"Ómagar á þjóðinni, Lattelepjandi kaffihúsalýður í 101 Reykjavík."

Það er ekki nýtt að reynt sé að finna stimpil á stóra hluta þjóða eða einstaka hópa, sem gróðaöflin telja ómaga og ónytjunga og flækjast fyrir því að þau geti haldið áfram að þenja út auð sinn.

1% Bandaríkjamanna ráða nú yfir 50% þjóðarauðsins þar og hlusta af andagt á frambjóðanda sinn, auðkýfinginn Mitt Romney, lýsa fyrirlitningu sinni á helmingi þjóðarinnar.

Hér heima hafa heyrst svipaðar raddir.

Þannig hafa þeir, sem berjast fyrir umhverfis- og náttúruvernd á Íslandi verið spyrtir saman í heildarlýsinguna "ónytjungar og ómagar á þjóðinni, Lattelepjandi kaffihúsalýður í 101 Reykjavík."

Undir þessa heildarlýsingu hefur fallið fólk eins og Guðmundur Páll Ólafsson kennari og náttúrufræðingur, sem starfaði og bjó mestalla sína tíð í Stykkishólmi og Flatey og vann stórbrotið ævistarf sitt um allt land, frá jöklum til sjávar, og með honum hefur verið settur undir þessa flokkun hins óæðri hluta þjóðarinnar fjöldi fólks um allt land sem hefur andæft stóriðjufárinu og orkubruðslgræðginni með tilheyrandi eyðileggingu á náttúruverðmætum.

Ég kom af fjöllum í þess orðs fyllstu merkingu þegar ég heyrði fyrst orðið "Lattelepjandi", vissi ekki einu sinni hvað Latte var og veit ekki enn hvort á að skrifa heitið með stórum staf eða litlum, svo fjarri hef ég verið kaffihúsunum í 101 Reykjavík, stundað og fengist við mín helstu viðfangsefni utan höfuðborgarsvæðisins og helgað verk mín að mestu landsbyggð og óbyggð. En Lattelepjandi ónytjungur í kaffihúsunum í 101 Reykjavík skal ég samt heita.

En ef á annað borð er farið út svona aðferðir við að flokka fólk í æðri og óæðri þjóðfélagshópa getur ýmislegt komið upp.  

Ef Romneyjar Íslands og Bandaríkjanna hefðu verið uppi á fyrri hluta nítjándu aldar þá hefðu þeir getað lýstf Jóni Sigurðssyni og Fjölnismönnum svona:  "Ónytjungar og ómagar á þjóðinni, vínsullandi kaffihúsa- og bjórkjallaralýður í miðborg Kaupmannahafnar."

Í Kaupmannahöfn voru þeir Jón og Jónas sannanlega innan um "suðræn og sólvermd blóm" í hlýju evrópsks sumars á sama tíma og landar þeirra sultu í torfkofum á vegalausri og einangraðri eyju norður við Íshaf og reyndu að þreyja þorrann og góuna í kulda og sagga.

En ekki er að sjá að Íslendingar þess tíma hafi lagst svo lágt að níða niður landa sína í Kaupmannahöfn sem börðust fyrir hag Íslands og virðingu fyrir náttúru þess.

Jón eyddi starfsævi sinni í Kaupmannahöfn en enda þótt Jónas eyddi stórum hluta ævi sinnar í Kaupmannahöfn ferðaðist um Ísland eftir því sem honum var unnt og reyndi sem skáld, rithöfundur og náttúrufræðingur að opna augu þjóðarinnar fyrir gildi einstæðrar náttúru lands síns.

Guðmundur Páll Ólafsson notaði á hliðstæðan hátt ljósmyndir og bækur til þess að vinna úr rannsóknum sínum og fórna sér fyrir hugsjónabaráttu sína.

Á tímum Jónasar Hallgrímssonar beindist hugsjónabaráttan mest að því sem brýnast var, að vekja þjóðina úr doða varðandi hinn mikla menningararf hennar, sem var í hættu.

Jónas þurfti ekki að berjast fyrir vernd íslenskrar náttúru þótt hann unni henni hugástum og vildi upplýsa sem best um hana og efla rannsóknir á henni, því að náttúru Íslands var ekki ógnað þá af skammgróðaöflum eins og nú.

Ég velkist ekki í vafa hvar hann hefði skipað sér í sveit á okkar tímum.   


mbl.is Sagði hálfa þjóðina „velferðarþega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki 101 stimpillinn farinn að hitta þá fastar sem honum beita en þá er fyrir verða?

Hins vegar hefur Íslensk náttúra sjáldan látið eins mikið á sjá og á dögum Jónasar en á þeim tíma var gríðarleg vetrarbeit sauðfjár og fjölmargar jarðir á Rangárvöllum blésu upp um sama leyti.

Innan 30 ára verður stór hluti hringvegarins um trjágöng þar sem lengi hefur verið fjárlaust.

Í mörgum tilfellum eru bændur að fá beingreiðslur þó þeir beiti fé á svæði þar sem góður og jarðvegur eru að eyðast. Í slíkum tilfellum væri frekar að beita sektum en að greiða styrki.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 11:41

2 identicon

Mér sýnist Sigurður @1 hafa lapið full mikið af latteinu þegar hann virðist telja sauðkindina höfuðsökudólg náttúrueyðingar á landinu.  Vissulega hefur hún sitt að segja en að horfa framhjá kólnun veðurfars eftir landnám, skelfileg eldgos og óáran á 17. og 18. öld og síðan hlýnun nú, en benda bara á sauðkindina, það bendir til umhverfisofstækis.

Hafðu annars þökk fyrir þína umhverfisbaráttu Ómar, hvort sem maður er alltaf sammála eða ekki þá er gagnrýnin umræða af hinu góða.  Segðu mér svona í framhjáhlaupi, hvaða augum lítur þú á Bláa-Lónið?  Er þar umhverfisslys á ferðinni eða perla norðursins?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 12:46

3 identicon

Þetta latte-101 bull er til marks um heimsku þeirra sem nota hugtakið.  Því fyrr sem þessi þjóð áttar sig á því að við erum öll eitt í einu landi því betra.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 12:53

4 identicon

Var það ekki einn útrásaraulinn sem kom með þetta latte-rugl.. hljómar eins og eitthvað sem heiladauður maður myndi segja. Að auki er latte bara viðbjóður ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 14:40

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mjólkin í latte hér á Íslandi kemur frá íslenskum bændum og kaffið frá erlendum bændum.

"Bjartur í Sumarhúsum" keypti kaffi, sykur og hveiti sem erlendir bændur framleiddu og enn drekka flestir íslenskir bændur kaffi.

Og íslenskir bændur fá gríðarlega styrki frá íslenska ríkinu til að framleiða mjólk.


"Latte eða caffé latte er kaffidrykkur, sem búinn er til með því að hella flóaðri mjólk yfir lögun af espresso.

Hlutfallið á milli mjólkur og kaffis er venjulega um 5:1, þannig að caffé latte hefur miklu meiri mjólk en cappuccino".

"Nafnið kemur úr ítölsku og "caffè latte" þýðir "mjólkurkaffi" en styttingin "latte" varð algeng í Bandaríkjunum um 1985."

kaffihúsum er mjólkin yfirleitt flóuð með heitri gufu úr espressóvélinni, rétt eins og þegar mjólkurfroða er búin til."

"Ef beðið er um "latte" á Ítalíu færir þjónninn þér nær örugglega mjólkurglas.

Tæpast yrði flutt hér inn nýmjólk, enda þótt Ísland fengi aðild að Evrópusambandinu.


Of dýrt yrði að flytja mjólkina hingað með flugvélum, þannig að flytja þyrfti hana hingað til Íslands langa leið með skipum og nýmjólk hefur ekki mikið geymsluþol.

Aftur á móti fer nú einn gámur af skyri á viku héðan frá Íslandi til Finnlands, sem er í Evrópusambandinu.

"Útlit er fyrir að skyr verði flutt út eða framleitt erlendis samkvæmt sérstöku leyfi fyrir hálfan milljarð króna á þessu ári [2012]."

Engin mjólk yrði framleidd eða fiskur veiddur ef engir væru neytendurnir og fiskur, sem íslensk skip veiða, er aðallega seldur til Evrópusambandslandanna.

Þar að auki er langmestum botnfiskafla landað hérlendis í Reykjavík og þar er einnig mikil fiskvinnsla.

Þorsteinn Briem, 18.9.2012 kl. 15:28

6 identicon

Það er fyrir kindina að við erum til og getum lapið latte....hehe.

Annars var harðasti ösku & sandbylur á Rangárvöllum ofanverðum 1888 ef ég man rétt, - fyllti stöðuvötn og felldi hús. Í aldanna rás hafði reyndar sandfok fyllt upp gróft hraun neðar á Rangárvöllum, og það greri svo upp, þrátt fyrir fé á beit. Má þar benda á land við Þingskála, sem landnám var grófasta hraun.

Stundum finnst mér kindin vera ofmetin.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 15:29

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta hugtak "lattelepjandi 101" er lýsandi fyrir hluta öfga-umhverfisverndarsinna, sem sjaldan eða aldrei hafa upplifað náttúruna nema í gegnum harmræn ljóð og fallegar ljósmyndir. Fólk sem ekki þarf að glíma við náttúruöflin eða lifa með þeim.

Svo er þessu uppnefni skellt á hina og þessa sem taka það voðalega nærri sér

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.9.2012 kl. 15:53

8 identicon

Það er áhugaverð tenging á milli hræsni og að vera vinstrisinnaðaður lattelepjandi lopatrefill.

Lattelepjandi lopatreflar hafa sjaldan látið hógværðina, vandað orðafar og sannleikann vefjast mikið fyrir sér í áróðrinum.

Kannski er hræsninni best lýst með því að vitna orðrétt í pistilinn hér að ofan: "Ef Romneyjar Íslands og Bandaríkjanna..."

Nú er Ómari Ragnarssyni fullkomlega heimilt að vera móðgaður og hneykslaður, en er ekki full- langt gengið, að móðgast yfir viðurnefninu lattelepjandi lopatrefill, en í næstu setningu að hnýta í landa sína með viðurnefninu Romney-i?

Annars má búast við því í nánustu framtíð, að vinstrimenn almennt verði frómari en páfinn, og baráttan verði um það, hver þeirra verði frómastur.

Við megum eiga von á stanslausri skothríð af áköllunum um að við "verðum að standa saman", að við séum "ein þjóð" og allt það krapp sem fylgir því þegar fólk reynir að gera falska yfirbót, í von um að blekkja þjóðina til áframhaldandi fylgilags við sig.

Eitt sem ég næ ekki. Búast lattelepjandi lopatreflar virkilega við því, að þjóðin gleymi því, að þeir hafa spólað yfir allt og alla, með ofstæki og ömurlegri framkomu síðustu ár?

Reikna má með, að um mitt næsta ár, rotti bitrir lattelepjandi lopatreflar sig saman á kaffihúsum 101 Reykjavík, barmi sér sáran, og ásaki Romneyja Íslands um ósanngjarna meðferð.

Hilmar (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 15:56

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hannes Hólmsteinn Gissurarson gengur sem sagt aldrei með trefil og fer heldur ekki á kaffihús í 101 Reykjavík, enda þótt hann búi þar.

Hagræn áhrif menningar - Dr. Ágúst Einarsson:


"Framlag menningar til landsframleiðslu er 4% en landbúnaðar 1%."


Og Ómar Ragnarsson og Hjörleifur Guttormsson hafa náttúrlega aldrei farið út fyrir Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 18.9.2012 kl. 16:49

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hélt satt að segja að þetta orðtak lattelepjandi ættir frekar við fólk sem er alið upp í miðbæ Reykjavíkur sem almennt skilur ekki hvernig langsbyggðin virkar, en EKKI um umhverfisverndarsinna, þeir eru nefnilega til um ALLT LAND en ekki bara í Reykjavík.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2012 kl. 18:28

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Umhverfisverndarsinnar eru auðvitað allskonar fólk og ekki allt öfgafólk, sem betur fer.  Lattelepjandi umhverfisverndarsinni er bara ákveðin tegund, oft áberandi í fjölmiðlum, gjarnan vinstrisinnaðir listamenn sem hanga á kaffihúsum. Kaffihús eru einkennandi fyrir 101 Reykjavík.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.9.2012 kl. 19:33

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í engu öðru póstnúmeri á landinu eru skapaðar meiri gjaldeyristekjur en 101.

Í 101 Reykjavík eru um 630 fyrirtæki og póstnúmeri 105 (Hlíðum og Túnum) um 640. Í þessum tveimur póstnúmerum eru því um 1.300 fyrirtæki.

Í 101 Reykjavík eru um 7.400 heimili, í póstnúmeri 107 um fjögur þúsund og póstnúmeri 105 um 6.600.

Samtals eru því í göngufjarlægð frá Kvosinni um átján þúsund heimili og þar búa um 40 þúsund manns, þriðjungur allra Reykvíkinga.

Þorsteinn Briem, 18.9.2012 kl. 20:03

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Kvosinni er fjöldinn allur af veitingastöðum, skemmtistöðum, krám og verslunum.

Til landsins kemur nú árlega rúmlega hálf milljón erlendra ferðamanna, um 1.500 manns á dag að meðaltali, og þeir fara langflestir í Kvosina vegna þess að hún er miðbærinn í Reykjavík en ekki til að mynda Kringlan.

Í Kvosinni, á Laugaveginum, sem er mesta verslunargata landsins, og Skólavörðustíg dvelja erlendir ferðamenn á hótelum, fara á veitingahús, krár, skemmtistaði, í bókabúðir, plötubúðir, tískuverslanir, Rammagerðina í Hafnarstræti og fleiri slíkar verslanir til að kaupa ullarvörur og minjagripi, skartgripi og alls kyns handverk.

Margar af þessum vörum eru hannaðar og framleiddar hérlendis, til að mynda fatnaður, bækur, diskar með tónlist og listmunir. Og í veitingahúsunum er selt íslenskt sjávarfang og landbúnaðarafurðir, sem eru þá í reynd orðnar útflutningsvara.

Allar þessar vörur og þjónusta er seld fyrir marga milljarða króna á hverju ári, sem skilar bæði borgarsjóði og ríkissjóði miklum skatttekjum.

Þar að auki fara erlendir ferðamenn í hvalaskoðunarferðir frá gömlu höfninni í Reykjavík. Þar er langmestum botnfiskafla landað hérlendis og jafnvel öllum heiminum, um 87 þúsund tonnum árið 2008, um tvisvar sinnum meira en í Grindavík og Vestmannaeyjum, fimm sinnum meira en á Akureyri og fjórum sinnum meira en í Hafnarfirði.

Við gömlu höfnina og á Grandagarði eru til dæmis fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækin Grandi og Fiskkaup, Lýsi og CCP sem selur útlendingum áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 600 milljónir króna á mánuði sem myndi duga til að greiða öllum verkamönnum í öllum álverunum hérlendis laun og launatengd gjöld.

Þorsteinn Briem, 18.9.2012 kl. 20:05

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar lifum sem betur fer á fleiru en útflutningi sjávarafurða, sem eru þar í þriðja sæti.

Í fyrsta sæti er útflutningur á þjónustu
og í öðru sæti útflutningur á iðnaðarvörum.

Útflutningur á sjávarafurðum var hér 28,2% af útflutningi vöru og þjónustu árið 2009 en 55,6% árið 1994, samkvæmt Landssambandi íslenskra útvegsmanna (LÍÚ):

Hlutfall sjávarafurða af útflutningi 1994-2009


"Evrópska efnahagssvæðið (EES) er sameiginlegt markaðssvæði 30 ríkja í Evrópu, sem komið var á með EES-samningnum og tók formlega gildi 1. janúar 1994."

Þorsteinn Briem, 18.9.2012 kl. 20:28

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi gestur þinn Ómar skemmir allar umræður, en mér sýnist þú frekar vilja henda þeim út sem kvarta yfir honum en honum sjálfum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.9.2012 kl. 21:04

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef aðeins "hent einum út" en hann réðist sífellt á rætinn hátt á persónu þessa gests míns í stað þess að fjalla um málefnin.

Ómar Ragnarsson, 18.9.2012 kl. 21:09

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er rétt að sauðfjárbeitin fór illa með landið á 19. öldinni, en hafa verður í huga að fólkið í sveitum landsins barðist fyrir því að skrimta og lifa af við erfið kjör og var læst inni í fátæktargildru.

Ómar Ragnarsson, 18.9.2012 kl. 21:12

18 identicon

Hann var góður þessi!

Réðst "sífellt" á "rætinn" hátt....

Tvær tiltölulega saklausar stungur á einstakling sem drullar yfir mann og annan, án þess að síðuhöldur láti sér bregða.

Svei mér þá, ég gerði mér ekki grein fyrir því, hversu rótgróin hræsniner í þér Ómar.

En svo lærir sem lifir.

Þú varst pínulítið fyndinn í gamla daga, í það minnsta í barnsminninu. Nú ertu bara hlægilegur.

Hilmar (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 21:25

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2009 voru 62% af heildarfjölda hótelrúma hérlendis á höfuðborgarsvæðinu en þá bjuggu þar 63% landsmanna (frá Kjalarnesi til Álftaness).

Landsvirkjun
, og þar með Kárahnjúkavirkjun, er í eigu ríkisins, allra Íslendinga.

Og meirihluti Íslendinga býr á höfuðborgarsvæðinu.

Þeir sem þar búa skapa að sjálfsögðu gríðarleg útflutningsverðmæti með vinnu í til dæmis verksmiðjum, fiskvinnslu, útgerð og ferðaþjónustu.

Þorsteinn Briem, 18.9.2012 kl. 21:37

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Árið 2009 var seld hér á Íslandi þjónusta til útlanda fyrir 287,3 milljarða króna en þjónusta keypt frá útlöndum fyrir 239,9 milljarða króna.

Þjónustujöfnuður var því hagstæður um 47,4 milljarða króna."

Utanríkisverslun, þjónustuviðskipti við útlönd eftir markaðssvæðum árið 2009


Á
rið 2009 voru fluttar hér út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og landbúnaðarvörur fyrir um átta milljarða króna, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Gjaldeyristekjur
af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Utanríkisverslun með vörur árið 2009


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010

Þorsteinn Briem, 18.9.2012 kl. 21:54

21 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Ég var kaffi-lepjandi gestur á Zolon í Bankastræti í dag, og frétti að það ætti að vera blaðamannafundur um drög að nýrri stjórnarskrá á annarri hæð kl. 14.oo.

Þegar enginn blaðamaður var mættur rétt fyrir kl. 14.00, og um það bil réttur tími kominn til að starta baðamannafundinum, þá spurði ég hvort ég mætti ekki vera með og hlusta. Nei, þetta var blaðamannafundur. En ef enginn blaðamaður hefur áhuga á að mæta, má ég þá ekki fylgjast með, spurði ég? Nei, þetta er blaðamannafundur, var svarið.

Svo sá ég fólk koma inn og fara upp á aðra hæð, sem ég vissi ekki til að væru blaðamenn!

Þá fór ég að velta fyrir mér hvers konar reglur giltu, um hverjir megi vera viðstaddir blaðamannafundi, og sérstaklega blaðamannafund um drög að nýrri stjórnarskrá allra Íslandsbúa!

Það væri frábært ef þú gætir útskýrt þetta fyrir mér Ómar minn, því ég hef trú á að þú viljir jafnrétti og réttlæti fyrir alla, óháð því hvort viðkomandi er blaðamaður.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.9.2012 kl. 22:54

22 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á þessum fundi voru nokkrir blaðamenn og einnnig nokkrir félagar í nýstofnuðum Samtökum áhugafólks um nýja stjórnarskrá, skammstafað SANS.

Meira veit ég ekki núna um þetta mál, sem þú berð hér upp.

Ómar Ragnarsson, 18.9.2012 kl. 23:24

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.9.2012 (í dag):

"Borgarafundur á vegum Stjórnarskrárfélagsins verður í Iðnó á morgun, miðvikudaginn 19. september kl. 20."

Borgarafundur um nýja stjórnarskrá

Þorsteinn Briem, 18.9.2012 kl. 23:47

24 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. hvers vegna ætli ég hafi ekki fengið leyfi til að vera viðstödd?

Ég er áhugamanneskja um nýja stjórnarskrá, þótt ég sé ekki opinberlega skráð neins staðar sem slík. Það er ekki traustvekjandi að upplifa svona útilokun og mismunun.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.9.2012 kl. 00:27

25 Smámynd: Skeggi Skaftason

Forvitnilegt að sjá fleiri en einn réttlæta notkun á hugtakinu "lattelepjandi 101 lið".

Spurning hvort þeir sem það gera séu "dreifbýlispakk"? Ég myndi aldrei notað síkt gildishlaðið orð sem er sett fram til að gera lítið úr þeim sem eru manni ósammála.

Skeggi Skaftason, 19.9.2012 kl. 13:03

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fyrir mörgum árum var Reykjavík eiginlega aðallega fólk af landsbyggðinni, afar fáir voru innfæddir Reykvíkingar, fólkið flutti frá landsbyggðinni á MÖLINA eins og sagt var.  En það fólk hafði tengsl við landsbyggðina þekktu lífið þar og vissu út á hvað það gekk að búa þar.  Eftir því sem innfæddum Reykvíkingum fjölgaði og þeir misstu tengsl við landið, þá varð þessi mismunur til. 

Þetta orðtak Lattelepjandi 101 lið er að mínu mati til að ná yfir það fólk, en svo eru þetta bara grín í orðalagi.  Dreyfbýlistúttu kalla ég mig og mína, ekki pakk. 

Hvað sem innfæddir Reykvíkingar segja þá hefur orðið gjá milli landsbyggðar og höfuðborgar, gjá vanþekkingar á hvorn veginn sem er.  Samanber þegar Reykvíkingar dagsins í dag segja að landsbyggðin sé böggull á Reykjavík, þegar málið er að landsbyggðin fjármagnaði uppbyggingu Reykjavíkur meðan við máttum ennþá veiða fisk og höfðum smá frið fyrir yfirráðum banka og viðskipta komandi beint með tilskipunum að sunnan. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2012 kl. 13:12

27 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Skeggi og Áshildur. Ég var fædd og uppalin dreifbýlis-pakks-stelpa.

Í dag bý ég á höfuðborgarsvæðinu, og hef unnið á því svæði hluta úr ævinni. Kannski er það þess vegna sem ég stend með fólki og heiðarlegri starfsemi bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu.

Kaffið og fólkið er gott, bæði á landsbyggðinni og í höfuðborginni, að mínu mati :) Stjórnarskráin á að vera jafn góð fyrir alla landsbúa.

Ég vonast til að þessi sveitalubbi sem ég er, þessi höfuðborgar-kaffilepjandi kerling, sem á rætur í sveitinni, verði hvorki fordæmd af höfuðborgarbúum, né landsbyggðarbúum.

Þetta voru undarleg viðbrögð þeirra sem stjórnuðu blaðamannafundinum, að taka ekki hverri manneskju fagnandi, sem vildi fylgjast með öllu stjórnarskrármálinu, hvar sem er og hvenær sem er! Svona sérvaldir og útvaldir á blaðamannafund, kyndir undir tortryggni.

Ég hef alla tíð talað fyrir friði, og hef aldrei stofnað til ofbeldis af neinu tagi svo ég viti til, og þess vegna fannst mér undarlegt að ég mætti ekki vera með og hlusta.

Það er ekki þér að kenna Ómar minn, hvernig þessu var stjórnað, en ég bið þig um að taka þessa aðferðarfræði til gagnrýni-athugunar. (Rýna til gagns :). Betur sjá augu en auga.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.9.2012 kl. 13:52

28 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skeggi, þeir sem falla undir þetta uppnefni eiga það sameiginlegt að gera áróður og skoðanir öfgafólks í umhverfisvernd, sem því miður hefur yfirtekið flest umhverfisverndarsamtök, að sínum. Þetta fólk veit ekkert og skilur ekkert en trúir lyga og bull áróðri gagnrýnislaust.

Lygaþvælan og bullið varðandi framkvæmdirnar við Kárahnjúka er gott dæmi um þetta, sömuleiðis fyrirhugaðar framkvæmdir í neðri hluta Þjórsár.

Um smekk verður ekki deilt og ef fólki finnst að ekki megi fórna landi undir uppistöðulón, þá er það bara þannig og þær skoðanir ber að virða. En þegar umhverfisverndarsamtök beita óheiðarleika til þess að fá fleiri til fylgislags við öfgaskoðanir sínar, þá er illt í efni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.9.2012 kl. 15:59

29 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gunnar. Það er þetta með heiðarleikann, sem er svo gífurlega mikilvægt í heims-samfélaginu. Það er betra að láta hæðast að sér fyrir að vera heiðarlegur, heldur en að þóknast lygum og blekkingum spilltrar og blindrar kúgunar-stjórnsýslunnar.

Það væri ekki verra ef skattsvika-Rommý-gæinn í Bandaríkjunum fengi þessi skilaboð þýdd yfir á ensku. En það er víst enginn sem nennir að þýða skoðanir höfuðborgarbúa-dreifbýlis-pakks-stelpu frá litla Íslandi, sem ekki kærir sig einu sinni um að tilheyra spilltri elítu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.9.2012 kl. 16:29

30 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Alveg rétt Anna Sigríður.

Svo við snúum okkur að öðru.

Þessi lattelepjandi kaffihúsalýður í 101 Reykjavík, eru bölvaðir hrokafullir uppskafningar, montrassgöt og þykkjast vita allt betur en allir aðrir landsmenn.

Svo vita þessi gáfnaljós ekki neitt því meirihlutin býr ennþá á "Hotel Mamma," og hefur aldrei þurft að stinga hendini í kalt vatn.

Niðurstaða eins og gömul frænka mín segir um svona fólk: Þetta eru útlimalausir búkar (þýðing; letingjar).

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 19.9.2012 kl. 22:01

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jóhann Kristinsson,

Þú ert greinilega mikið gáfnaljós.

Ég hef búið í öllum kjördæmum Íslands og hef aldrei hitt kaffihúsagesti sem þú lýsir hér svo fallega.

Og það eru náttúrlega engir íslenskir uppskafningar og tepokaskríll í Las Vegas.

Þorsteinn Briem, 19.9.2012 kl. 22:14

32 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki hef ég orðið var við það.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 19.9.2012 kl. 22:24

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greinilega mikill spekileki hér á Íslandi þegar Jóhann Kristinsson fór til Las Vegas.

Þorsteinn Briem, 19.9.2012 kl. 22:36

34 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Kanski

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 19.9.2012 kl. 22:38

35 identicon

Heldur finnst mér þessi árás þín á JK ómakleg og ómálefnaleg Steini Briem,,það er ekki nóg að búa í öllum kjördæmum landsins til að hitta kaffihúsaspekingana,þú þarft að fara á kaffihúsin til þess og það hefur þú örugglega ekki gert ef þú hefur ekki orðið í það minnsta var við þá,,þeir eru á þeim öllum í mis miklum mæli þó,,annars er G TH B  alveg meðetta

casado (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 16:43

36 Smámynd: Þorsteinn Briem

casado,

Ég hef einnig búið í Svíþjóð, Eistlandi og Rússlandi og kynnst þúsundum manna, sem búa í nær öllum löndum heimsins.

Þeir sem sækja kaffihús, bæði hérlendis og erlendis, eru að sjálfsögðu ekkert ómerkilegri en aðrir, til að mynda þeir sem gapa við eldhússborðið heima hjá sér á Reyðarfirði, Ísafirði eða í Las Vegas.

Hvað þá þeir sem gagnrýna hér aðra undir dulnefni.

Þorsteinn Briem, 20.9.2012 kl. 17:25

37 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jóhann. Uppeldi barna á höfuðborgarsvæðinu hefur á skipulagðan hátt verið meir og meir stjórnað af opinbera kerfinu. Foreldrar eiga helst ekki að hafa frelsi til að ala börnin upp á ábyrgan hátt, því uppeldisleyfið hafa víst skólayfirvöld! 

Skólayfirvöld telja sig hafa leyfi til að fyrirskipa foreldrum (í gegnum kennara), hvernig "rétt" sé að ala  börnin upp. Ef foreldrar fara ekki þegjandi og hlýðnir eftir þessum kerfis-stjórnsýslurömmum, þá tekur framhalds-kerfisbatteríið við boltanum af skólunum, og gefur skólunum fyrirskipanir um að sjúkdómsgreina stjórnsýslu-heilaþvotta-vandann.

Kennarar fóru örugglega ekki í margra ára háskólanám til að sinna heilbrigðisstörfum!

Útkoma svikakerfisins og skólayfirvalda, eru sviknir nemendur, sviknir foreldrar, sviknir kennarar og svikið samfélag. Þeir kerfissviknu hafa tæplega leyfi frá hinu opinbera, til að gera neitt annað en að lepja kaffi og hlýða yfirvöldum.

Yfirvöld hafa á skipulagðan hátt verið að skapa heilaþvegin og viljalaus manneskju-verkfæri í mörg ár/áratugi, og útkoman er slæm fyrir alla, og sundrar fólki í samfélaginu, og fer mjög illa með börn, unglinga, foreldra og alla aðra.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.9.2012 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband