26.9.2012 | 13:04
Akureyri flutt til Húsavíkur og Selfoss austur undir Eyjafjöll.
Lenging ferðaleiðarinnar fram og til baka um 32% milli miðju byggðar á Akureyri og miðju byggðar í Reykjavík, eða úr 514 kílómetrum upp í 676 kílómetra, alls 162ja kílómetra lenging, samsvarar því að Akureyri yrði flutt til Húsavíkur eða að byggðin á Selfossi austur undir Eyjafjöll.
Alþjóðlega skilgreiningin VBS, Virkt Borgarsvæði eða FUA (Functional Urban Aera) byggir á því að ekki sé lengra að fara frá jaðri byggðar, sem er stærri en 15 þúsund manns, inn til miðju hennar en 45 mínútur.
Akureyri, Akranes, Selfoss og Suðurnes eru í þessum skilningi úthverfi Reykjavíkur, eða öllu heldur, Reykjavík og þessar byggðir mynda sameiginlega virka borgarbyggð.
Ef innanlandsflugið yrði fært til Keflavíkur samsvarar það því að 17 þúsund manna byggðin á Akureyri yrði færð út fyrir þessa virku borgarbyggð alla leið til Húsavíkur.
Vísa að öðru leyti til næsta bloggpistils á undan þessum um þetta mál en vil bæta því við varðandi sjúkraflugið að reiknað í beinhörðum peningum kostar hvert íslenskt mannslíf 400 milljónir króna.
Þá er annað tjón, sem felst í þjáningum og missi ekki metið til fjár.
Landsbyggðin verður afskekktari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er verið að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur?!
"Keflavíkurflugvöllur er í 48 km fjarlægð frá Reykjavík."
Flugvöllur á Hólmsheiði yrði hins vegar í Reykjavík.
Og sjúklingum þarf ekki að stafa nein hætta af því að lenda á þeim flugvelli.
Þorsteinn Briem, 26.9.2012 kl. 13:43
Sjúklingar á Suðurlandi og Vesturlandi eru nú þegar fluttir með þyrlu að Landspítalanum í Fossvogi, ef á þarf að halda.
Sjúklingar í Vestmannaeyjum eru fluttir þaðan með flugvél en þyrlu þegar ekki er hægt að fljúga flugvél þangað vegna veðurs.
Og jafn langan tíma tæki að flytja sjúkling með sjúkrabíl af flugvellinum í Vatnsmýrinni að Landspítalanum við Hringbraut og með þyrlu af flugvelli á Hólmsheiði.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar fljúga á um fimm kílómetra hraða á mínútu, þannig að það tæki þær um þrjár mínútur að fljúga með sjúkling af flugvelli á Hólmsheiðinni á þyrlupall við Landspítalann við Hringbraut, ef á þyrfti að halda.
Þorsteinn Briem, 26.9.2012 kl. 13:48
Á Hólmsheiði er nægt rými fyrir alhliða innanlandsflugvöll, kennsluflug, einkaflug og flugsvið Landhelgisgæslunnar.
Þorsteinn Briem, 26.9.2012 kl. 13:52
Steinar, Hólmsheiðin er í 120 metra hæð yfir sjávarmáli og því eru veðurskilyrði þar verulega frábrugðin því sem þau eru á láglendinu. Það er mjög oft snjór í Árbænum þótt það sé ekki snjór niðri í bæ, hvað þá heldur fari maður enn hærra upp á Hólmsheiðina.
Það að setja helsta innanlandsflugvöll landsins upp á fjall trúi ég ekki að sé skynsöm leið í íslensku vetrarríki. Það hlýtur að fjölga mjög verulega þeim ferðum sem féllu niður vegna veðurs.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 26.9.2012 kl. 15:32
Bull og egoistahjal i ther kall. Thetta snyst meira um thitt eigid flygildi og thinna vina.
Ossi (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 15:48
Á Hólmsheiði var meðalhitinn 4,5 gráður á árunum 2006 og 2007, eða 1,1 gráðu lægri en á Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli.
Veðurmælingar á Hólmsheiði, Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli
Meðalhitinn á Hólmsheiði árin 2006 og 2007 var því trúlega eins og hann var á Reykjavíkurflugvelli árið 1975.
Hlýnað hefur hérlendis um 0,35°C á áratug frá árinu 1975, um 1,1 gráðu, sem er nokkru meira en hnattræn hlýnun á sama tímabili.
Veðurstofa Íslands - Loftslagsbreytingar
Meðalhiti eftir mánuðum í Reykjavík á árunum 1961-1990 var á bilinu 0-10°C.
Og búast má við áframhaldandi hlýnun í Reykjavík næstu áratugina.
Veðurstofa Íslands - Hnattrænar breytingar loftslags og áhrif þeirra á Íslandi - Sjá bls. 17
Þorsteinn Briem, 26.9.2012 kl. 16:40
Flugvellir eru á þúsundum staða í Evrópu og Bandaríkjunum, þar sem hitinn verður miklu lægri á veturna en á Hólmsheiði.
Til að mynda er að sjálfsögðu flogið allt árið til Moskvu og Stokkhólms. Og meðalhiti í Stokkhólmi í janúar er -2,9°C, um tveimur gráðum lægri en á Hólmsheiði.
Í janúar 2006-2007 var meðalhiti á Hólmsheiði -0,8°C, einungis 1,4°C lægri en í Vatnsmýrinni.
Þorsteinn Briem, 26.9.2012 kl. 16:43
"Stockholm Arlanda Airport is an international airport 37 km north of Stockholm."
"Since its opening Stockholm Arlanda has always managed to continue its operations during heavy snowfall and difficult weather.
The airport administration claims to be world-leading at clearing snow from the runways.
Arlanda has a policy to never close due to snowfall."
"The airport was first used in 1959."
Ég hef búið í Svíþjóð, langt fyrir sunnan Stokkhólm, og þar var miklu meiri snjór, kaldara og verra veður á veturna en hér í Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 26.9.2012 kl. 16:52
Ossi, flugvélin mín hefur ekki komið til Reykjavíkur í tvö ár og engin líkindi til þess að það breytist.
Árið 2024 þegar talað er um að flugvöllurinn verði endanlega lagður niður, er miklu líklegra að ég verði dauður en lifandi.
Hvernig getur dauður maður haft not af flugvelli?
Ómar Ragnarsson, 26.9.2012 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.