Réttur maður á réttum stað á réttum tíma?

Sigurinn íslenska landsliðsins í knattspyrnu í kvöld gat varla komið á betri tíma, einkum fyrir landsliðsþjálfarann, Lars Lagerback.

Það var fljótlega hægt að sjá hægfara breytingu á íslenska landsliðinu, þegar hann tók við því, og nú dettur þessi sigur inn á besta tíma, þegar við erum að hefja þátttöku í undankeppni HM.

Gengi landsliða gengur stundum í bylgjum, þar sem miklu skiptir, hvort þær rísa á heppilegum tíma.

Slíkt gerðist forðum þegar Tony Knapp tók við liðinu og enn frekar þegar Guðjón Þórðarson reyndist vera réttur maður á réttum stað á réttum tíma og liðið náði hátindi í mögnuðum leikjum hér heima og í París við þáverandi heimsmeistara, Frakka.

Vonandi er slík bylgja að rísa núna.


mbl.is Gylfi: Gott að geta staðið undir stóru orðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Íslenskir atvinnufótboltamenn í dag eiga betra skilið en íslenska amatör þjálfara. Það var fyrir löngu orðið tímabært að fá fagmann í landsliðsþjálfarastöðuna. Flestir landsliðsmanna okkar hafa sagt undanfarið að umgjörðin núna sjé á mun hærra plani en áður.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.9.2012 kl. 01:56

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mér fannst Norðmenn óvenju slakir í þessum leik. En jú jú, það mátti sjá sænska áherslur í leik íslendinga. Skipulag og búið að kortleggja leikinn. Og það einhvernveginn spilapist flest uppí hendurnar á Íslandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.9.2012 kl. 10:58

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það var nú samt ekki svo að við hefðum vaðið í færum, sundurspilað Norðmenn og átt stærri sigur skilinn. Það var nefnilega álíka mikið jafnvægi á milli liðanna og hefur verið í undanförnum leikjum. Við vorum hinsvegar heppnari nú en oftast áður ekki síst þar sem við vorum hárfínt réttu megin gagnvart rangstöðu, ólíkt Norðmönnum. Punkturinn er annars hjá mér sá að slakt gengi landsliðsins undanfarin ár skrifast ekki bara á þjálfarana heldur komi fleira til.

Emil Hannes Valgeirsson, 8.9.2012 kl. 12:47

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eftir höfðinu dansa limirnir

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.9.2012 kl. 13:36

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það hefur náttúrulega myndast súð hefð á seinni árum að leikir Íslands og Noregs séu frekar jafnir.. Af síðustu 10 leikjum hafa 4 endað í jafntefli en hinir unnist með eins marks mun.

Í gær, þá datt einhvernveginn allt frekar Íslands megin. Einhverra hluta vegna. Gæti bara verið heppni.

Erfitt að dæma útfrá þessum eina leik og varasamt að fara í Júróvisíonfíling vegna þessa sigurs.

Samt sem aður má alveg sjá ákv. þróun hjá Íslanska landsliðinu framávið. það er ekki tilkomið með þessum sænska heldur nokkur ár síðan byrjað var að þróa þetta. það er miklu meira spil og verið að reyna að spila fótbolta. Í gær gekk það upp á vissum köflum. Spiluðu á köflum ágætis fótbolta íslendingarnir og spiluðu sem lið í takt við nútíma kröfur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.9.2012 kl. 13:58

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ómar, engin er sterkari en andstæðingurinn leyfir. Það var engin sérstök heppni með okkar mönnum. Lestu það sem leikmennirnir sjálfir hafa að segja um umgjörðina á landsliðinu eftir að Lars kom. Það segir allt sem segja þarf.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.9.2012 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband