma upplýsingum um Watergate til blaðamanna Washington Post. Var þetta lagabrot Deep throat þá ekki aðal glæpurinn og rangt að vera neitt að abbast upp á Nixon?

Ég hef látið margoft í ljósi aðdáun mína á mörgu í fari bandarísku þjóðarinnar sem mér finnst til eftirbreytni og látið í ljós þökk fyrir að hafa komið Evrópu og heiminum til hjálpar í tveimur heimsstyrjöldum og Kalda stríðinu.

Franklin Delano Roosevelt hef ég í miklum hávegum.

En um leið og dirfst er að finna að einhverju sem miður fer þar vestra er maður gerður að óvini með sérstaka andúð á bandarísku þjóðinni og bandarísku réttarfari.

Ómar Ragnarsson, 21.8.2012 kl. 23:36

7 identicon

Tja Helgi:

"Bradley Manning stal skjölum sem voru trúnaðarmál og kom í hendur Wikileaks."

Hvar hann steig á feitt skott sem tengdist skytteríisferð úr þyrlu. Þú mannst kannski eftir því?
Það átti að þegja það í hel, líkt og margt sem gerist í stríði. En það lak, og lekinn situr í grjótinu meðan skyttan getur étið á Wendy's og keypt sér tyggjó fyrir töffið.

Það eru margir sverir hlutir sem skóflað hefur verið yfir. Stundum tókst þó ekki, og til er saga af Þyrluáhöfn Bandarískri úr Víetnamstríðinu sem varð vitni að fjöldamorðum hermanna (USA) á þorpsbúum. Þyrlan (þungvopnuð) skarst í leikinn og hélt þeim á mottunni þar til æðri yfirvöld skárust í leikinn.

En....ekki fengu þeir mikinn heiður fyrir, og þetta var þaggað eins og hægt var.

Hver er bandíttinn í málinu?

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 06:50

8 identicon

Sæll.

Þú snýrð út úr og svarar ekki efnislega því sem ég segi.

Nixon gerðist sekur um glæpsamlegt athæfi en ekki verður séð að neitt slíkt sé á ferðinni hér nema af hálfu þeirra sem stálu gögnunum og gerðu þau að fé féþúfu fyrir sig. Ef þú vilt bera saman verður samanburðurinn að vera viðeigandi. Hér er því ekki til að dreifa.

Þessi sneið þín að réttarkerfinu í USA er merkileg. Það er í tísku hér að finna USA nánast allt til foráttu, því miður.

Helgi (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 06:51

9 identicon

Smá upprifjun.

http://en.wikipedia.org/wiki/Hugh_Thompson,_Jr.#My_Lai_Massacre

Hefði ekki Thompson þurft að fara í grjótið fyrir....uuuu....óhlýðni?

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 06:58

10 identicon

EFNISLEGA?

Það sem setti réttarferlið af stað, var uppljóstrun á staðreynd sem kom sér mjög illa fyrir það andlit sem Bandaríkin vilja halda. Ég ætla ekki að draga úr því að Bandaríkjamenn hafa á margan hátt til þess unnið að vera álitnir "góði gæjinn". En það er kannski betra að átta sig á því að það þarf bara eitt ónýtt epli til að skemma heila tunnu, og betra er kannski að kasta því út heldur en að kenna þeim um allt illt sem opnaði lokið og sagði frá hroðanum.

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 07:03

11 identicon

@Jón Logi:

Þú hrærir saman óskyldum málum. Ég er ekki að segja að kaninn sé engill og geri engin mistök. Þú réttlætir þennan þjófnað og það að græða á þýfi vegna þess sem þessi þyrluáhöfn gerði?

Ég veit ekki betur en þetta með þyrluáhöfnina hafi verið skoðað af til þess bærum yfirvöldum vestra. Hvort kærur voru eða verða gefnar út veit ég ekki en ég tel fulla ástæðu til að treysta réttarkerfinu þar. Eftir situr nú samt að Assange höndlaði með þýfi og gerði sér það að féþúfu.

Helgi (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 10:53

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef Helgi hefur skoðað öll myndskeiðin af árásum tveggja þyrlna á alsaklaust fólk í Bagdad og hlustað á það sem áhafnirnar sögðu á meðan þær brytjuðu niður börn og fullorðna og ætlar að fullyrða að þetta athæfi og hugsunarháttur stríðsglæpamannanna hafi verið í lagi, þá hefur hann eitthvert allt annað mat á svona atburðum en fólk almennt.

Ef Helgi hefur hins vegar ekki skoðað þessi myndgögn getur hann engan veginn lagt dóm á þessi tvö tilteknu máli.

Ef hann óskar þess get ég bent honum á leið til að afla sér þeirra, þökk sé Wikileaks.

Atburðirnir í My Lai í Vietnam hefðu aldrei komis í hámæli ef ekki hefðu verið teknar af því myndir sem rötuðu í fjölmiðla.

"Skoðað af þar til bærum yfirvöldum vestra" segir þú. Já, en ekkert hefur verið gert. Hve mörg hneysklismál voru ekki "skoðuð af þar til bærum yfirvöldum" og síðan hylmt yfir eða ekkert gert?

Ómar Ragnarsson, 22.8.2012 kl. 15:14

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég get bætt því við að mér finnst það ekki alvarlegast að þessir glæpir voru framdir, því að slíkt gerist ævinlega í styrjöldum, heldur hitt, að hinir seku eru ekki látnir sæta ábyrgð þótt sönnunargögn lægju fyrir, ætlunin var að þetta yrði"trúnaðarmál" og í ofanálag farið hamförum gegn þeim sem upplýstu um verknaðinn.

Ómar Ragnarsson, 22.8.2012 kl. 15:17

14 identicon

Helgi:

Ég réttlæti þennan þjófnað. Þarna var "stolið" gögnum um glæp sem sussa átti niður, en varð upplýstur fyrir vikið. Alveg það sama og það að Víetnam-flugmaðurinn framdi þann "glæp" að ógna samlöndum sínum með vopnavaldi. Hann "lak" upplýsingum það vel yfir í radíótraffík og svo með skýrslugerð/"debriefing" að það var ekki hægt að sussa yfir það.
Þeir sem veitast að Assange hafa þannig sannað sig sem ekki til þess bæra að skoða málið.

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband