Hlýnunin ekki einhlít, snjóalög vetrarins hafa áhrif.

Breytt veðurfar og yfirleitt hlýnandi þarf ekki sjálfkrafa að þýða það að snjóalög verði minni alltaf og alls staðar.

Í Noregi hefur hlýnunin stundum haft þau áhrif að vegna aukinnar úrkomu hafa snjóalög orðið meir á hálendinu þar að vetrarlagi, enda liggur það í meira en þúsund metra hæð yfir sjó og aukin úrkoma felst í meiri snjó.

 Meiri hlýindi á sumrin hafa hins vegar vegið þetta upp og gott betur, en snjóalög hins vegar verið með meira móti vel fram á sumar.

Hér á landi voru snjóalög óvenjuleg eftir áramót að því leyti, að óvenju mikinn snjó setti niður í fjöll hér suðvestanlands og í apríl kom áhlaup sem olli gríðarlegri ákomu á svæðinu frá Heklu austur um Fjallabak og á svæðinu við Snæfell og á Hraunum.

Þetta var það meiri snjór en í árferði fyrri ára að skaflar hafa verið mun meiri á þessum svæðum alveg fram að þessu en venjulega.


mbl.is Skaflinn í Esjunni horfinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

5.9.2012 (í dag):

"Alþjóðabankinn hefur gengið til samtarfs við íslenska félagið Vox Naturae en bankinn mun starfa með félaginu við þróun og uppbyggingu á "The Ice Circle" sem er eitt af verkefnum Vox Naturae.

Félagið hefur undanfarin tvö og hálft ár unnið að undirbúningi alþjóðlegrar vitundarvakningar um mikilvægi jökla og íss, sem verður hleypt af stað hér á Íslandi.

Auk þess starfar Vox Naturae með leiðandi alþjóðastofnunum og sérfræðingum á heimsmælikvarða við að setja upp verkefni til að bregðast við bráðnun íss um heim allan.


Ís hefur að geyma um 70% af öllum ferskvatnsforða Jarðarinnar
og er mikilvægasta forðabúr vatns fyrir stóran hluta mannkyns.

Bráðnun íss hefur afgerandi áhrif fyrir aðgang milljarða manna að mat, orku, vatni og öðru sem lífsviðurværi þeirra byggir á.


Þrátt fyrir það er takmörkuð þekking á þeim félagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu áhrifum sem ís hefur.
"

Alþjóðabankinn í samstarf við Vox Naturae

Þorsteinn Briem, 5.9.2012 kl. 14:05

2 identicon

Hef fylgst með Heklu undanfarin 20 ár og snjóalögin eru eins og eftir meðal eða slakt sumar, allt vegna ákomunnar miklu, sumarið heita og sólríka náði ekki að bræða nóg af lögunum til að nálgast meðalsumarlokum en mikið fróðlegt hefði verið að sjá þau hefði verið snjólétt sumar!

Ari (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 17:01

3 identicon

SV að sjá er Hekla svört. Hef aldrei séð hana svona á þessum árstíma.

Jón Logi (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband