Vandað norskt réttarfar.

Norðmenn dæmdu Vidkun Quisling til dauða og tóku hann af lífi í október 1945. Sá dauðadómur varð að deiluefni og nú er norskt réttarfar án heimildar til dauðarefsingar og til fyrirmyndar á flesta lund.

Það er skynsamlegt að enginn dómur geti gilt til lengri tíma en 21. árs því að eftir svo langan tíma getur margt hafa breyst frá því að dómurinn var kveðinn upp.

Jafn skynsamlegt er að kveða á um að hægt sé að taka málið upp að nýju með það fyrir augum að framlengja fangelsisvistina ef hinn dæmdi er talinn hættulegur samfélaginu.

Óhugnanlegt var að horfa á glottið á Breivik þegar dómurinn var kveðinn upp í morgun og myndu margir hafa óskað að hægt yrði að slökkva endanlega á því með dauðadómi.

En dómurinn yfir Breivik er dæmi um vandað réttarfar og skynsamlega mannúð. Um sakhæfi Breiviks hafði ég bloggað í morgun, næst á undan þessum pistli, áður en dómurinn var kveðinn upp.  


mbl.is Breivik sakhæfur og fer í fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er rétt Norðmenn dæmdu Vidkun Quisling til dauða og þeir skutu hann svo. þeir dæmdu um 25 manns til dauða að mig minnir enn flestum dómum var svo breitt í fangelsi enn þó voru amk 5 eða 6 aðrir að mig minnir skotnir. það var alveg hið besta mál að skjóta þá menn og það er að flestra mati hið besta mál held ég.

það voru deilur um þessa dauðadóma eins og gengur. Enn flestir voru þó ósáttir við hvað margir sluppu við aftökusveit að lokum! það voru fáir sem vildu ekki skjóta Quisling og nánustu vini hanns og smverka menn. Enn að Breivik. þú mátt leita lengi áður enn þú finnur mann, konu eða jafnvel barn í Noregi sem ekki mundi vilja fá að lóga því kvikindi get ég sagt þér!

21 á er engin dómur. þetta er móðgun við ættingja hina látnu. Veistu hvað 77 deilt með 21 er??

kv. Óli

óli (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 09:58

2 identicon

Maðurinn mun aldrei ganga laus, sama hvaða dóm hann fær. Hann mun vera endurmetinn eftir 21 ár og tíminn verður framlengdur. Ef þeir myndu hleypa honum út eftir 21 ár myndi allt verða brjálað í Noregi.

Arnar (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 10:10

3 identicon

Mér skilst að það sé hægt að fremlengja dóm um 5 ár... aftur og aftur og aftur, þar til hann drepst.

Mér finnst sláandi að mbl flaggar á forsíðu flennistórri mynd af Brevik.. .ég held að ég hafi ekki séð svona stóra mynd á mbl áður, það er eins og Brevik sé hetjan þeirra.. eða eitthvað

DoctorE (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 10:15

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

mér hefði fundist að hann hefði átt að fá 77x21 ára dóm fyrir þetta algjörlega burt séð frá því hvernig þessi maður á eftir að haga sér innan veggja fangelsins, hann drap 77 manns með köldu blóði ef hægt er að segja svo og slasaði á 3. hundrað manns, þessi dómur er til skammar verð ég líka að segja og fórnarlömbunum til beinnar móðgunar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.8.2012 kl. 10:18

5 identicon

þessi maður er það sem kallað er "frægðarmorðingi" Fyrir þessum mönnum skiptir bara eitt máli og bara eitt. það er að fá að komast vel og mikið í féttir og fá umfjöllun um sig útum allt. Að fá svo aðdáenda bréf og bónorð er svo svona auka bónus fyrir þá og eins sorglegt og það er þá fá þeir það. Og það í slíku magni að það er full vinna fyrir fjölda manns að koma til þeirra pósti!

Til að stoppa menn í að feta í spor þessa mans sem og fjölda annara er bara eitt ráð. Nafn þeirra á ekki að gefa upp. ástæðurnar skipta engu máli heldur og það þarf ekkert að ræða það við þá þegar þeir nást. þeir meiga enga yfirlýsingu gefa heldur og það á bara að fara með þá bakvið vegg og skjóta þá þar í hausinn og aldrei að minnast á þá framar. þá hætta menn þessu um leið.

þeir vilja bara komast í fréttir og það fá þeir.

óli (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 10:23

6 Smámynd: Teitur Haraldsson

Sjálfsagt er þetta mjög fínt réttarfar, sjálfsagt sömu mannréttinda-snillingar á ferð þarna og passa réttindi fanga mjög vel á meðan gamla fólkið má búa við mannréttindi sem myndu vera liðin í Norður Kóreu og hvergi annar staðar.

En þetta er ekki samgjarnt á neitt hátt hvernig sem litið er á þetta.

Teitur Haraldsson, 24.8.2012 kl. 10:45

7 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Það er annars einkennilegt að engin skuli gera athugasemd við kveðju Bredviks

sem hann sýnir við öll tægifæri. Hinn krepti hnefi á útréttri hægri hönd. Þetta er

kveðja rúsneskra komunista sem sjá má á grafiti og Leninstittum í fyrrverandi

Austur þýskalandi og frægust varð þegar danskir kommar þyrpust til Kastrup

til að taka á móti Rúsneskum Generáli ssem gerði tilraun til að ná Sjálandi á

undan bandamönnum.

Leifur Þorsteinsson, 24.8.2012 kl. 12:03

8 identicon

Einu sinni átti bóndi nokkur naut, vel-hyrnt. Sú skepna var illa haldin af einhverjum geðkvilla, sem heitir á gömlu máli bara illska. Var því kauði einangraður í stíu.
Tókst nú bola einn dag að komast úr sinni einkastíu inn í aðra hvar kýr var með ungkálfi, og risti hann kálfinn á kvið. Innyflin fóru út og bóndi þurfti að lóga kálfsa hið snarasta.
Boli beið eftir slátrun eftir það, en að mati flutningamanna var hann svo snar-illur, að ekkert hefði yrði af honum ætilegt. Það er kallað stresskjöt.
Það dróst því að lóga lagsa og varð til ills, því boli hafði það af að einn góðan dag að krækja í bónda, og mátti litlu muna að mannslíf færi ofan á kálfslíf. En til allrar hamingju var bóndi harður í horn að taka og komst úr klemmunni af eigin rammleik.
Rúmri viku síðar hafði lagsi byssu bak við bak og skaut bola til bana. Svo var hann gúttaður og húðflettur, og étinn af fjölda fólks í mestu rólegheitum næstu mánuði.
Þetta eitt væri of gott fyrir helvítið hann Breivík.

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 12:12

9 identicon

En eða enn. Þetta virðist þvælast fyrir ykkur á molinni þarna fyrir sunnan.

Eins og svo margt annað.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 13:14

10 identicon

Það eina sem þvælist fyrir okkur  á mölinni hérna fyrir sunnan eru misvitrir málfræði snillingar í sveitinni,,,en varðandi Breivik þá væri best að setja hann á almenna deild í fangelsinu,þá væri hann dauður innan tveggja daga

casado (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 13:53

11 identicon

Ekki þarf nú málsnilld, né mismun á mómold og möl til að skilja skilaboð þau er ég auðmjúklegast færði í stafrænt letur. En ef mölska er málið, þá finnst mér einfaldlega að það ætti að hengja helvítis manninn.

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 14:18

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Engar aftökur áttu sér stað í Evrópu árið 2009.

Hvíta-Rússland er eina landið sem beitir dauðarefsingum í álfunni.


Þó var enginn tekinn af lífi í Hvíta-Rússlandi 2009.

Aftur á móti voru tvær aftökur í landinu í mars 2010.
"

Þorsteinn Briem, 24.8.2012 kl. 15:16

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Dómurinn komst að því að Breivik væri sakhæfur þar sem hann skipulagði morðin af yfirvegun og út frá öfgafullri heimssýn sinni en ekki sturluðum ranghugmyndum."

Þorsteinn Briem, 24.8.2012 kl. 15:56

15 identicon

Og...það vafðist ekki fyrir honum að fylgja plani sínu. Að taka svo dauðhrædda unglinga af lífi, fyrst forviða, svo hlaupandi, í vatni, gjörsamlega í skelfingu, - bara sisvona! Hann skaut svo miklu fleiri en hann drap. Og í hvert skipti er miðað og skotið.
Segi það enn og aftur, það ætti að slátra fólinu. Barnamorðingja og fjöldamorðingja. Þar að auki reynir hann að gera sig að töffara fyrir gjörninginn. Ekkert annað en sjálfhvert kvikindi með nákvæma áætlun, takmarkaða framkvæmd (sem betur fer), og áframhaldandi áætlanir fyrir svona "Charles Manson" stjörnuplan. Cult-stjarnan Breivík, heyja heyja! Nebb....hengja kauða, ekki spurning...nú eða eins og nefnt var, að hafa hann á opinni deild í fangelsi. 2 dagar eru sæmilegar lífslíkur.

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 16:15

16 Smámynd: Páll Jónsson

Ég er farinn að halda að fólk sé einfaldlega að tröllast með þessari hneykslun sinni á lengd dómsins.

Hver einasta grein í fjölmiðlum og nánast hver einasti bloggari segir frá því að þótt 21 ár sé hámarksrefsing í Noregi þá sé dómurinn framlengjanlegur út í hið óendanlega, sem verður að líkindum raunin. 

Engu að síður mætir fólk brjálað yfir því hvað dómurinn er vægur og segir að Breivik verði sloppinn út eftir 10 ár. Ég skil ekki.

Páll Jónsson, 24.8.2012 kl. 16:17

17 identicon

p.s.

Ég hef nú ekki neinn heyrt sem ber í bætifláka fyrir Quisling.
En...mörgum svíður enn norskum sem undir hans leppstjórn (aðal-maðurinn var Terbhoven) voru fangelsaðir, pyntaðir og upplifðu það að vinir og ættingjar voru handteknir, pyntaðir, fangelsaðir, sveltir, og sendir í sumarbúðir. Svo  voru einhverir 1.000 Norðmenn teknir af lífi á valtatíma kvislingsins, enda nafnið komið inn í alþjóða-skilgreiningu.

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 16:29

18 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki er ég er sáttur við það að Breivik skyldi geta fengið að "pósa" með baráttukveðjunni með krepptan hnefann. Það hefði átt að hafa hann í handjárnum allan tímann.

Ómar Ragnarsson, 24.8.2012 kl. 20:53

19 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrst þessi andlegi krypplingur gaf ekki færi á að láta drepa sig á staðnum, sem sannar að hann er heigull, þá var þetta kjánalega réttafars sjó nákvæmlega það sem hann vantaði. 

Hann fær það sem hann tók frá svo mörgum.  Líf, mannúð og athygli sem svo þróast þar til ein hvert ráðherra fíflið gefur honum frelsi.

Auðvita eiga dauða dómar að ver til. Það á alltaf að klára svona mál. Til hvers að láta lifandi fórnarlömb hans og aðstandendur þeirra sem hann sýndi enga miskunn borga fyrir uppihald og alla hans velferð þar til hann drepst af sjálfsdáðum í einangrun, akkúrat þar sem hann vill vera?    

Hrólfur Þ Hraundal, 24.8.2012 kl. 21:56

20 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

tek undir Ómar. Færsla þín sýnir öfgarnar og það gerir einnig norskt réttarfar. Takk

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.8.2012 kl. 03:01

21 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Breivik mun ekki ganga laus framar, því hann yrði drepinn um leið og hann slyppi út. Hann mun fá framlengda fangavist aftur og aftur. Það hefur komið skýrt fram.

Ég velti fyrir mér hvernig er hægt að dæma mann heilbrigðan, sem fremur svona verknað? Ég velti líka fyrir mér hvernig hann komst í gegnum allt öryggis-kerfið í Noregi, án þess að vera uppgötvaður sem þetta hættulegur, og stoppaður fyrr?

Það eru ekki öll kurl komin til grafar í þessu máli. Þeir sem standa á bak við heilaþvottinn á Breivik, og skipulagið á þessum voðaverkum, ganga enn lausir. Það er óhugnanlegt. Það leysir ekki rót vandans að drepa heilaþveginn sendiboðann.

Ég vona að Norðmenn hætti að senda hermenn til að drepa saklausa borgara í Afganistan, Lýbíu, Sýrlandi og víðar, eftir þessa voðaverka-reynslu í sínu eigin landi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.8.2012 kl. 08:33

22 Smámynd: Páll Jónsson

Það er ekkert raunverulegt öryggiskerfi í nokkru landi sem getur komið í veg fyrir svona lagað. Og ef það væri til þá væri það viðbjóður sem enginn myndi vilja.

Og það stendur enginn á bak við heilaþvottinn á Breivik aðrir en svipuð grey á internetinu, skrifandi kjaftæði og klappandi hvorum öðrum á vakið.

Og ef þú heldur að Norðmenn séu vandamálið varðandi fjöldamorðin í Lýbíu og Sýrlandi þá vona ég að þú sért á viðeigandi stofnun. Ef ekki þá ættir þú að koma þér þangað sem fyrst. 

Að vera á móti hernaði er eitt, og hrósvert. Að vera svo sturluð að geta ekki einu sinni viðurkennt að það sé raunveruleg uppreisn í Sýrland, þótt hún sé smituð af allskonar óþjóðalýð því miður, er ógurleg sjálfsblekking. Þú ert vandamálið, ekki lausnin Anna.

Páll Jónsson, 26.8.2012 kl. 01:03

23 Smámynd: Jens Guð

  Breivik á mörg skoðanasystkini á Íslandi.  Þó að þau kvitti ekki undir morð hans þá taka þau undir viðhorf hans til fjölmenningarsamfélagsins.  Þetta má sjá í kommentakerfi DV, á fésbók og í bloggheimum, heyra í símatímum útvarpsstöðva o.s.frv.  Skoðanasystkini Breiviks tjá sig minnst við fréttir af Breivik en þeim mun meira þegar umræða snýr undir öðrum fréttum að múslímum og fjölmenningarsamfélagi.   

Jens Guð, 26.8.2012 kl. 01:45

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Karl Schütz var að eigin sögn sérfræðingur í að "vernda æðstu ráðamenn Sambandslýðveldisins og upplýsa mál sem vörðuðu öryggi ríkisins".

Þegar hann var farinn af landi brott lýsti hann því yfir í viðtali við þýskt síðdegisblað að meðferð gæsluvarðhaldsfanganna hafi minnt sig á blómatíð nasismans í Þýskalandi og að hlutdeild hans í málinu hafi bjargað íslensku ríkisstjórninni.
"

Hliðverðir dómsmorðs? - Greinasafn Sigurfreys

Þorsteinn Briem, 2.9.2012 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband