Lítið gert úr frumbyggjanum.

Það er alveg nýtt að refurinn hafi fyrst komið til Íslands á 16. til 19. öld og stangast á við ótal heimildir um tilvist hans hér áður en menn námu hér land. Hafi ísbrú á litlu ísöld gert honum kleift að fara á milli Grænlands og Íslands, var enn traustari ísbrú fyrir 11 þúsund árum þegar sjálf ísöldin ríkti.

Þrátt fyrir tilvist refsins áður en menn komu er ekki að sjá annað en að fuglalíf hafi verið hér blómlegt fyrir landnám þótt menn hafi ekki verið til staðar til að halda honum í skefjum.

Náttúran sjálf leitaði jafnvægis í þeim efnum því að við ákveðin mörk fór fæðuúrvalið að minnka og refnum hætti að fjölga af sjálfu sér.

Alls staðar þar sem hvíti maðurinn nam lönd og álfur gerði hann lítið úr frumbyggjunum, hvort sem það voru menn eða dýr.

Saga nýlenduveldanna í er vörðuð voðaverkum, drápum, kúgun og arðráni af mönnum, sem töldu sig þó vera kristna. Kjörorðið var að "höggva mann og annan."

Siðalögmál indíánaþjóðflokka, sem miðaði að því að viðhalda sjálfbærri þróun, stunda ekki rányrkju og sjá svo um við nýtingu gæða landsins að ekki yrði gengið á rétt og hagsmuni sjö næstu kynslóða kölluðu hinir hvítu, kristnu menn "frumstæð."

Í Bandaríkjunum eyddu hvítu landnemarnir vísundahjörðum í hundraða þúsunda tali á örfáum áratugum á 19. öld og gortuðu einstakir veiðimenn sig af því að skjóta meira en þúsund dýr hver á ári.  

Með því að staðhæfa að refurinn hafi fyrst komið til landsins á 16. til 19. öld er verið að gera hann að aðskotadýri í stað þess að viðurkenna að hann var frumbyggi þúsundir ára aftur í tímann.

Minknum er formælt sem aðskotadýri en þá er horft fram hjá því að græðgisfullir menn fluttu hann inn og fullyrtu að ekkert gæti farið úrskeiðis varðandi nýtingu á honum.

Enn í dag ríkir oft svipað hugarfar þegar farið er af stað í stórframkvæmdir og veifað vísindalegum sönnunum varðandi öryggi og hagkvæmni sem reynast síðan rangar.


mbl.is Refur komst á ísbrú til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Þetta hlýtur að hafa skolast eitthvað til við þýðingu... Ég trúi ekki að vísindamenn geti verið svona heimskir...

Sævar Óli Helgason, 22.9.2012 kl. 11:29

2 identicon

"gróf upp forn bein og leifar heimskautarefa á Íslandi, sem við aldursákvörðun reyndust frá níundu til tólftu aldar."

Það er ekki nóg að lesa fyrirsögnina..

Hans Pétursson (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 12:35

3 identicon

Ekki er nú að spyrja að vísindamanninum Ómari, alltaf fyrstur með fimbulfambið.

Hefur áratugareynsla þín af störfum hjá íslenskum fréttamiðlum ekki kennt þér eitt eða neitt Ómar minn?

Illa launaðir íslenskir fjölmiðlamenn kunna ekki, skilja ekki - og vilja ekki fara með rétt mál.

Hér er frumheimildin handa þér, ef þú treystir þér til að lesa enskuna:

http://www.dur.ac.uk/research/news/item/?itemno=15280

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 12:41

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Refur og heimskautarefur er ekki það sama. Hér er verið að tala um að heimskautarefir frá ýmsum búsvæðum hafi komist hingað á litlu ísöld og blandast refnum sem fyrir var.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.9.2012 kl. 12:51

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Refirnir hér á Íslandi blönduðust öðrum refum á "litlu ísöldinni" á 16.-19. öld vegna íss sem þá brúaði heimskautssvæðin.

Þannig skil ég nú þessa frétt.

"Ísbrúin gerði refnum kleift að sækja til Íslands frá mismunandi heimskautasvæðum, svo sem frá Norður-Ameríku, Grænlandi og Rússlandi."

"Genasamsetning refanna til forna [hér á Íslandi á 9.-12. öld] var ætíð hin sama en núverandi refastofnar á Íslandi hafa fimm afdráttarlaus genamengi."

Melrakki - refur.

"[Árið] 1306 II. Forniannáll: Braut skip norður við Melrakkasléttu og týndust nær 70 manna."

"Heimskautsrefurinn eða fjallarefurinn er ein af tuttugu tegundum refa í heiminum og býr nyrzt þeirra allra."

"Hann færði sig norður eftir Evrópu með hopandi ísaldarjöklinum og varð hér eftir þegar ísbrýr hans rofnuðu og einnig er líklegt að refir hafi borizt hingað með rekísnum frá Grænlandi á ísaárum.

Þeir eru fylginautar hvítabjarna langt út á hafísinn eins og Hansaleiðangurinn varð var við á árunum 1869-70, þegar refur fannst miðja vegu milli Íslands og Grænlands.
"

Heimskautsrefurinn


Melrakkasetur Íslands í Súðavík

Þorsteinn Briem, 22.9.2012 kl. 13:01

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég sé að eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, bloggar um sama efni og bullar enn eina ferðina um vísindaleg efni sem hann hefur ekkert vit á.

Þetta lítilmenni hefur lokað á athugasemdir mínar við pistla sína og hef ég þó ekki sýnt honum aðra ókurteisi en þá að draga í efa fullyrðingar hans um loftslagsmál. Gerði ég ekki annað en að taka undir fjölda athugasemda á þeim nótum. Væntanlega verða innan tíðar bara fáir útvaldir jábræður sem fá að gera athugasemdir við pistla hans.

Ómar er heiðursmaður sem ekki lokar á fólk þó það sé ekki sammála honum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.9.2012 kl. 13:04

7 identicon

Frumheimildin (sjálf greinin, ekki frétt um greinina):

http://rspb.royalsocietypublishing.org/content/early/2012/09/05/rspb.2012.1796.full.pdf+html

Í stuttu máli er það sem greinin segir það að heimskautarefurinn sem nam land hér eftir lok ísaldar hafi verið fremur einsleitur stofn dýra hvað varðar arfgerð hvatbera í frumum refanna.

Á litlu ísöld hafi hafís orðið nægilega þéttur til að leyfa nýjum stofnum (aftur útfrá arfgerð) að nema land og að þeir refir sem nú lifa séu afkomendur bæði gamla stofnsins og "nýja blóðsins" sem kom til á kalda tímabilinu fyrir 200-500 árum.

Lokaútgangspunktur greinarinnar er síðan að undirstrika mikilvægi hafíss í viðhaldi erfðafræðilegt fjölbreytileika á norðurslóðum, og að minnkandi hafís geti leitt til einangrunar mismunandi svæða.

Sævar Ingþórsson (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 13:45

8 Smámynd: Jón Bergsteinsson

Að sjálfsögðu var hér allt morandi í refum í þúsundir, tugþúsundir og hundruð þúsunda ára, í gegnum hin ýmsu jökulskeið og hlýskeið ísaldarinnar sem við lifum á og alls ekki er enn lokið, þótt fávísir ímyndi sér það. Ísbirnir hafa líka örugglega verið hér álíka lengi, enda víða góðar aðstæður fyrir sel, helstu bráð þeirra. Það er alls ekki útilokað að hér hafi verið ísbirnir að staðaldri, þegar fyrstu landnámsmennirnir komu, sbr. sagan af Hörleifi og birninum í skóginum. Sú saga er ekki eins fráleit og ætla mætti.

Jón Bergsteinsson, 22.9.2012 kl. 14:37

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar minn. Ég er sammála þér um að frumbyggjar af manna og dýrategundum, hafa verið vanvirt, svívirt og útrýmd í Ameríku og víðar í veröldinni, af "SIÐMENNTUÐUM" og siðblindum villidýrum heimsstjórnar-seðlabanka-stjórnendanna, (baktjalda-hvíslaranna).

Indíánarnir voru og eru vísdómsfólk, sem siðlaus græðgisöfl höfðu engann siðferðisþroska til að skilja!

Því miður viðgangast þessar heims-bankaræningja-mafíu-útrýmingar á heiðarlegum frumbyggjum víða um heim, enn í dag.

Því miður var minkur fluttur inn til Íslands til ræktunar, sem fór svo úr böndunum, eins og flest mannanna verk gera oft. Ég hélt einu sinni að minkurinn væri grimmasta dýr sem finnst, en í seinni tíð hef ég komist að því að "siðmenntuð" mannskepnu-stjórnsýslan er miklu grimmari en minkurinn.

Refurinn er ekki grimmur, því hann drepur bráð sér til matar. Minkurinn er þeirri ónáttúru gæddur, að drepa, bara til að drepa. Nú er ég víst aðeins komin út fyrir efnið, að blanda minknum í umræðuna. Afsakaðu það Ómar.

Refurinn er að mínu mati frumbyggi, en það er ekki minkurinn. Þetta er mitt mat.

Hvorugum þessara villi-dýrategunda myndi ég bjóða að búa í nágrenni við mig. Þessi dýr myndu drepa mig og éta með góðri lyst, án þess að ég gæti nokkra björg mér veitt, ef þau fengju að fjölga sér of mikið, og fengju of mikil völd.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.9.2012 kl. 15:49

10 identicon

Um Pál Hersteinsson á vef HÍ

"Þótt hann (refurinn) hafi lifað hér fyrir landnám og sé eina landspendýrið sem hefur borist

til Íslands án aðstoðar manna nýtur hann ekki virðingar í"...

"Enginn hefur rannsakað melrakkann betur hér á landi en Páll Hersteinsson sem lést langt fyrir aldur fram haustið 2011 en hann starfaði sem prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands til dauðadags. Páli þótti eðlilegast að nota heitið melrakki á tegundina enda gekk tófan ekki undir öðru heiti fyrstu aldir Íslandsbyggðar.""

Sluppu engir refir úr búrum eins og minkrinn og eignuðust íslenska maka?

Bergþóra Sygurðardóttir (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband