Ný gerð af norðanátt.

Ég hef tilfinningu fyrir því að síðustu árin hafi ný tegund norðanáttar verið oft á ferðinni, sem maður þekkti varla á síðasta þriðjungi aldarinnar sem leið.

Þetta er tiltölulega hlý og rök norða- og norðaustanátt sem verður illskeytt ef hún dynur yfir að vetrarlagi af því að snjókoman getur orðið svo mikil og þung.

Helsta skýringin sem hægt er að nefna er sú, að vegna þess að hafís er nú minni á Íshafinu en hefur verið nokkru sinni svo vitað sé öldum saman og sjórinn þessvegna hlýrri en áður var, hitar hann loftið upp og það dregur í sig raka úr honum sem annars hefði verið læstur niðri undir hafís.

Ef ísinn heldur áfram að minnka mun þetta fyrirbæri líklega verða enn algengara en nú er og því ástæða til að hafa varann á og vera viðbúinn slíku.


mbl.is Úrkoman meiri en spáð var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já þetta tek ég undir Ómar, það er ný gerð af norðanátt sem ekki var til staðar fyrr.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.9.2012 kl. 01:33

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Blautt og hlýtt er Ballarhaf,
bráðum fer því allt í kaf,
best að hafa stóran staf,
stæra sig svo honum af.

Þorsteinn Briem, 22.9.2012 kl. 02:17

3 identicon

Í vor/sumar fengum við Rangæingar að upplifa úrhelli úr Norð-Vestri. Aldrei upplifað það áður. Þetta er bæði sjaldgæf vindstefna, og yfirleitt í þurrara lagi.
Kenning Ómars finnst mér vera rökrétt.

Jón Logi (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband