Flótti frá Reykjavík?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Eygló Harðardóttir hafa nú tilkynnt að þau vilji flytja sig um set frá kjördæmum, hann til Norðausturkjördæmis og hún til Suðvesturkjördæmis.

P.S. innskot: Í upphaflegum texta þessa pistils fór ég skakkt með núverandi kjördæmi Eyglóar, sem er Suðurkjördæmi og er það hér með leiðrétt.

Ekki er hægt að verjast þeirri hugsun að léleg staða í Reykjavík eigi þátt í þessu. Skemmst er að minnast þess að Jón Sigurðsson, þáverandi formaður flokksins og ráðherra, komst ekki á þing 2007 og lét af formennsku í kjölfarið.

Í Suðvesturkjördæmi eru fleiri þingmenn en í öðrum kjördæmum og því þarf aðeins færri prósent atkvæða þar en annars staðar til þess að komast á þing.

Við síðustu kosningar fékk Framsóknarflokkurinn um tveimur prósentustigum meira fylgi í Suðvesturkjördæmi en í Reykjavíkurkjördæmunum og í Norðausturkjördæmi var fylgið meira en tvöfalt meira og einnig meira en tvöfalt meira í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. 

Fylgið í Reykjavíkurkjördæmunum var innan við tíu prósent og því mátti ekki miklu muna að flokkurinn fengi engan kjördæmakjörinn í þessum kjördæmum.  


mbl.is Bað Sigmund að fara ekki fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var það ekki fyrrverandi formaður Framsóknar sem flutti sig úr tryggu landsbyggðarkjördæmi og bauð sig fram í því kjördæmi þar sem Framsókn stóð höllustum fæti?

Ólíkt hafast menn að.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 13:06

2 identicon

Spurning hvort að SAS menn (Sérfraðingur Að Sunnan)verði í framtíðinni kallaðir "Sigmundur Að Sunnan" !

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 13:09

3 identicon

Eygló er reyndar þingmaður í Suðurkjördæmi, ekki Reykjavík.

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 13:36

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eygló Harðardóttir er 7. þingmaður Suðurkjördæmis og hefur búið í Vestmannaeyjum.

Þorsteinn Briem, 24.9.2012 kl. 13:39

5 identicon

Höskuldur ætti að gefa Sigmundi langt nef,fara í fylkingarbrjóst og bjóða sig fram í Reykjavík. Hefur engu að tapa en allt að vinna.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 13:45

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú reynir á það hvort framsóknarmenn í N - A kjördæmi styðja sinn mann eða reynast vera flokksdindlar með virðingu sem slíkum hæfir.

Því miður efast ég ekki eitt andartak um að Norð-austlendingar kolfalla á þessu prófi. 

Árni Gunnarsson, 24.9.2012 kl. 15:45

7 identicon

Gott fylgi Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi hefur ekki verið rós í hnappagat kjósenda þar. En upphaf samvinnuhreyfingarinnar í Þingeyjarsýslu átti auðvitað sinn þátt í því, þótt hækjan hafi fyrir löngu kastað göfugum hugsjónum ungmennafélaganna langt út í hafsauga og breyst í vinnumiðlun og argasta klíkuflokk.

En ef kjósendur fyrir norðan fara að kjósa sér Reykjavíkur kid, eða Simma Kögunar, sem sinn fulltrúa á þing, þá sýna þeir litla vitsmuni, sem hafa þó löngum prýtt Þingeyinga.

Ég get ekki ímyndað mér að það gerist.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 18:07

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég biðst forláts á ruglingi með kjördæmi Eyglóar Harðardóttur en ætli það sé samt ekki í lagi að setja fram spurningu um flótta úr Reykjavíkurkjördæmi, úr því að sjálfur formaðurinn er á förum þaðan.

Ómar Ragnarsson, 24.9.2012 kl. 19:02

9 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Ómar

Þessu framsóknarmáli alveg óskylt.

En mér hefur verið bent á að þú hafir í einhverjum þætti í sjónvarpi eða í útvarpi er snérist um hernámið 1940 minnst á bónda vestur í Gufudal í hinni gömlu Gufudalssveit.

Snérist frásögnin um að bóndinn hafi farið upp í fjöllin fyrir ofan Gufudal þ.e.a.s. Reiphólsfjöll til að leita uppi þýskan njósnara. Með bóndanum hafi verið piltur um tvítugt.

Þessi piltur sem hét Árni þórðarson hafi hlaupið fjallbúann uppi.

En ég hef heyrt þessa sögu eins og hverja aðra flökkusögu margoft en vantar einhverja ákveðna heimild fyrir sögunni.

En þessi piltur var faðir minn sem var fæddur 1919 og dó 1976. Mér þætti vænt um ef þú getur vísað mér á heimildir fyrir sögunni eða þó ekki væri nema að staðfestir að þú hafir notað þessa frásögn í einhverjum þætti.

Kær kveðja, Kristbjörn Árnason netfang: kristarn@mi.is

Kristbjörn Árnason, 25.9.2012 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband