Harðneitaði dauðveikur að leggjast í sjúkrakörfu.

Ýmsar útgáfur geta verið á því þegar slasaðir eða mjög veikir menn vilja ekki þýðast sjúkraflutningamenn, hjúkrunarlið og lækna eins og fréttinn um manninn, sem stökk út úr sjúkrabíl ber vott um.

Mér er í minni það atvik þegar Hákon Sturluson, bóndi og einbúi á Hjallkárseyri innan við Hrafnseyri við Arnarfjörð, fékk alvarlegt hjartaáfall og var kallað á lækni og sjúkrabíl á vettvang.

Þegar að var komið harðneitaði Hákon að fara með sjúkrabílnum og aftók enn harðar að láta leggja sig í sjúkrakörfuna. Hann harðneitaði líka að afhenda byssu, sem hann var með.

Upphófst hið mesta þref um þetta sem stóð í á aðra klukkustund. Eftir miklar rökræður náðist þó samkomulag sem fólst í því að Hákon settist með byssuna í framsæti sjúkrabílsins en læknirinn lagðist í sjúkrakörfuna og þannig tókst að koma Hákoni á sjúkrahús!

Hákon hefur kannski skynjað að nú væri komið að endalokum og að þess vegna væri best að streitast sem mest við og falla með sæmd eftir frækilega vörn, því að komið var að endalokum lífs hans.

Frá Hákoni og sérkennilegum búskap hans og uppátækjum er greint í einum af Stilkluþáttunum og einhver hefur sett kaflann um hann á YouTube.


mbl.is Stökk út úr sjúkrabíl á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Man þetta. En hvað vildi hann með byssuna?

Hrúturinn (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 08:56

2 identicon

Á diskin þetta var einmitt frábær þáttur og skemtilegur fýr

kv.þórir

þórir (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 10:27

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hann var einbúi og veiðimaður. Byssan var hans betri helmingur.

Ómar Ragnarsson, 22.8.2012 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband