18.9.2012 | 20:52
Er þetta ennþá svona fyndið og frumlegt?
Það kann að vera að í fyrsta sinn sem birtar voru skopmyndir af Múhammed, sem bárust um allan heim, hafi þær verið mjög fyndnar og frumlegar og óþarfa viðkvæmni fyrir Múslima að taka þær nærri sér.
Og hugsanlega er kvikmyndin sem hefur "slegið í gegn" á YouTube afar fyndin líka og sú hugmynd frábærlega frumleg að bæta nú í og láta ekki skopmyndir nægja heldur hnykkja á með grínkvikmynd.
En er það svona fyndið og frumlegt þegar teiknarar og textahöfundar ætla að endurtaka leik Jyllandspóstins?
Hvað næst? Að gera blóði drifnar skopmyndir af hinum hlægilegu mótmælum sem kosta mannslíf út um allan heim?
Og síðan kvikmyndir og skopmyndir af þessum atburðum, helst sem flestar, þar sem líkamspartanir fljúga um loftið í nafni tjáningarfrelsisins?
Og fara síðan á fullt í síendurtekna bersögla djarfa og sexí skopmyndagerð og grínmyndagerð um Krist og Maríu Magdalenu, sem dreift verði sem allra víðast?
Eru engin takmörk?
Í mannréttindaákvæðum er reynt að tryggja öllum reisn og virðingu og að sýna beri tilfinningum og trú fólks tillitssemi.
Þessi réttindi eru jafngild og tjáningarfrelsið þótt sumir kjósi að horfa fram hjá því.
Er þetta grínfár því svona rosalega frumlegt og fyndið? Er það besta birtingarmynd tjáningarfrelsins og því til mests sóma að reyna að hneyksla sem flesta og reita sem flesta til reiði með skelfilegum afleiðingum?
Birta teikningar af Múhameð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sýna myndirnar, ekki sýna þrssum múslimum neinn undirlægjuhátt.
Hörður Einarsson, 18.9.2012 kl. 22:28
Það er ekki hægt að tryggja neitt jafn afstætt og virðingu fyrir trú og tilfinningum, það er hluti tjáningarfrelsis að menn móðga og móðgast. Þú ættir að kíkja á það sem rushdie sagði í kvöldfréttunum, hann hitti naglann á höfuðið
Ari (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 23:11
Sýna tjáningarfrelsinu tillitsemi.
Sleggjan og Hvellurinn, 18.9.2012 kl. 23:34
Hefur ekkert með tjáningafrelsi að gera.
Ennfremur er svonefnt tjáningarfrelsi alltaf háð ákv. takmörkunum. Svona framkoma ætti að heyra undir þessar greinar sem eru víða um lönd í lögum þar sem bannað er í raun að veitast að trúarhópum.
Ennfremur er þetta í þessu stóra nútímasamhengi afskaplega ómerkileg framkpma af Vesturlöndum.
Vegna þess einfaldlega að þetta svæði sem Islam er mjög útbreitt á hefur verið undir stöðugum þrýstingi og ágengni af hálfu Vesturveldanna undanfarna áratugi. Margir á þessu svæði upplifir hlutina þannig. það er eins og sú staðreynd komi flatt uppá marga hér vestra. þrátt fyrir að Vesturlönd hafi ráðist inní hvert landið áfætur öðru undafarna áratugi.
Skoðanakannanir sína að vinsældir Bandaríkjanna eru afar litlar á mörgum svæðum þar eystra. Afar litlar. það er alveg sama hvað einhverjum finnst um það - en það er samt sem áður staðreynd sem verður að hafa í huga. BNA er afar óvinsælt á mörgum svæðum sem um ræðir. Oft fylgja önnur Vesturlönd með sem viðhengi í þeim óvinsældum.
Vegna ofannefndra atriða - þá sjá sumir pólitískir spekúlantar á svæðunum tækifæri í að nota svona til að búa til óróa. þ.e.a.s. að það er óánægja og undiralda - og þá er svona dæmi, heiður spámannsins, notað til að búa til neista. Neista sem mundi ekki verða neitt neitt nema af því að undirliggjandi óánægja (eldiviður) væri til staðar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.9.2012 kl. 00:09
Jú, jú, Bandaríkin og Vesturlöndin eru víst skelfilega óvinsæl í löndum Araba. En þó ekki meira en svo, að gæfist þessu fólki tækifæri til að flytja búferlum til þessara landa, mundu flestir gera það strax. Í löndum múslima er meira en helmingur þjóðarinnar 25 ára og yngri, en unga fólkið hefur litla sem enga perspektívi. Skelfilegt ástand. Frústrasjónin er því mikil og finnur sér útrás í allskonar titlingaskít. Svo lengi sem að börn og unglingar eyða mest öllum skólatíma í það að lesa bullið í Kóraninum, verður útlitð svart. Líklega vonlaust.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 05:24
Eigum við að leyfa einhverjum múslímum úti í heimi að ritskoða það efni sem birtist á frjálsum fjölmiðli eins og youtube? Nú eða ritskoða skopteikningar í dagblöðum? Hvar er línan?
Jón Logi (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 09:56
Hvar er línan? Vel spurt, Jón Logi. Línan liggur einhvers staðar og það gildir á báða bóga, - í báðar áttir.
Ómar Ragnarsson, 19.9.2012 kl. 10:01
Fólk þarf að hafa miklu meiri breidd í hugsun sinni varðandi þetta efni. það verður að setja þetta í miklu breiðara perspekríf en það gerir.
Sem dæmi um hugsun sem fólk þarf að setja upp í huga sér er: Var í lagi að nazistar demoníseruðu gyðinga í gegnum teiknimyndir eða áróðursmyndr á sínum tima? Var það bara í lagi?? ,,Freedom of press".
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.9.2012 kl. 11:24
Það á að vera leyfilegt að gera grín að öllum og öllu.Það má alls ekki láta einhverja öfgakúka segja restinni af heimunum hvernig á að haga sér.
sigurbjörn kjartansson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 11:37
Svr ekki spurningunni eða leggur ekki inní alvöru hugsunarferli. Betra að vera í hugsun sem skiptir engu máli.
Var í lagi þegar nasistar demonlíseruðu gyðinga ma. í gegnum teiknaar myndir sem endaði með því sem þarf eigi að lýsa hér sérstaklega?
Ennfremur heldur þetta ,,freksi til að gera" þett og þetta engu vatni. það eru fullt af lögum allstaðar sem setja frelsi fjölmiðla skorður. ,,Algjört frelsi" er ekki til.
Einnig, afhverju er það svo mikil áþján að virða þetta einfalda atriði sem heiður spámannsins er mörgum muslimum? Hvað er svona erfitt við að virða það? Mér finnst það bara ekkert erfitt og reyndar sjálfsagt. Maður er alltaf, á hverjum degi, að virða eitthvað sem öðrum finnst mikilvægt.
Ofansagt og umrætt atriði, mundi þó litlu sem engu skipta án þess samhengis sem það er í. Nefnilega að lönd þar estra sum hafa verið áratugum saman undir þrýstingi og sum sætt blóðugum árásum af hendi vesturvelda undanfarna áratugi.
Að henda svona neista eða reyna að búa til neista þegar slíkur eldiviður er til staðar - er lítilmannlegt. Vesældómslegt.
Hverjir hagnast svo? Jú, öfgamenn bæði vestra og eystra.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.9.2012 kl. 12:41
233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."
Almenn hegningarlög nr. 19/1940
Þorsteinn Briem, 19.9.2012 kl. 13:39
Já, og gildir þesi grein ekki um þetta? Eða nær yfir þetta.
Í Danmörku eru svipuð lög eða bara alveg eins grein og það vr farið með Muhammed teikningar Jyllandspóstsins fyrir dóm með þá grein í huga - Danir dæmdu að það sú grein næði ekki yfir teikningarnar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.9.2012 kl. 14:13
Hver sagði annars að Íslam væri trú. Geert Wilders hinn hollenski þingmaður segir um Íslam: ,,Íslam er stórhættuleg fasisk hugmyndafræði? Það eru fleiri og fleiri að átta sig á því að Íslam er ekki trúarbragð í þeim skilningi sem vestrænar þjóðir leggja í það hugtak, heldur hugmyndafræði á borð við nazisma og kommúnisma, bara talsvert illvígari.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 14:38
Skúli Skúlason: Vertu úti vinur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.9.2012 kl. 15:14
Alþjóðasamningur um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi - nr. 10/1979:
"20. gr. 1. Allur stríðsáróður skal bannaður með lögum.
2. Allur málflutningur til stuðnings haturs af þjóðernis-, kynþáttar- eða trúarbragðalegum toga spunnið sem felur í sér hvatningu um mismunun, fjandskap eða ofbeldi skal bannaður með lögum."
26. gr. Allir eru jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á sömu lagavernd án nokkurrar mismununar.
Lögin skulu því í þessu skyni banna hvers konar mismunun og ábyrgjast öllum mönnum jafna og raunhæfa vernd gegn mismunun svo sem vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúarbragða, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernisuppruna eða félagslegs uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna.
27. gr. Í þeim ríkjum þar sem staðfélags-, trúarbragða- eða tungumálaminnihlutahópar eru skal þeim sem tilheyra slíkum minnihlutahópum ekki neitað um rétt til þess, í samfélagi við aðra í þeirra hópi, að njóta menningar sinnar, að játa og þjóna sinni eigin trú eða að nota sitt eigið tungumál."
Þorsteinn Briem, 19.9.2012 kl. 15:18
"Danmörk var á lista yfir hinar "viljugu þjóðir", sendi mannafla til Íraks strax árið 2003 og tekur enn þann dag í þátt í hernaðinum í Afganistan."
"... the freedom of the press has never been an end in itself, it has always been considered as a means towards a higher good.
But in the debate of the publications of the Muhammad cartoons [í Jyllands-Posten árið 2005], the freedom of the press is turned into an aim in itself.
If the freedom of the press is no longer the means towards an end - if freedom is only for the sake of freedom - than freedom turns into an empty phrase.
It is by no means necessary to see the cartoons as a symbol for the freedom of the press.
The cartoons could just as well be seen as another example of cartoons in wartime."
(Markus H. Meckl dósent í félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, Dönsku skopmyndirnar og baráttan fyrir prentfrelsi, þýð. Egill Arnarson, Ritið 2/2008, bls. 123-133.)
Þorsteinn Briem, 19.9.2012 kl. 16:23
Ég hvet ykkur til að lesa þessa snjöllu grein eftir Sam Harris:
“On the Freedom to Offend an Imaginary God”.
http://www.samharris.org/blog/item/on-the-freedom-to-offend-an-imaginary-god
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 16:26
Lesið Söngva Satans eftir Salman Rusti og sjáið hvað þessir öfgafullu Múslima eru heimskir.
Hörður Einarsson, 19.9.2012 kl. 17:43
Ómar Bjarki - Var það ekki Geert Wilders, sem sagði þetta? Það var ekki Skúli.
Hitt er annað mál, að Ómar R. hefur rétt fyrir sér, að það er óþarfi að ögra þessum miðaldar lýð meira en orðið er.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 18:10
Strákar eru þið ekki frovitnir að sjá Charlie Hebdo?:
http://edge.liveleak.com/80281E/s/s/19/media19/2012/Sep/19/LiveLeak-dot-com-7c17f988ee31-original.jpg?d5e8cc8eccfb6039332f41f6249e92b06c91b4db65f5e99818bad39e4d4cd3d78411&ec_rate=300
Góða skemmtun!
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 20:31
Hræða til hlýðni? Eða hvað.
Hörður Einarsson, 19.9.2012 kl. 20:46
Einn hér kallar Múslima miðaldarlýð.
Má ég benda á þá einu staðreynd að Islamskar þjóðir stóðu mikið framar í vísindum, almennri kunnáttu, læsi og einnig siðferð heldur en evrópuþjóðirnar gerðu fyrir ekki en c.a 2-300 árum. Og þá byrjuðu sameinaðar evrópuþjóðir/konungsríki að berja á "vondu villitrúarmönnunum" og "frelsa" "heilaga landið" frá þeim. Í skiptum fyrir syndaaflausnir sem Páfi sveiflaði í kring um sig.
Islömsk trú sem ekki hefur verið menguð af öfgatrúarmönnum (sem einnig eru til í kristni) er margt skárri en kristin trú. Í kóraninum er einn aðal boðskapurinn að sækjast þekkingar. Kvennfyrirlitning er ekki í kóraninum. En nóg er af henni í "hinni helgu bók". En útaf stanslausum árásum €vrópuþjóða + U$A sl aldir. Hefur sól hinna Íslömsku ríkja ekki risið hátt. Og öfgaöflin komist til valdar og setja fram sínar túlkanir á kóraninum.
Semsagt vandamálið er ekki komið útafþví að þeir hafi verið "villimenn" heldur útaf helv. hálfvitum og græðgi €vrópuþjóða og síðar u$a.
Hugsið aðeins um þetta áður en þið rífið niður Íslam. OG kynnið ykkur hlutina heldur en að hlýða vestrænum lituðum fjölmiðlum, sem segja sjaldan rétt og satt frá því sem er að gerast í mið-austurlöndum.
Orðið frekar þreytt að lesa trekk í trekk blammeringar frá mis vitrum bessevissum. Sem kynna sér aldrei neitt og tala útum óæðri endann á sér oft á tíðum.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 21:32
Náttúrulega rétt hjá Jóni Inga að þetta efni að fólk er ekkert mikið að kynna sér efni sjálfstætt að öðlast skilning. Í þessu máli finnst fólki sjálfsagt að endurtaka einhvern frasa sem einhver rugludallur sagði - og þá eru það orðin rök í málinu allt í einu.
Talandi um menningu og Miðaldir og sona - að þá er samt eins og margir eigi erfitt með að imynda sér að skilja alveg, að það er ekkert allstaðar í heiminum Vestræn menning. þ.e. sú menning sem yfirleitt viðgengst á Vesturlöndum á okkar tímum. það er ekkert allstaðar sama menningin. Og á svæðum þar sem fólk er mað margskonar annarskonar hugmyndir um tilveruna en við eigum að venjast - að það er ekkert bundið við islam eða muslima. það gildir um alla trúarhópa á þeim svæðum. Líka kristna. Kristnir á sumum menningarsvæðum eru allt öðruvísi kristnir en við hérna uppi á skeri 2012 sem dæmi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.9.2012 kl. 22:03
Edit: ,,Náttúrulega rétt hjá Jóni Inga að þetta efni er þannig - að fólk er eins og ekkert mikið að kynna sér efnið sjálfstætt til að reyna að öðlast skilning. Í þessu máli finnst fólki sjálfsagt að endurtaka einhvern frasa sem einhver rugludallur sagði - og þá eru það orðin rök í málinu allt í einu. Að endurtaka einhvern frasa sem hinn eða þessi rugludallurinn sagði eða gerði."
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.9.2012 kl. 22:06
"og öfgaöflin komist til valda og setja fram sínar túlkanir á kóraninu," Eru þá islamskir ofstækismenn boðberar Satans?, Jón Ingi.
Að hrökkva úr límingunum, bæði andlega og líkamlega, vegna smá myndasirpu eða rondelhund um falsspámanninn Múhammed, er merki um mikin andlagann sjúkleika. Það leysir engan vanda að skera saklausa kristna menn á háls, ein og múslimar gera núna hvern einasta dag í Afríku. Múslimar höfðu þekkingu á öldum áður og meiri en Evrópubúar, en það var ÞÁ. Vegna invalid giftinga hjá múslimum í ættlið eftir ættlið eins og hjá Zígaunum, þá hefur mentalitetið hrapað gígantísk síðustu árhundruðin og bróðurpartur múslima í dag hafa IQ 75 -85. Það hefur engin þróun verið í múslimskum löndum í ár hundruðir.
Einu undantekningarnar eru lönd, sem voru undir hæl kommúnismans, því þar neyddust múslimar að menta sig og læra. Lestrarþekking múslima í þeim löndum er um90%, en fer snar minnkandi eftir sjálfstæðið. Í öðrum múslimskum löndum er lestrar-og skrifþekking frá 23% og í 57%. Af 1000.000.000 múslimum eru helmingurinn eða 500.000.000 hvorki læsir né skrifandi í orðsin fyllst merkingu.
Markmið Islam er að halda uppi VANÞEKKINGU til að kontrolera lýðinn.
Það eru ekki við vinir vestræn menn, sem hafa mótað múslima, heldur misvitri immar og mullar (margir hverjir ólæsir og óskrifandi) og bókin. Það eru kóranskólar á vesturlöndum, þar sem 90% af kennsluni er þulur ,úr þeirri bók. Það fer lítið fyrir öðru námsefni ( og allt í lagi, að taka það fram, að bornin eru lamin og barin miskunarlaust í þessum kóranskólum.
Þessi börn eru ekki gjaldgeng í vestræna skóla og verða sjálfkrafa undir í vestrænum samfélagum og ÞÖKK veri kennurum ,immum og mullum
Jón Ingi-þú hlýtur að hafa lausn á þessu og getur komið þessu liði inn í nútímann. Kvennfyrirlitning er ekki kóraninum, en í raunverulaikanum -Saudi-Araba,Dubai, Pakkistan, Afglapaistan,Sameinuðu furstadæmin, ég nenni ekki að telja meira.
JÚ, JÓN INGI - MÚSLIMAR ERU FLESTIR MIÐALDARDÝR
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 22:45
Þú karlinn minn ert einstaklega litaður af hatri gegn Islam.
Eins og ÉG sagði þá hrakaði öllu þarna niðurfrá EFTIR gengdarlausar árásir vesturvelda á Íslömsku ríkin. Og fyrir vikið komast menn til valda (sem margir hverjir eru vinir u$a)
ÞAÐ er vandamálið. Það var ekki fólkinu að kenna hvernig fór, það er fyrst og síðast ágengni og græðgi vesturvelda að kenna. Þetta sýnir mynstur sýnir sig alls staðar í heiminum þar sem vesturveldin hafa drepið niður fæti. Þetta er staðreynd og þú veist það sjálfur, en vilt ekki viðurkenna...
...ÖLL Afríkuríkin eru gott dæmi.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 23:19
sammala Jon Inga
http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=y1ksivtwFUk
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 11:04
V.johannsson mer sinist þu vera boðberi Satans
http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=-R_3PaVyYes
það er ekki gott
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 11:16
Ég hef búið í fjölmenningarsamfélögum samfellt í 24 ár. Hvað hafið þið búið lengi við þannig aðstæður? Það er ekki nóg, að bulla um það sem þið hafið lesið um. Það er lífsreynslan og að vera í návígi við aðstæður sem móta fólk. Semsagt " lífsreynsla", sem þið eigið greinilega eftir að upplifa.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 13:04
Ég átti í nokkur ár fjöldann allan af múslímskum nágrönnum.
Gríðarlega skemmtilegt og gestrisið fólk.
Og miklu gáfaðra en V. Jóhannsson.
Þorsteinn Briem, 20.9.2012 kl. 17:35
Jón Ingi.
Þú heldur því fram að kvenfyrirlitning finnist ekki í kóraninum.
Það geta verið tvær ástæður fyrir slíkri fullyrðingu.
1. Þú hefur ekki lesið kóraninn og veist ekki betur.
2. Þú hefur lesið kóraninn og lýgur blákalt.
Íslam boðar kvenfyrirlitningu, yfirgang, refsigleði og ofbeldi.
Upphafsmaður þess var sjálfur ræningjaforingi og hafði skt. ritum trúarinnar samræði við stúlku á barnsaldri.
Skt. ritum trúarinnar rekur allah bæði himnaríki og helvíti og skemmtir sér við að pynta alla þá sem ekki eru múslimar til eilífðarnóns. Að sjálfsögðu fá bestu múslimarnir (þeir sem dóu í stríði fyrir allah) að njóta kvalópanna einnig á meðan þeir drekka sig fulla af guðdómlegu áfengi og sænga hjá þeim 70 meyjum sem þeim er úthlutað eftir dauðann.
Í kóraninum eru múslimar varaðir við miskunnsemi í refsingum. Refsingar allah eiga við í allri sinni grimmd.
Sem betur fer eru flestir múslimar betra fólk en upphafsmaður trúarinnar var. Þeir þurfa aftur á móti að líða fyrir það að fæðast undir þessu oki.
imbrim (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 17:39
"Manntal var tekið fyrir allt Ísland árið 1703.
Íbúar voru þá 50.358, margir mjög fátækir."
Og Íslendingar hafa aðallega átt börn með öðrum Íslendingum, enda langflestir náskyldir hver öðrum.
Þorsteinn Briem, 20.9.2012 kl. 17:57
Staini - Og á hverju gastu merkt það, að þassir grannar væru múslimar?
Ég kannast við kúrda, sem hatar múslima og islam út af lífinu.
Hann sagði "Múslimar halda að ég sé múslimi og tala við mig samkvæt því. Ef svíar vissu hvernig múslimar tala um þá, þá myndu þeir skíta á sig af hræðslu á hverjum degi.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 19:21
V. Jóhannsson,
Ég þekki fólk í nánast öllum ríkjum heimsins, til að mynda kristna, múslíma og gyðinga, og geri ekki upp á milli þeirra.
Þorsteinn Briem, 20.9.2012 kl. 21:16
Ég verð nú bara að vitna í Ricky Gervais.
„I see Atheists are fighting and killing each other again, over who doesn't believe in any God the most. Oh, no..wait.. that never happens.“
Sverrir (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 23:30
Af einhverjum ástæðum þá drápu guðleysingja stjórnvöld yfir 100 miljónir manna. Kannski af því að maðurinn í eðli sínu er gráðugur í völd og auð? Fólk sem ver Islam virðist ekki geta horfst í augu við það sem Múhammeð sagði og gerði. Ég tel mig vita að þetta fólk er ekki sammála því að stunda kynlíf með níu ára barni eða að ef einhver yfirgefur trúnna að þá á að drepa viðkomandi. Af hverju dugar þetta ekki til að vera sammála um að boðskapur Islams er að þessu leiti slæmur?
Mofi, 21.9.2012 kl. 11:55
http://www.liveleak.com/view?i=084_1348151389
Pat Condell. Breskur mælskumaður
Jónas (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 13:57
Góðir lesarar. Enn fleiri fjölmiðlar hafa uppi áætlanir um að gera smá grín að háttum Spámannsins. Sjá þessa slóð:
http://www.spiegel.de/international/world/german-satire-magazine-editor-explains-muhammad-issue-decision-a-857005.html
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 14:24
"Er þett ennþá svona fyndið og frumlegt ?"
Rimsha Masih. Það væri gaman að vita, hversu margir Íslendingar viti hver hún er.
Milljónir fylgjast með hennar örlögum.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.9.2012 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.