Allt eðlilegt?

Í vor komu skjálftar á línu frá Helgafelli norður í Selfjall vestur af Sandskeiði, og var nyrsti skjálftinn skammt frá þeim stað sem harðasti skjálftinn var nú. Fyrstu viðbrögð mín þá um nóttina voru að þetta væri óvenjulegt en sérfræðingur á vakt taldi þetta hins vegar ósköp eðlilegt og alvanalegt.

Páll Einarsson var ekki sama sinnis.

Nú verður fróðlegt að vita, þegar menn leggja þetta saman og bæti við þeirri staðreynd að Krýsuvík hefur verið í sérstakri gjörgæslu jarðvísindamanna undanfarin tvö ár, hvort menn finna það aftur út að ekkert sé óvenjulegt við það sem er að gerast á þessu svæði.

Þegar litið er á jarðskjálftayfirlitið sést að skjálftar hafa orðið núna við Gráhnjúk og Innstadal, hvort tveggja virkjanasvæði.  

Gæti verið áhugavert í ljósi þess að nú er ætlunin að gera Krýsuvík að virkjanasvæði og geirnegla það niður í Rammaáætlun en fyrir þær fyrirætlanir, auk annarra virkjanana, sem á að reisa á þessu svæði, er auðvitað best að "ekkert óvenjulegt" sé að gerast á Reykjanesskaganum.    


mbl.is Jarðskjálfti upp á 4,6 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Reykjaneskerfið (vestast) er um 35 km langt og 5-15 km breitt. Það nær frá Reykjanesi að Grindavíkursvæðinu og að svæði suðaustan við Voga á Vatnsleysuströnd í NA.

Síðasta eldgosahrina varð á fyrri hluta 13. aldar, þ.e. Reykjaneseldar, u.þ.b. 1211-1240.

Trölladyngjukerfið
er 40-50 km langt og 4-7 km breitt. Það teygir sig frá Krísuvík og norður í Mosfellsdal í NA-SV stefnu.

Síðustu gos eru talin hafa átt sér stað á 12. öld, í Krísuvíkureldum, u.þ.b. 1151-1180.

Brennisteinsfjallakerfið
er skilgreint 45 km langt og og 5-10 km breitt og teygir sig frá Geitahlíð í suðri, yfir Bláfjöll og að Mosfellsheiði í NA-SV stefnu.

Síðustu gos eru talin hafa orðið á 9.-10. öld (Bláfjallaeldar). Óstaðfestar heimildir greina einnig frá gosum á 13. og 14. öld sunnarlega í kerfinu.

Hengilskerfið
er um 100 km langt og 3-16 km á breidd. Síðustu eldgos eru talin vera frá fyrir 2000 árum, á gossprungu sem náði frá Sandey í Þingvallavatni og suður fyrir Skarðsmýrarfjall og er m.a. Gíghnúkur á þeirri sprungu."

Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga, sjá bls. 5-6 (pdf)

Þorsteinn Briem, 30.8.2012 kl. 15:00

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eldgos í Heimaey "hófst skyndilega aðfaranótt 23. janúar 1973, þegar jörðin rifnaði austur af Kirkjubæ og tæplega 2 km löng rifa opnaðist, þar sem áður voru tún, um 200 metra frá næstu húsum.

Það sem engan hafði órað fyrir var orðið! Eldgos á Heimaey eftir 5000 ára goshlé.

Uppaf sprungunni teygðu logandi eldstólpar sig til himins. Hraun vall upp úr sprungunni, sem náði frá flugvellinum á miðri háeynni og norður innsiglingunni við Ystaklett."

Þorsteinn Briem, 30.8.2012 kl. 15:01

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.12.2010:

"... reyna nú starfsmenn að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma rafmagni aftur á álverið, því það getur orðið gríðarlegt tjón ef rafmagn er lengi af, því þá storknar álið í kerunum."

Þorsteinn Briem, 30.8.2012 kl. 15:03

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Er ekki talað um að það séu 5 hraun-tegundir á Reykjanesinu, það vita það allir að virkni er í gangi og vonandi bara að það sé ekki að fara að gjósa...

Annars kannast ég ekki við að hafa lesið eða heyrt um einhverja viðbragðsáætlun ef til eldgosa kæmi núna á þessu svæði...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.8.2012 kl. 15:05

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Erlendis segja þeir að það hafi orðið skjálfti upp 6,6 á Svalbarða um 2 leitið í dag...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.8.2012 kl. 15:07

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Kannski er þetta ekki rétt hjá mér en mér finnst skjálftum sem eiga upptök á Reykjanesskaga hafa fjölgað á síðustu 15 árum. Fyrir þann tíma voru skjálftar fátíðari og alls ekki árvist að finna fyrir þeim í Reykjavík. Nú skelfur jafnvel nokkrum sinnum á ári og þykir bara eðlilegt.

Emil Hannes Valgeirsson, 30.8.2012 kl. 16:06

8 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Mér finnast breytingar sem orðið hafa í kringum Kleifarvatn grunsamlegar, yfirborð vatnssins hefur lækkað mjög mikið, fyrir tæpum 10 árum veiddi ég silunga þar sem núna er þurrlendi og langt niður að vatni. Ég held að það styttist í gos á Reykjanesi og líklegasti staðurinn er nágrenni Kleifarvatns.

Stefán Þ Ingólfsson, 30.8.2012 kl. 17:29

9 Smámynd: Starbuck

Hvernig er það - hafa menn ekkert velt því fyrir sér hvort jarðvarmavirkjanir á virku eldgosasvæði eins og Reykjanesinu gætu mögulega haft einhver áhrif á eldvirkni? Þá meina ég að við vitum fyrir víst að einhvern tíma munu verða eldgos á þessu svæði en er ekki hugsanlegt að stöðug uppdæling á vatni og gufu gæti mögulega flýtt því að þau ættu sér stað? 

Starbuck, 30.8.2012 kl. 18:36

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Láttu ekki svona Starbuck.

Auðvitað hafa inngrip mannsins í hringarás vatns undir yfirborði jarðar ekkert að segja.

Ekki frekar en inngrip mannsins í hringrás vatns ofanjarðar í andrúmsloftinu....

Eða bíddu nú við hvað segja aftur vísindamennirnir um þetta annars? ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 30.8.2012 kl. 21:00

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góða kvöldið er það eðlilegt að það skjáfi 6,6 ár ritker fyrir norðan land í kvöld og um leið finnst mönnum það eðlilegt að ekki sé gefin sérstakur gaumur að sprungunni sem liggur í gegnum ladið með tilliti til þess að það sé að koma þær mestu hamfarir sem komið hafa á síðari árum eins og ég hef marg sinnis varað við!

Sigurður Haraldsson, 30.8.2012 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband