12.9.2012 | 10:49
Sem mesta umræðu og þátttöku !
Nú eru aðeins rúmar fimm vikur til kosninga um frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár.
Heyra má úrtöluraddir þess efnis að ekki sé ástæða til að eyða tíma og fé í þessa umræðu nú og að önnur verkefni séu brýnni.
Nú sé kreppa og atvinnuuppbygging og hagvöxtur efst á baugi.
Ekki skal úr því dregið að þessi verkefni séu brýn en ef krepputalið og þörfin á að einbeita sér algerlega að brýnum verkefnju hefðu ætíð verið látin ráða hefðu menn auðvitað ekki eytt fé í það árið 1851 að kjósa sérstaklega til stjórnlagaþings til að gera nýja alíslenska stjórnarskrá.
Þetta stjórnlagaþing sem hlaut nafnið Þjóðfundur hefur lifað í ljóma síðan, þótt Trampe greifi sliti því í boði konungs og uppskar hin frægu mótmæli, "Vér mótmælum allir !"
Þá voru Íslendingar fátækasta þjóð Evrópu, sem bjó í torfkofum með hungurvofuna við dyrnar í vegalausu landi en samt töldu Jón Sigurðsson og Fjölnismenn það þess virði að knýja á um "frelsisskrá"og sjálfstæði þjóðarinnar.
Síðan er liðið 161 ár og loksins nú gefst Íslendingum tækifæri að nýju til að semja sér alíslenska stjórnarskrá í stað þess að búa að meginstofni við stjórnarskrá sem Danakonunugur skenkti okkur náðarsamlegast 1874 og var byggð á dönsku stjórnarskránni frá 1849.
Þrátt fyrir margumtalaða kreppu búum við Íslendingar við einhver bestu lífskjör sem þekkjast og höfum ekki aðeins efni á því að ræða um undirstöður þjóðfélags okkar, heldur er okkur það brýn nauðsyn ef við ætlum að læra eitthvað af Hruninu og stefna fram til farsældar.
Opið málþing um breytingar á stjórnarskránni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi ráðgefandi Þjóðaratkvæðagreiðsla er skrípaleikur sérstaklega í ljósi þess að hún er ráðgefandi um eitthvað sem liggur ekki einu sinni fyrir á hreinu hvernig á að verða...
Það eina í stöðunni er að segja nei við þessum skrípaleik og krefjast þess að það verði unnið með þau ákvæði í gömlu Stjórnarskránni sem eru ekki að henta núverandi Ríkisstjórn....
Af hverju má ekki ræða það af fullum þunga að það er verið að fara fram á það að Forsætisráðherra fær fullt umboð til þess að afsala Fullveldi Þjóðarinnar til nágrannaríkja ef það henntar svo...
Þessi Ríkisstjórn er búin að stinga Þjóðina íllilega í bakið með lygum og svikum til þess að ná völdum til þess eins að fórna Þjóðinni fyrir ESB draum sinn...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.9.2012 kl. 11:34
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir,
Hafa einhverjir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu safnað undirskriftum nýlega gegn aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, og ef svo er, hversu margar undirskriftir fengu þeir?!
HVAÐA íslenskir stjórnmálaflokkar vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu?!
Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu hafa engan áhuga á að taka þátt í starfi sambandsins.
Þeir vilja eingöngu taka við meirihlutanum af lögum Evrópusambandsins, án þess að hafa nokkur áhrif á lagasetninguna.
Í Evrópusambandinu eru mörg smá ríki og þau hefðu að sjálfsögðu ekki viljað fá aðild að sambandinu ef þau hefðu þar engin áhrif.
Og íslenska ríkið tekur nú þegar upp meirihlutann af lögum Evrópusambandsins án þess að hafa þar nokkur áhrif.
Þorsteinn Briem, 12.9.2012 kl. 12:00
Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins:
28.6.2011:
"Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust.
Rýnivinnan TÓK ÓVENJULEGA STUTTAN TÍMA, um átta mánuði.
Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið.
Fram hefur komið að 21 KAFLA AF 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland ÞEGAR leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög.
Það er til vitnis um þá AÐLÖGUN ÍSLANDS að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.
Ísland er einfaldlega MIKLU LENGRA KOMIÐ Í AÐLÖGUN SINNI AÐ SAMBANDINU EN ÖNNUR RÍKI sem sótt hafa um aðild."
Þorsteinn Briem, 12.9.2012 kl. 12:01
Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:
"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.
Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."
Þorsteinn Briem, 12.9.2012 kl. 12:04
EU SOURCE OF LESS THAN 30% OF IRISH LAWS.
25.5.2009:
"The European Union is the source of less than 30 per cent of Irish laws and regulation – not the 80 per cent figure claimed by Lisbon Treaty opponents, Fine Gael has said.
Since 1992, 588 Acts have been passed by the Houses of the Oireachtas [írska þjóðþinginu], along with 11,725 statutory instruments.
Just one in five of the Acts made any reference to European legislation, while approximately one-third of the statutory instruments did so.
The percentage of Irish laws influenced by the EU since 1992 is 29.92 per cent - "far off the mythical 80 per cent", the party’s European Parliament manifesto noted."
EU source of less than 30% of Irish laws
Þorsteinn Briem, 12.9.2012 kl. 12:06
Málið er Ómar að ríkisstjórninni og reyndar þeim sem á undan hafa farið hafa svo gjörsamlega brotið niður traust almennings á yfirvöldum landsins, þannig að hvert atriði sem lítur að því að einhver möguleiki sé á því að þau framselji fullveldi okkar til annara verður til þess að fólk stingur niður fæti. Ég er á báðum áttum um hvað ég geri. Ég veit að þið hafið unnið gott verk með undirbúningin, en nú er hann úr ykkar höndum og hið svikula ríkisvald tekið yfir og að auki fá menn ekki að kjósa um allar tillögur bara nokkurra valinna greina, auk þess ef þú vilt ekki nýja stjórnarskrá þá máttu ekki vera með lengur í að kjósa, jafnvel þó þú vildir setja varann á og velja eitthvað úr þeim spurningum sem settar eru fram.
Öll stjórnsemi þessarar ríkisstjórnar miðast af þögn, svikum og undirróðri, enda er það ekki út af engu sem fólkið í landinu gjörsamlega vantreystir þeim Jóhönnu, Steingrími og Össuri. Það er vegna þess hvernig þau hafa hagað sínum gjörðum og málflutningi sem fólk er að bregðast við. Ég vildi svo gjarnan geta treyst því að þetta sé heillaspor en ég bara fæ mig ekki til að trúa því.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2012 kl. 13:04
Eins og Björn á Löngumýri sagði:
"þetta er vitlausasta mál sem ég hef nokkurn tíman heyrt. En úr því tillagan kemur frá þessum hóp, þá er þetta svosem ekkert svo viðalega vitlaust"..
Kristinn Pétursson, 12.9.2012 kl. 13:38
Geir H. Haarde var dæmdur af Landsdómi, til að mynda hæstaréttardómurum, fyrir brot á stjórnarskránni.
Það er því eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn sé ánægður með stjórnarskrána.
Sem hann skilur samt ekki.
Þorsteinn Briem, 12.9.2012 kl. 14:29
DÆMI:
"15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim."
Stjórnarskrá Íslands
Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands:
"15. gr. stjórnarskrárinnar um að forseti [Íslands] skipi ráðherra verður að skoða í ljósi þingræðisreglunnar.
Því er það Alþingi sem ræður því í raun hverjir verði skipaðir ráðherra, þótt formlegt skipunarvald sé hjá forsetanum.
Skipun eins ráðherra í ríkisstjórn fer eftir tillögu forsætisráðherra.
Við myndun nýrrar ríkisstjórnar ber forseta að kanna vilja Alþingis áður en ákvörðun er tekin um skipun ráðherrra."
Þorsteinn Briem, 12.9.2012 kl. 14:31
"Öll mannréttinda- og neytendavernd hefur komið frá Evrópu; óumbeðin og í óþökk íslenskra yfirvalda; allt frá mannvirðingarákvæðum í stjórnarskránni frá 1874 og að þessum nýjustu mannréttindadómum."
Þorsteinn Briem, 12.9.2012 kl. 14:39
Ég er búin að gera margar tilraunir til að kaupa bæklinginn sem inniheldur þessi "drög" að nýrri stjórnarskrá, í ýmsum bókabúðum. Í flestum tilfellum er þessi bæklingur uppseldur, og afgreiðslufólk sumra bókabúða hefur ekki hugmynd um hver er munurinn á núgildandi stjórnarskrá, og drögum að nýrri stjórnarskrá!
Það er umhugsunarvert, að ekki einu sinni starfsfólk bókabúða veit um stjórnarskrármálið og bæklinginn fræga, með drögum að nýrri stjórnarskrá, sem var víst aðalástæðan fyrir mótmælunum miklu árið 2008. Þau mótmæli voru víst kölluð: raddir fólksins!
Raddir hvaða fólks stóðu fyrir mótmælunum á Austurvelli eftir hrun EES-bankanna á Íslandi árið 2008?
Það er hverjum manni hollast að segja satt og rétt frá, ef velferð lýðsins er aðalhugsjóna-áhugamálið.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.9.2012 kl. 18:19
Anna Sigríður Guðmundsdóttir,
Stjórnlagaráð - Frumvarp til stjórnskipunarlaga
Frumvarp til stjórnskipunarlaga með skýringum
Þorsteinn Briem, 12.9.2012 kl. 19:23
Ég sé ekkert málefnalegt við það að hjóla í manninn en ekki málið eins og ég tel að gert sé í athugasemd númer 13. Ég bið um málefnalegar umræður en ekki persónulegt skítkast.
Ómar Ragnarsson, 12.9.2012 kl. 19:43
Það er kannski best að taka það fram, að fulltrúar þeirra sem hatast við ritstjóra Moggans, Sjálfstæðisflokkinn, andstæðinga ESB o.sv.frv. ganga hvað harðast fram í þessu stjórnarskrárrugli.
Það segir okkur, að ruglið á sér rætur í flokkspólitískum skoðunum.
Það segir okkur líka, að langflestir Íslendingar halda sig til hlés í umræðunni, og koma ekki til með að mæta á kjörstað.
Alveg eins og þeir sniðgengu ólöglegu stjórnlagaþingskosningarnar.
Þjóðin bíður eftir alingiskosningum, ekki þessu rugli.
Hilmar (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 19:44
Það er alrangt að með stjórnarskrá stjórnlagaráðs sé "forsætisráðherra fært fullt umboð til að afsala fullveldi til nágrannaþjóðanna."
Þvert á móti eru loksins ákvæði í stjórnarskrá sem segja það berum orðum að slíkt verði ekki hægt nema að aflokinni þjóðaratkvæðagreiðslu, en slíkt ákvæði hefur vantað, sem tryggi að þjóðin eigi síðasta orðið.
Ef slík ákvæði hefðu verið í gömlu stjórnarskránni hefði ekki verið hægt að ganga í Sameinuðu þjóðirnar, NATO, EFTA og EES og taka upp mannréttindasáttmála Sþ, hafréttarsáttmála Sþ, aðild að mannréttindadómstólnum í Strassborg og alþjóðadómsstólsins í Haag nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
En um ekkert af þessu fékk þjóðin að kjósa því að stjórnarskráin mælti ekki fyrir um það.
Ómar Ragnarsson, 12.9.2012 kl. 19:54
Það er misskilningur að „blaðamaðurinn fyrrverandi“ hafi alltaf verið að svara öðrum í sömu mynt. Þess eru fjölmörg dæmi að hann hafi hafið leikinn. Þarf ekki að leita þess lengi á blogginu þínu. Má þar nefna athugasemd frá 8.9.2012 kl. 20:07, 2.9.2012 kl. 20:15 , etc. Og þetta er því grætilegra að á meðan viðkomandi hefur hemil á sér kemur margt spaklegt frá honum. Menn þurfa ekkert endilega að vera honum sammála í öllu til að viðurkenna það.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 20:21
"Þorvaldur S" er jafnmikill nafnleysingi og "Hilmar".
Þorsteinn Briem, 12.9.2012 kl. 20:57
Ómar Ragnarsson,
Þér ber beinlíns skylda til að eyða hér athugasemdum sem varða við lög.
Það er ekki við mig að sakast þegar ég svara hér fyrir mig, í stað þess að sitja þegjandi undir alls kyns níðskrifum, eins og þeim að ég sé klikkaður og hafi verið rekinn af Morgunblaðinu.
Hvorutveggja varðar við lög og það veist þú að sjálfsögðu.
Því er alveg út í hött að finna að því að ég svari hér fyrir mig, í stað þess að fara í málaferli við þig og aðra vegna níðskrifa hér, sem þú eyðir ekki.
Varla finnst þér þessi níðskrif valda minni vandræðum en að eyða þeim.
Þorsteinn Briem, 13.9.2012 kl. 00:10
"234. gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
235. gr. Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
236. gr. Sé ærumeiðandi aðdróttun höfð í frammi eða borin út gegn betri vitund, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum.
Sé aðdróttun birt eða borin út opinberlega, enda þótt sakaráberi hafi ekki haft sennilega ástæðu til að halda hana rétta, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum.
237. gr. Ef maður bregður manni brigslum án nokkurs tilefnis, þá varðar það sektum, þótt hann segi satt.“
Almenn hegningarlög nr. 19/1940
Þorsteinn Briem, 13.9.2012 kl. 00:14
Jamm, ykkur finnst sjálfsagt mannorð ykkar einskis virði.
Þorsteinn Briem, 13.9.2012 kl. 04:09
Þar sem Alþingi hefur ekki ákveðið kjördag, skiptir þessi kosning nákvæmlega engu máli því þessar kosningar eru í besta falli peningasóun og markleysa.
Niðurstaðan skiptir engu máli.
Þetta er gæluverkefni sem hefur fengið allt of mikinn tíma og athygli á Alþingi, og alveg skelfilegt að vita til þess að tíma skuli sóað í þessa vitleysu á meðan ekki er hægt að ljúka neinum alvöru málum sem brenna á heimilunum í landinu.
Það virðist hafa verið lagt upp með það frá degi 1, að gera allt eins ílla og óvandað eins og kostur er og leggja allan mögulegan metnað í að gera allt vitlaust og ólöglega.
Meira að segja þegar Ögmundur óskaði staðfestingar á því að kjördagur ætti að vera 20október, þá var enginn sem treysti sér til að staðfesta það, heldur var bara talað um það bæri að líta svo á að kosningin yrði 20 þar til annað væri ákveðið.
Þetta er ekkert ennað en hálfvitaskapur að láta svona, að keyra áfram mál sem liggur alveg klárlega fyrir að stenst ekki lög, í einhverri barnalegri trú að í þetta sinn muni enginn kæra.
Ekkert hef ég á móti nýrri Stjórnarskrá, en hrunið hér, siðvillan og spillingin á Alþingi hefur ekkert með núverandi Stjórnarskrá að gera, og ný Stjórnarskrá kemur ekkert í veg fyirr annað hrun.
Það væri óskandi að ríkisstjórnin hefði jafn mikinn áhuga á að standa við kosningaloforðin, eins og breytingarnar á kvótakerfinu, skuldavanda heimila og fyrirtækja, óafskipt og dagleg lögbrot fjármálafyrirtækja, gjaldmiðilsmálin, höftin, skuldastaða ríkissjóðs, atvinnuleysið, og æpandi þögn þess sérstaka svo dæmi séu nefnd.
Sigurður (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 09:12
Steini Briem. Það eru ekki allir sem hafa tölvu, né kunna á tölvu. Fólkið sem þrælaði fyrir verðmætum og skólagöngu unga fólksins, hefur ekki fengið tölvukennslu. Ekki hefur gamla fólkið og öryrkjarnir heldur nægan framfærslu-lífeyri til að tölvumennta sig, eins og unga fólkið hefur fengið! Sjaldan launar kálfurinn ofeldið.
Það er farið með eldi borgar, minni máttar og svikna í þessu þjóðfélagi, eins og skynlausar og mannréttindalausar skepnur!
Það er skömm að því hvað sumir eru skilningslausir og ómannúðlegir í sínum áróðri!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.9.2012 kl. 10:01
...afsakið villuna, "eldri borgarar" átti þetta að vera..
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.9.2012 kl. 11:23
Einu sinni verður allt fyrst, segir máltækið. Eftir fimm og hálfs árs feril þessarar bloggsíðu sá ég mig tilneyddan fyrir fimm dögum að gefa aðvörun þess efnis að ekki yrði lengur unað við það nafnlausa ómálefnalega og ódrengilega níð, sem haft hefur verið í frammi í ákveðnum athugasemdum og farið í vöxt, að því er virðist vegna þess að ég hef treyst mönnum og gefið þeim frelsi til að tjá sig.
Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að líða í þessum efnum vegna þess að þessi síða á að vera áhugaverð vegna mikilvægrar málefnalegra umfjöllunar og gera líf okkar betra og ánægjulegra.
Nú eru liðnir fimm dagar frá fyrstu aðvöruninni og þrátt fyrir að hún hafi verið ítrekuð virðist það ekki hafa neitt að segja.
Ég hef því, í fyrsta sinn í sögu síðunnar, sinnt skyldu minni sem umsjónarmaður og ábyrgðarmaður hennar með því að útiloka nafnleysingjann "Hilmar" frá henni og þurrka út þær athugasemdir hans sem ég tel að ekki sé hægt að líða.
Vona ég að hægt verði að taka upp málefnalegri og drengilegri umræðu í kjölfar þessa.
Ómar Ragnarsson, 13.9.2012 kl. 11:36
Ómar. Ég þarf engu að leyna, þegar ég skrifa og segi eitthvað.
Ég heiti Anna Sigríður Guðmundsdóttir, og bý í kjallaraíbúð, Lækjargötu 20 Hafnarfirði. Símanúmerið mitt er í símaskránni. Ég tek þeim árásum sem ég fæ vegna skoðana og orða minna, og er ekki á flótta frá mínum meiningum, orðum og skrifum.
En ég er um það bil hætt að setja nafnið mitt undir nokkur skrif. Og það er vegna þess að matsfólkið í bönkunum gaf grænt ljós á greiðslubyrgði mína fyrir bankahrun/rán. Ég var svo vitlaus að skrifa nafnið mitt undir ólögleg lán bankanna, og vissi ekki betur en að bankarnir væru ábyrgir fyrir að standa við sitt greiðslumat. Eftir hrun bað ég um að fá langtíma-lán til að dreifa greiðslubyrðinni, en það var ekki leyft!
Bankar hafa ekki leyfi til að blekkja fólk!!!
Mat bankanna hafa ekki þurft að taka afleiðingunum að því að meta mína greiðslubyrgði kolrangt og óábyrgt. Bankarnir hafa heldur ekki þurft að útskýra hvers vegna ekki mátti greiða götu mína með því að lengja í lánunum, sem ég bað um!
AGS-EES-ESB stjórnar bönkunum, lífeyrissjóðunum og viðskipta-spillingunni á Íslandi!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.9.2012 kl. 11:50
Frávísun á skrifunum undir dulnefninu "Hilmar" er sem betur fer einsdæmi á þessari bloggsíðu og vona ég að það verði það áfram.
Ómar Ragnarsson, 13.9.2012 kl. 12:11
Takk fyrir Ómar minn
Ég er þá ekki útskúfuð á þinni síðu. Ég hef einungis áhuga á heiðarlegri og samfélagsbætandi umræðu, eftir mínu besta viti, reynslu, næmni og getu (sem er að sjálfsögðu takmörkum háð).
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.9.2012 kl. 12:52
Ég verð nú að segja með fullri virðingu að spammið í þeim ágæta manni sem heitir Steini Briem fer meira í taugarnar á mér í umræðunni en þessi örfáu innlegg Hilmars, þó nafnlaus sé.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2012 kl. 13:08
Áshildur. Mér finnst Steini Briem sleppa því að rökræða allar hliðar málanna.
Hálfsannleikur er verri en ekkert, því þannig einhliða rörsýn skapar einungis óréttláta og einsleita sýn og upplýsingar um málin.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.9.2012 kl. 14:30
Það er merkilegt að nafnið mitt skuli vera orðið dulnefni. Trúi því að foreldrar mínir hafi raunverulega skírt mig þessu nafni, þó svo að ég muni það ekki. Mér til trausts og halds hef ég skráningu í Þjóðskrá, sem staðfestir þessa trú mína.
Og ef ég trúi því að nafnið mitt sé raunverulegt, og yfirvaldið hafi skráð það rétt, þá held ég að eitthvað annað spili í Ómari. Gæti verið það sama og hrjáir Þráinn Bertelsson, sem svarar nafnlausum aumingjum með brefum um að hann svari ekki nafnlausum aumingjum.
Það er nefnilega erfitt að vera stjórnarsinni í þessari stjórnaróáran. Það er erfitt að halda úti áróðri, og þurfa að svara fyrir hann. Þá er nú ágætt að hafa varðhunda sem siga má, og halda óæskilegu fólki frá. Gefst t.d. vel hjá Steingrími, sem þarf bara að hreyfa varirnar, og vellur þá út kjaftæðið úr Birni Val.
Njóttu þess Ómar minn, en mundu að æra og virðing er eitthvað sem menn skapa sér sjálfir, og kemur ekki svo auðveldlega til baka þegar hún er einu sinni farin.
Ekki er æran mikil hjá Steina Briem, en þú ættir að hugleiða hvort sú stefna hjá þér, að leyfa manninum að stunda nýð á þinni síðu, átölulaust, skaði ekki þína.
Annað. Úti í hinum stóra heimi njóta menn ekki sjálfsagðra mannréttinda. Þess vegna eru til síður sem aðstoða þá við að koma efni á framfæri, án þess að hægt sé að rekja.
Þetta þykir sjálfagt, enda er ritskoðun og ofsóknir raunverulegur hluti daglegs lífs hjá mörgum meðbræðra okkar.
Það er því tilgangslaust hjá þér, að banna IP töluna mína.
Hilmar (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 14:59
Hilmar. Sannleikanum getur enginn afneitað, en það getur hins vegar kostað líf, heilsu, mannorðið og höfuðið að segja hann, og standa við hann.
Við verðum öll að taka þá mikils-vægu áhættu að segja sannleikann, og standa við hann, sama hvar í blekkingar-flokki fólk stendur.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.9.2012 kl. 18:11
Tek undir með nokkrum athugasemdaskrifurum hér með að þið teljið ykkur hafa unnið gott verk við undirbúninginn.
En um leið er auðséð að allir sem komið hafa að þessu ferli eru komnir upp á eitthvað sjálfsupphafningar- og ímyndaský sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Sem spilar á tilfinningar og væntingar þeirra sem telja nýja stjórnarskrá lausnarorðið við öllum okkar gömlu og nýju þjóðfélagsmeinum.
Núverandi stjórnarskrá kom hruninu ekkert við. Jafnvel þessar tillögur hefðu ekki breytt neinu í aðdraganda hrunsins. Þær taka ekki á neinu sem skiptir máli í því samhengi og þessvegna er þessi þykjustukosning (og að öllum líkindum ólöglega) 20. okt. óttalegur skrípaleikur. Milljónum sóað í að ríkisstjórnin geti merkt við að hafa gert "eitthvað". Því miður.
en nú er hann úr ykkar höndum og hið svikula ríkisvald tekið yfir og að auki fá menn ekki að kjósa um allar tillögur bara nokkurra valinna greina, auk þess ef þú vilt ekki nýja stjórnarskrá þá máttu ekki vera með lengur í að kjósa, jafnvel þó þú vildir setja varann á og velja eitthvað úr þeim spurningum sem settar eru fram.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 23:52
Síðasta málsgreinin átti ekki að fylgja þarna með - en hún er afrit úr aths. nr. 6 og er líka allrar athygli verð.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.