24.9.2012 | 19:23
"SUV"-bíll ársins hjá Motor Trend.
Bandaríska bílatímaritið Motor Trend hefur valið tvo evrópska bíla sem bíla ársins, Volkswagen Passat í flokki venjulegra fólksbíla en Range Rover Evouque í flokki svonefndra "SUV"-bíla en SUV er skammstöfun fyrir Sport Utility Vehicle og falla undir þá skilgreiningu jeppar, jepplingar og fjölnotabílar.
Þrátt fyrir framfarir í hönnun, samsetningu og gæðum bandarískra bíla, eru það tveir evrópskir bílar sem hampa titlum Motor trend.
Passat er raunar afar vinsæll í heimalandi sínu þótt hann sé nokkuð stór bíll, og kemur næst á eftir Golf á sölulistum þar í landi það sem af er þessu ári.
Range Rover Evouque kemur á óvart við skoðun. Halda mætti að mjög þröngt, lágt til lofts og lágt set sé aftur í þessum bílum en hið gagnstæða kemur í ljós þegar sester aftur í hann.
Þetta léttasti bíllinn sem Land Rover framleiðir og nú er að koma nýr og stórkostlegur Range Rover sem er meira en 400 kílóum léttari en fyrirrennarinn.
Gallinn við léttinguna er sá að til hennar þarf að nota ál, sem er það dýrt, að það er aðeins hægt að nýta sér það í stærstu og dýrustu lúxusbílum.
Evouque er í boði með dísilvélum sem eru svo sparneytnar að erfitt er að trúa tölunum, sem gefnar eru upp. Á mörkunum er að kalla bílinn jeppling vegna þess að hann er frekar boðinn sem eindrífsbíll, sem hafi útlit jepplings og geti því talist stöðutákn.
Ekki ætti að koma á óvart að minni jepplingur sé í burðarlið þegar litið er til góðs gengis mismunandi stórra bíla hjá Audi og fleirum.
Land Rover íhugar minni bíl en Evoque | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.