6.9.2012 | 23:15
Gott að einhver geri þetta.
Pétur Pétursson heitinn þulur var mjög umhugað um málfar hjá þeim fjölmiðli sem hann vann lengst hjá. Afsakið, "áhugasamur" átti að standa þarna, ekki "umhugað" sbr. athugsemd hér fyrir neðan.
Hann hringdi iðulega í fréttastofuna eða einstaka fréttamenn til þess að lesa þeim pistilinn og tók að sér hlutverk þess, sem stundum hlýtur fyrir bragðið nafnbótina röflari, en er í raun að vinna mjög þarft verk.
Eftir að Pétur dó kemur það stundum fyrir að ég hringi í mínar gömlu fréttastofur hjá RUV og Stöð 2 og segi þá stundum í afsökunartóni þegar ég ber fram ábendingu: "Af því að Pétur Pétursson er ekki lengur á lífi datt mér í hug að hafa samband við ykkur."
Minn gamli samstarfsmaður og vinur, Eiður Svanberg Guðnason, hefur tekið að sér þarft og lofsvert verk með pistlum sínum og á skildar þakkir fyrir.
Þetta er ekki vinsæl iðja í augum allra og aðfinnslur hans stundum teknar óstinnt upp og líkt við nöldur og gamaldags og heimóttarlega afdalamennsku.
Sumir, sem þannig tala, finnst lítið til íslenskrar tungu koma. Þá sé nú nú eitthvað annað að vera vel að sér í heimsmálinu ensku og geta slegið um sig.
Þeir hinir sömu ættu að muna, að Eiður er löggiltur dómtúlkur í ensku, fjölfróður maður, fyrrum sendiherra og ráðherra og heimsmaður í hæsta klassa á þessu sviði.
Allt tal um einhverja afdalamennsku varðandi íslenska málrækt þegar hann á í hlut er því út í hött.
Eiður setur fram þá einföldu kröfu að við gerum sömu kröfur til notkunar íslensku og ensku og að íslenskir fjölmiðlar geri hliðstæðar kröfur til fjölmiðlamanna varðandi meðferð móðurmáls síns og erlendir fjölmiðlar gera til síns fólks varðandi meðferð tungumál þess.
Og kröfurnar eru strangar hjá nágrannaþjóðum okkar og þykja sjálfsagðar.
Sá er vinur er til vamms segir og íslensk tunga er of mikilvæg til þess að henn sé ekki sinnt af alúð og virðingu.
Með því hugarfari ætti fólk að líta til göfugs starfs Eiðs, sem einhver þarf að sinna, og óska honum til hamingju með þúsund pistla áfangann.
Einhver þörf fyrir að rífa kjaft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar sammála þessu alveg,þótt mér veriði mjög oft fótaskortur á túnguni og blogginu,en er ná bara barnaskólagengin,og það bara verður að fyrirgefast//Kveðja
Haraldur Haraldsson, 7.9.2012 kl. 00:22
Heyr, islensk er tunga skyr og fögur. Allt þar rumast Fyrir skald og fyrir þig. Allt þar rumast hið fagra , og eignnig hið syðra.
steinar einarsson (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 04:26
Einhver verður að tuða. "It´s a dirty job but some1´s gotta do it" . Ég dáist annars að baráttu þinni á móti orðalaginu "bílvelta varð/átti sér stað" , haltu því áfram ;)
Ari Eydal (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 18:23
Alveg dásmlegt!
Mig hefur stundum langað til að gera slíkt hið sama.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 7.9.2012 kl. 19:13
Nú ætla ég að setjast í sæti röflarans því ég sé a.m.k. tvær málfarsvillur í pistli þínum, Ómar.
Í fyrstu línu ætti að standa: Pétri Péturssyni heitnum þul var mjög umhugað um málfar.....o.s.frv.
Í lok fjórðu málsgreinar ætti að standa: ......og á skilið þakkir fyrir.
Annars þakka ég fyrir mjög góða og áhugaverða pistla, sem ég les alltaf og er oftast sammála.
Sigurbjörn H. Magnússon (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 21:47
Já, ég get skriplað á skötunni eins og aðrir, því miður.
Ómar Ragnarsson, 8.9.2012 kl. 01:24
Síðasta "málvillan", þakkir skildar, er svo algeng, og það án þess að gerðar séu athugasemdir við það, að ég er bara hreint ekki alveg viss um að þetta sé málvilla hjá mér!
Ómar Ragnarsson, 8.9.2012 kl. 01:31
Æ, ég held að ég muni aldrei geta vanist því að heyra um að fólk eigi þakkir skildar eða t.d. að launamenn eigi skildar launahækkanir, frekar vil ég heyra að þeir eigi hækkanirnar skilið.
Ég vona líka að það verði aldrei viðurkennd málvenja að segja t.d. það var sagt mér að....., það var gefið mér...... og það var lamið mig. Ég held að ég megi þó fullyrða að börn taki oftar en ekki þannig til orða.
Nú er mál að linni og ég er hættur að röfla.
Sigurbjörn H. Magnússon (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.