3.9.2012 | 10:23
Hve lengi verður hausnum barið við ísinn?
Ragnar Axelsson ljósmyndari er að vinna verk á heimsmælikvarða með myndaferðum sínum til Grænlands, á því er enginn vafi. Að undanförnu hefur má sjá á bloggsíðum og víðar andmæli gegn því að bráðnun Grænlandsjökuls sé neitt, sem orð er á gerandi og að hlýnunin og bráðnunin sé alls ekki af mannavöldum heldur um margendurteknar náttúrulegar veðursveiflur að ræða.
Þótt vitað sé um gróðurhúsaáhrif koldíoxíðs á andrúmsloftið og sömuleiðis að nú er komið mun meira af því í lofthjúpinn en verið hefur í milljón ár, er því harðlega andmælt að það eigi nokkurn þátt í þeirri hlýnun sem nú birtist ljóslifandi svo að ekki verður um villst.
Nú virðist smám saman vera að koma í ljós, að hlýnunin fylgir aukningu koldíoxíðsins eftir og að fylgnin á milli hennar og hlýnunarinnar verður æ augljósari.
En það er auðvelt að svara þeirri spurningu hvers vegna sumir mega ekki heyra neitt slíkt nefnt.
Ástæðan eru þeir stundarhagsmunir sem þeir hafa af því að mannkynið sólundi orku- og auðlindum jarðar sem allra hraðast.
Fyrir 14 árum sagði þáverandi forsætisráðherra í nýjársávarpi til íslensku þjóðarinnar um þetta: "Skrattinn er leiðinlegt veggskraut" og andmælti með því ummælum forsetans þess efnis að í óefni stefndi.
Það sem blasir nú æ betur við er kallað "vistkvíði öfgamanna sem hafi af því starf og tekjur að blása upp tilbúinn vanda, enda seljist slíkar fréttir best."
Hve lengi verður hausnum barið við steininn hjá þeim sem svona tala?
Vötn og stórfljót á íshellunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek eftir því að þú vitnar mjög oft í þessi orð Skrattinn er leiðinlegt veggskraut og hefur eftir Davíð Oddssyni. Hef ekki fundið þetta nýársávarp. Gúggli svarar ekki kalli. Hins vegar kemur í ljós að Ómar Ragnarsson er óþreytandi að vitna til þessara orða. Geturðu aðstoðað mig og gefið mér link á þetta áramótaávarp svo ég geti lesið það?
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.9.2012 kl. 11:28
Ég fann sambærileg ummæli frá árinu 2001 (reyndar ekki áramótaávarp).
Höskuldur Búi Jónsson, 3.9.2012 kl. 12:12
Ekki svo margir sem deila um að loftslag sé að hlýna. Það hefur gerst áður. Deilan snýst frekar um orsökina.
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 3.9.2012 kl. 12:23
Eigi kemur á óvart að dabbinn hafi verið útá túni í þessu máli sem og öðrum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.9.2012 kl. 12:30
Ég vitna svona oft til þessara orða vegna þess að forsetinn og forsætisráðherran voru algerlega á öndverðum meiði varðandi þetta mál í nýjársávörpum, sem flutt voru sama daginn.
Þegar tími er til get ég fundið út hvaða gamlársdagur þetta var en hygg að nógu mörg vitni hafi verið að þessu sem muni enn að ég fer rétt með.
Ómar Ragnarsson, 3.9.2012 kl. 13:28
Get bætt því við að ég hafði verið með þátt um þessi mál í Sjónvarpinu fyrr þetta ár, sem forsetinn hafði hugsanlega séð. Get kannski fundið þetta með því að finna hvenær þessi þáttur minn, sem var svo leiðinlegt veggskraut, var sýndur.
Ómar Ragnarsson, 3.9.2012 kl. 13:37
Það sem Stefán Örn Valdimarsson segir er reyndar frekar típískt fyrir umræðuna - þ.e. að deilan snúist frekar um orsökina. Málið er að það finnst engin önnur orsök en losun manna á gróðurhúsalofttegundum sem veldur svona áberandi hlýnun - allt tal um annað er bara það sem það er (bull):
Þá er eftir styrkaukning CO2:
Höskuldur Búi Jónsson, 3.9.2012 kl. 15:56
Jörðin er miklu eldri enn maðurinn og 1000ár eru einungis 0,00002% af ævi jarðarinnar.
Þess vegna er það út í hött að horfa einangrað á atburði síðustu 1000 ára hvað þá 100 ára.
Enda sína ís kjarna rannsóknir að hitastigið á jörðinni sveiflast gífurlega á ca. 100 þúsund ára fresti.
Við erum svo heppin að vera á toppi svona ferils í „agnablikinu“.
http://en.wikipedia.org/wiki/File:Vostok_420ky_4curves_insolation.jpg
Richard Ulfarsson (IP-tala skráð) 3.9.2012 kl. 17:18
Richard Ulfarsson,
"Við erum svo heppin að vera á toppi svona ferils í "augnablikinu".
Hverjir hrósa nú "happi"?
Og er það meirihluti eða minnihluti jarðarbúa sem hrósar þessu "happi"?
Þorsteinn Briem, 3.9.2012 kl. 18:01
Hvernig stendur þá að því að hér á Íslandi var heitara um árið 1000 en nú er..?
Varla hafa menn þá, í þá daga verið að menga allt eins og nú er sagt.
Höfum við einhverja þekkingu á sl. þúsund árum til að nota vísindi
sl.100 ára til að staðhæfa svona.
Er ekki bara náttúruleg hringrás að eiga sér stað og við erum að
upplifa það..?
Jarðfræðin segir svo til og ef svo er er, er þá ekkert að marka það.?
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 3.9.2012 kl. 22:31
Gróðurhúsaeffektinn er alveg vel þekktur og eldgamall. Gróðurhúsaeffektinn virkar þannig að ákveðnar gróðurhúsalofttegundir hafa áhrif á hitastig Jarðar. Með því að maðurinn eykur losun slíkra lofttegunda - þó er ekkert flókið eða erfitt að segja: Losun mannsins á gróðurhúsalofttegundum getur haft áhrif á hitastig Jarðar. Ekki flókið reikningsdæmi. 2+2=4.
það að einhverntímann hafi verið hlýtt á Íslandi eða Stykkishólmi við landnám eða um 1900 - það kemur núverandi hlýnun jarðar af mannavöldum ekkert við. Núverandi hlýnun er glóbal. það hvort Ísland sé betur eða verr sett ef það hlýnar um 1/2 gráðu - það kemur þessu máli heldur ekkert við. Vegna sömu ástæðu. Við erum að tala um glóbalt hérna. Ekki að tala um hitastig í næstu hundaþúfu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.9.2012 kl. 23:01
Hrósa Finnar nú "happi"?
Suðvestur-Finnlandi 22.8.2012:
"For example we had close to -30 degrees Celsius many days last winter, and I live near Turku, where the weather is usually the mildest.
Now it has been raining almost the whole summer and we've been missing the heat that sometimes is near +30 Celsius."
Þorsteinn Briem, 4.9.2012 kl. 01:28
Og hvað með þá sem búa í Ósló, Noregi?
Ósló 6.8.2012:
"Det har ikke vært noe sommer å skryte av her, grått hele tiden, husker ikke hvordan det ser ut med blå himmel, har helt avskrevet sommeren her i år."
Þorsteinn Briem, 4.9.2012 kl. 01:40
Sigurður Kristján Hjaltesteð kemur fram eins og svo margir aðrir spekingar og heldur að hann hafi uppgötvað eitthvað sem tugþúsindir vísindamanna á sviði loftslagsvísinda hafa vitað upp á hár síðustu 150 árin eða meir.
Hitastig jarðar sveiflast mjög mikið og sveiflurnar eru oft miklu stærri en núverandi hlýnun. En það hitastig breytist ekki bara sí sona án þess að til þess séu ástæður. Hvað varðar jarðsöguna eru ástæður oft vel þekktar en auðvitað var enginn til staðar til mælingar þegar þær áttu sér stað.
Núna eru hins vegar tugir þúsunda vísindamanna við mælingar og þeir finna að, jú, það eru sterkar náttúrulegar sveiflur. Samkvæmt þeim ætti jörðin að fara kólnandi sem nemur kannski 0,01 - 0,02 gráðum á áratug. Og það er mjög áberandi aukning gróðurhúsalofttegunda af manna völdum. Samkvæmt þeim ætti hitastig að fara hækkandi sem nemur kannski 0,1 - 0,2 gráðum á áratug. Sem sagt, miklu sterkari virkni mannlegra gróðurhúsaáhrifa en náttúrulegra sveiflna og mælingar sýna enda að hitastigið er á hraðri leið upp: Meðalhækkun síðustu 30 ára er einmitt 0,2 gráður á áratug: http://iopscience.iop.org/1748-9326/6/4/044022/pdf/1748-9326_6_4_044022.pdf, bls. 6, mynd 8.
Og að lokum, Sigurður, það er ekki lengur rétt að halda því fram að hitastig hafi verið hærra fyrir 1000 árum. Hitastig núna er talsvert hærra, sjá t.d. http://www.nature.com/nature/journal/v433/n7026/fig_tab/nature03265_F2.html#figure-title
Brynjólfur Þorvarðsson, 4.9.2012 kl. 08:47
Richard Úlfarsson er á sömu línu og Sigurður Kári: Fyrst hitastig hefur sveiflast áður þá er a) allt í lagi að það sveiflist núna, b) örugglega nátttúruleg sveifla í gangi.
Ég ætla að reyna að setja myndina http://www.climate4you.com/images/VostokTemp0-420000%20BP.gif inn í svarið, veit ekki hvort tekst, annars er hana að finna hérna: http://www.climate4you.com/GlobalTemperatures.htm
![Hitasveiflur](http://www.climate4you.com/images/VostokTemp0-420000%20BP.gif)
Af linuritinu má sjá að við erum á leið inn í næstu ísöld. Það er hin náttúrulega sveifla Richard. Hvernig skýrir þú þá hina gríðarhröðu hlýnun sem er að eiga sér stað núna? Þú veist kannski um hina náttúrulegu orsakavalda hennar?
Brynjólfur Þorvarðsson, 4.9.2012 kl. 08:52
Önnur tilraun til að fá mynd inn:
Brynjólfur Þorvarðsson, 4.9.2012 kl. 08:55
Fann kvótið. þ.e.a.s. úr áramótaávarpi 1998. Eða í rauninni 1997 því ávarpið er flutt fyrir miðnætti ef eg man rétt. Forsetinn kemur svo með sinn boðskap á Nýjársdegi.
,,Hitt er annað mál að umræður um leyndardóma lofthjúpsins, vistkerfi og veðurfar þurfa að byggjast á hógværð, en ekki á hleypidómum. Við þurfum að viðurkenna að þekking okkar er brotakennd. Við höfum ekkert leyfi til að mála skrattann í sífellu á vegginn. Skollinn er æði leiðigjarnt veggskraut. Enn er ekki uppi sá maður, sem getur sagt fyrir um, hvernig veður mun skipast í lofti eftir mánuð eða svo. Glöggur veðurfræðingur veit, rétt eins og við öll hin, að sennilega verður ekki sólbaðsveður síðasta dag janúar."
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/374948/
Maður tekur samt eftir því að þetta er alveg sama þema og í ræðunni á Húsavík 2001.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.9.2012 kl. 09:51
Takið eftir því að hækkun hitastigs hefur engin verið í áratug.
Á myndinni eru allir helstu hitaferlarnir frá helstu rannsóknarstofnunum samankomnir og sýndir með mismunandi lit. Þetta eru bæði hefðbundnar mælingar frá jörðu niðri og frá gervihnöttum. Neðst til hægri á myndinni kemur fram hvaða hitaferlar þetta eru. Ferlarnir náaftur til þess tíma er mælingar á hitastigi frá gervihnöttum hófust (1979).
Svarti ferillinn er 37 mánaða meðaltal.
Allir ferlarnir falla meira og minna saman og eykur það traust á að þeir séu marktækir.
Eftirtekarvert er að flatneskjan sem er greinileg frá árinu 2002.
Efst á myndinni er ferill sem sýnir breytingar á koltvísýringi yfir tímabilið. Eftirtektarvert er að fylgnin milli hitastigs og magns koltvísýrings í loftinu virðist vera lítil undanfarinn áratug.
Myndin er héðan: http://climate4you.com/ClimateReflections.htm
Ágúst H Bjarnason, 4.9.2012 kl. 10:22
Ágúst: Þú gerir sjálfum þér ekki greiða með því að halda því fram að ekki hafi hlýnað á þessum áratugi. Hér er ágætismynd sem sýnir hvers vegna:
Höskuldur Búi Jónsson, 4.9.2012 kl. 11:16
þessu má líkja við að vera að labba upp stiga sem er annig smíðaður að fótstigin vísa niður að framan. (óvenjulegt fyrir stiga en þetta er samlíking til skilningsauka.)
þegar þeir er afneita hlýnun af mannavöldum labba upp slíka stiga þá líta þeir niður á fótstigið og segja: Eg er að fara niður.
Tekur engu tali nattúruega.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.9.2012 kl. 12:17
Hér eru margir kolefnisklerkar í klípu samankomnir á einum stað.
Ómar Ragnarsson, Höski, Svatli og hinir minni spámenn virðast allir vera búnir að gleyma síðasta vetri á Íslandi.
Það er að kólna piltar mínir. Lítið þið nú einu sinni upp frá Excelskjölunum ykkar og út um gluggann. Bráðum skellur á fimbulvetur.
ps. Tap bæjar- og sveitarfélaga um land allt vegna yfirgengilegs snjómoksturs var líka reiknaður í Excel!
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 13:09
Jesús Kristur komst ekki í hálfkvisti við spámanninn Hilmar Hafsteinsson.
Þorsteinn Briem, 4.9.2012 kl. 13:34
Hilmar er fyndinn. Hann heldur í alvöru að við séum að spjalla um árstíðaskiptin
Höskuldur Búi Jónsson, 4.9.2012 kl. 13:42
Óþarfi að nota þátíðina á þetta Steini minn...
Félagi Höski í árstíðabundinni afneitun
Einn fimbulvetur, Höski minn, + annar fimbulvetur = Tveir fimbulvetur!
Hvar er hnatthlýnunin?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 14:24
Um alla jörð Hilmar - jörðin í heild er að hlýna...
Höskuldur Búi Jónsson, 4.9.2012 kl. 15:33
Hann Hilmar hlýtur bara að vera að trolla manninum getur ekki verið alvara með þessum "röksemdarfærslum".
Við skulum ekki gefa honum meira að borða...
Kommentarinn, 4.9.2012 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.