Athyglisverð færsla brúar.

Fyrsta brúin á Hellu skapaði byggð við sig eins og títt er um slík mannvirki og þó einkum krossgötur.

Upp úr miðri síðustu öld var svo komið að brúin  var orðin farartálmi, of mjó og  einnig kom krókur á veginn við hana.

Þá ákváðu framsýnir og skynsamir menn að gera skyldi nútímalega brú sunnan við þorpið svo að umferðin mætti verða greið og hagkvæm og leysa deilumál vegna hennar, sem spruttu af því að í fyrstu varð kurr vegna þessarar lausnar vegna þess að Hellubúar misstu umferðina út fyrir þorpið.

Lausnin fólst í því að segja sem svo að vegna þess að þjóðhagslegur peningalegur ávinningur var að því að færa brúna væri sanngjarnt að láta hluta hans renna til þess að Hellubúar gætu aðlagað sig að breyttum aðstæðum.

Þetta reyndist góð lausn og í dag dytti engum í hug að brúin væri á gamla staðnum.

Vestar á Suðurlandi er Ölfusárbrú orðin enn dýrari farartálmi en Hellubrúin gamla var og norður í landi er mikið dýrari farartálmi, Blöndubrú.

Á báðum stöðum er tregða við að færa brúarstæðið svo að sem mest hagræði verði að veglínunni en á báðum stöðum háttar eins til og á Hellu forðum daga, að nýja veglínan liggur í gegnum viðkomandi sveitarfélag sem getur þá fært helstu þjónustufyrirtæki við umferðina að nýju brúnni, rétt eins og gert var á Hellu.

Nú ættu menn að huga að lausnum á  báðum þessum stöðum sem felst í því að reikna út þjóðhagslegann hagnað að flutningi brúnna og láta heimamenn fá myndarlega hluta af honum til þess að laga sig að breyttum aðstæðum.


mbl.is 100 ár frá fyrstu brú á Ytri-Rangá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Það er auðvitað hagkvæmast að byggja brú við hliðina á þeirri gömlu og nota þá gömlu í norður og þá nýju í niður. 1/2 brú er ódýrari en 1/1 brú er það ekki? Málið búið.

Eyjólfur Jónsson, 2.9.2012 kl. 22:55

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Ómar, góð hugleiðing og þörf, mundi allt í einu eftir því hvar gamla brúin var á Helli sem ekki þætti gott í dag en staðan er í raun eins á Selfossi nú í dag, það er alveg rétt.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.9.2012 kl. 01:18

3 identicon

Alltaf hugnast mér betur og betur sú hugmynd, sem mig minnir að þú hafir komið fyrstur manna fram með, Ómar, að vegurinn til Akureyrar yrði lagður um hálendið. Nú er svo komið að þokkalegur vegur er kominn upp fyrir virkjanasvæðið við Tungnaá/Þjórsá og byrjað að grafa göng undir Vaðlaheiði. Er þá ekki sjálfgefið að halda áfram með veg norður Sprengisand? Varla yrði hann oftar ófær en núverandi þjóðvegur um Húnavatnssýslurnar.

Norðanmaður (IP-tala skráð) 3.9.2012 kl. 10:51

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er langt síðan ég kom fram með hugmyndina um veg norður yfir hálendið og Sprengisandsleið er alls ekki stysta leið milli Reykjavíkur og Akureyra, heldur leið yfir Kjöl.

En á þessum meira en 20 árum hefur þekking mín aukist og ég hef í ljósi hennar öðlast nýja sýn á málið og mun andmæla því kröftuglega að böðlast norður Sprengisand með veg, virkjanir og háspennulínur.

Finnst það alltaf skemmtilegt þegar ég bendi á möguleika til að stytta norðurleiðina um 20 kílómetra í byggð hve margir beina athyglinni að hálendisvegi í þeirri umræðu.

Ómar Ragnarsson, 3.9.2012 kl. 13:35

5 identicon

Og þeir á Hellu færðu þjónustuna svo nálægt veginum að seinna þurftu þeir að færa veginn enn fjær og tryggja að það kæmi krókur á hann....

ls.

ls (IP-tala skráð) 3.9.2012 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband