5.9.2012 | 18:28
Löngu tímabært að hreinsa þetta mál upp.
Eftir för til Yellowstone og fleiri þjóðgarða í Bandaríkjunum varð mér ljóst af hverju Íslandsvinurinn Ulrich Munzer sagði við mig í sjónvarpsviðtali að ástandið á Geysissvæðinu væri hneisa fyrir íslensku þjóðina og hvers vegna margt annað víðförult fólk hefur tekið í sama streng.
Sem dæmi má nefna að á hverasvæðið við Gamla Trygg (Old Faithful)Í Yellowstone þjóðgarðinum koma líkast til sex sinnum fleiri ferðamenn en á Geysissvæðið en samt er hvergi hægt að sjá þar vestra svo mikið sem spor, sælgætisbréf eða sígarettustubb á jörðinni.
Allir hverirnir eru þó aðgengilegir á þann hátt að gengið er hjá þeim á gangstígum eða pöllum úr timbri sem hvíla á mjóum tréfótum.
Hverasvæðin vestra eru þjóðareign Bandaríkjamanna, þjóðar sem býr á svæði, sem er næstum hundrað sinnum stærra en Ísland, þannig að þar í landi er þjóðareignin taldin snerta hagsmuni fólks sem býr í þúsunda kílómetra fjarlægð.
Margir aðskildir eigendur eiga hins vegar Haukadalstorfuna og ríkið á aðeins rúman þriðjung hennar.
Þingvellir- Geysir - Gullfoss eru aðaldjásnin í hinum svonefnda Gullna hring sem meirihluti erlendra ferðamanna fara og í flestum löndum væru það ekki eingöngu Þingvellir sem væru í þjóðareign heldur líka Geysir og Gullfoss.
En óreiðunni á Geysissvæðinu hefði átt að linna fyrir löngu og löngu tímabært að fara hreinsa til í því máli og gefa Íslandsvinum ekki rökstutt álit þess efnis að ástandið þar sé þjóðarskömm Íslendinga.
Ræða samstarf við ríkið á Geysissvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum í fyrra en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki til annars en að hann sé í góðu lagi.
Yellowstone National Park
Þorsteinn Briem, 5.9.2012 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.