"Hvergi á boðstólum nema hér."

Árleg flugeldasýning við Jökulsárlón er dæmi um það hvernig hægt með hugkvæmni að nýta einstakar aðstæður í náttúru Íslands til þess að búa til upplifun sem hægt er að auglýsa svona: "Hvergi hægt nema hér".

Það er svo sem hægt að standa fyrir flugeldasýningu nánast hvar sem er, en leitun er að stað á Íslandi eða í heiminum þar sem slík sýning nær að verða jafn einstæð í krafti þess hvernig hún lýsir upp fljótandi ísjaka á vatni.

Á einum stað í Alaska er til jökulsárlón en Jökulsárlónið á Breiðamerkursandi er alveg sérstaklega heppilega í sveit sett alveg rétt við helstu samgönguleið landsins.

Ekki er að efa að hin einstæða náttúra Íslands býður upp á fjölmörg fyrirbæri í krafti sérstakra aðstæðna, þar sem hægt er að nýta aðstæðurnar til þess að bjóða úpp á alls konar upplifun, sem dregur að sér fólk.

Þá er í flestum tilfellum hægt að auglýsa á svipaðan hátt og flugeldasýninguna við Jökulsárlón: "Hvergi á boðstólum nema hér."  


mbl.is Magnað sjónarspil við Jökulsárlón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eflaust flott en hvað með rusl sem fellur niður til jarðar af flugeldum? Mér fannst t.d. leiðinlegt að sjá leifar af flugeldum við Skútustaðagíga um árið

Ari (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 22:19

2 identicon

Fáum Sigmund Davíð til að tína upp spítna ruslinu. Hann safnar þeim víst.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 23:00

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hvað með "Látrabjarg"?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.8.2012 kl. 03:46

4 identicon

Sá þessa sýningu fyrir 2 árum - stórkostlegt er eina orðið sem hægt er að nota.

Heiðrún Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 11:36

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Guðmundsson,

Útstreymi árið 2007 (CO2-ígildi í þúsundum tonna) og hlutfallsleg breyting frá árinu 1990:

Iðnaður og efnanotkun
1.845 +64%,

samgöngur
1.017 +67%,

sjávarútvegur
650 -18%,

landbúnaður
534 -7%,

úrgangur
254 +41%,

rafmagn og hiti
182 +48%,

samtals
4.482 +32%.

Ál:


"Útstreymi vegna álframleiðslu jókst úr 569 þúsund tonnum árið 1990 í 978 þúsund tonn árið 2007, eða um 72%."

Járnblendi:


Útstreymi vegna framleiðslu járnblendis jókst
úr 205 þúsund tonnum árið 1990 í 393 þúsund tonn árið 2007, eða um 91%."

Samgöngur:


"Útstreymi frá samgöngum árið 2007 skiptist í útstreymi vegna innanlandsflugs (2%), strandsiglinga (6%) og vegasamgangna (92%).

Í heildina jókst útstreymi frá samgöngum úr 608 þúsund tonnum árið 1990 í 1.017 þúsund tonn árið 2007, eða um 67%.

Útstreymi frá innanlandsflugi minnkaði
lítillega á tímabilinu en útstreymi vegna strandsiglinga jókst um 1%.

Útstreymi frá vegasamgöngum jókst
hins vegar um 81% frá 1990 til 2007 eða úr 517 þúsund tonnum í 934 þúsund tonn."

Sjávarútvegur:


"Útstreymi frá sjávarútvegi skiptist árið 2007 í útstreymi frá fiskiskipum (87%) og fiskimjölsverksmiðjum (12%).

Í heildina jókst útstreymi frá sjávarútvegi frá 1990 til 1996 en hefur farið minnkandi síðan. Útstreymið var mest árin 1996 og 1997 þegar mikil sókn var á fjarlæg mið."

Landbúnaður:


"Útstreymi frá landbúnaði minnkaði um 6,7% á milli 1990 og 2007. Rekja má þessa minnkun til fækkunar búfjár. Nokkur aukning varð árin 2006 og 2007 miðað við árin á undan og má rekja þá aukningu til aukinnar notkunar tilbúins áburðar."

Úrgangur:


"Útstreymi vegna meðferðar úrgangs skiptist í útstreymi vegna frárennslis og útstreymi vegna urðunar, brennslu og jarðgerðar úrgangs. Útstreymi jókst um 41% frá 1990 til 2007.

Sem hlutfall af heild innan geirans árið 2007 var útstreymi vegna urðunar um 80%, frárennslis um 9%, brennslu um 11% og jarðgerðar 1%."

Orkuframleiðsla:


"Útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna orkuframleiðslu árið 2007 skiptist í útstreymi vegna jarðhitavirkjana (83%) og útstreymi vegna notkunar eldsneytis til rafmagns- og hitaframleiðslu (17%).

Heildarútstreymi frá orkuframleiðslu jókst
úr 123 þúsund tonnum árið 1990 í 182 þúsund tonn árið 2007, eða um 48%.

Aukning frá jarðhitavirkjunum vegur þar mest
en útstreymi frá jarðhitavirkjunum jókst úr 67 þúsund tonnum í 152 þúsund tonn á tímabilinu."

Nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á Íslandi, sjá bls. 30-36

Þorsteinn Briem, 30.8.2012 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband