No, við can´t !

Skuldasöfnun Bandaríkjanna er sagan endalausa. Einu gildir hvort demókratar eða repúblikanar eru við völd, hún vex og vex. Demókratar auka útgjöld ríkisins og republikanar vilja minnka tekjur þess.

"Yes, we can!" , "jú, við getum það!" var slagorð Barack Obama fyrir kosningarnar 2008. Og víst tókst honum það sem engum forseta demókrata hafði tekist, að koma á fót skárra velferðarkerfi en hafði áður verið í þessu landi hinnar miklu misskiptingar auðsins.

Nú á 1% Bandaríkjamanna 50% auðsins.

En í stað þess að skera niður skuldir ríkisins um helming eins og Obama lofaði og sagði að hægt væri að gera, hafa þær vaxið um helming. 

Þetta er það sama og kom Grikkjum á knén, þótt það sé hlutfallslega ennþá ekki eins slæmt og þetta er bara einn þáttur þess sem þjóðir heims stunda, að lifa um efni fram, að ganga á auðlindir jarðar og gera það óviðráðanlegra fyrir kynslóðir framtíðarinnar að takast á við þann óleysanlega vanda sem verið er að skapa.  

  


mbl.is Bandaríkin skulda sjálfum sér mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

".......að lifa um efni fram, að ganga á auðlindir jarðar og gera það óviðráðanlegra fyrir kynslóðir framtíðarinnar að takast á við þann óleysanlega vanda sem verið er að skapa".

Vel mælt Ómar. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 10:39

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslensku bankarnir og Seðlabanki Íslands undir "stjórn" Hádegismóra, með íslensku krónuna sem gjaldmiðil, urðu gjaldþrota haustið 2008.

Íslenska ríkið
hefði þá einnig orðið gjaldþrota ef ekki hefðu fengist gríðarlega há erlend lán, til að mynda frá Evrópusambandsríkjunum Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Póllandi.

Og Bandaríkin, með Bandaríkjadollar sem gjaldmiðil, urðu nær gjaldþrota í fyrrasumar en þá var samþykkt að hækka þakið á leyfilegum skuldum þeirra, auka sem sagt skuldir bandaríska ríkisins.

15.6.2011:

Kanada hvetur Bandaríkin til að forðast greiðsluþrot


Evruríkin hafa hins vegar ákveðið að draga saman seglin í ríkisútgjöldum sínum, sem kemur bæði þeim sjálfum og öðrum til góða, því of miklar skuldir geta leitt til þess að lánardrottnar tapi háum fjárhæðum, eins og dæmin sanna.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna


En hér á Íslandi eru enn gjaldeyrishöft.

Þorsteinn Briem, 6.9.2012 kl. 13:07

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"19. nóvember 2008:

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.

Íslenskt efnhagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda að mati ríkisstjórnarinnar.

Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi."

Þorsteinn Briem, 6.9.2012 kl. 13:11

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Árið 2011 var hergagnaiðnaðinum í BNA mjög árangursríkt: Þeir höfðu um 75% af heimsmarkaðnum af hergagnasölu!

Þeir voru með yfir 80 billjarða $ meðan Rússar sem næst stóðu þeim voru með um 5 milljarða. Aðrar þjóðir eins og Bretar, Frakkar, Svíar og Þjóðverjar enn minna.

Spurning er hversu vel skattpeningarnir af þessari miklu hergagnasölu skilar sér inn í hagkerfi og þar með skattkerfi BNA.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 7.9.2012 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband