Stórkostlegt uppeldisstarf í Rimaskóla.

Ég hef haft þá ánægju undanfarin ár að fylgjast með uppeldisstarfinu í Rimaskóla, sem er mjög fjölbreytt og gefandi fyrir börnin.

Þetta þekki ég vegna þess að dóttir mín kennir í skólanum og þar hafa börnin hennar fengið sína grunnskólakennslu.

Skákkennsla og kynning skólans er einstök og árangurinn lætur ekki standa á sér og er engin tilviljun.

Margt fleira er hægt að nefna úr starfinu í skólanum sem sýnir, að þegar alúð og lagni er beitt í því mikilvæga uppeldisstarfi, sem skólarnir veita, skapast verðmæti sem ekki er hægt að meta til fjár.


mbl.is Fullt hús hjá Rimaskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk Ómar og mikið rétt,

Það er eins og flestir moggabloggarar sjái heimsendi, nema þú!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.9.2012 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband