Einföld tölfræði og þarf enga könnun.

Í dag ferðast sá, sem fer fram og til baka á milli miðju byggðar á Akureyri og miðju byggðar í Reykjavík 514 kílómetra samanlagt á landi og í lofti.  

Ef innanlandsflugið yrði flutt til Keflavíkur myndi leiðin lengjast um 162 kílómetra, upp í 676 kílómetra.

Þessar einföldu tölur, tæplega 32%  lenging segja allt sem segja þarf um áhrif flutnings flugsins og eru svo margfalt stærri hér á landi en í nokkru öðru landi vegna þess einfalda atriðis, að Keflavíkurflugvöllur er í öfugri átt, miðað við Reykjavíkurflugvöll, frá öllum flugleiðum innanlands.

Hvergi á Vesturlöndum nema hér eru eða hafa verið uppi áætlanir um að flytja innanlandsflug í átt frá flugleiðunum út á ysta horn landsins.   

Þetta er svo sláandi, að í raun er óþarfi að fara út í að kanna það frekar. Lenging leiðarinnar yrði svo mikil, að hún samsvarar því að fólk í háskólanum á Bifröst yrði að byrja ferð til Reykjavíkur á því að aka fyrst norður í Hrútafjörð og síðan þaðan til Reykjavíkur, - og enda ferðina frá Reykjavík til Bifrastar með því að aka aftur norður í Hrútafjörð og síðan til baka til Bifrastar.  

Eða að íbúar á Selfossi þyrftu á leið til Reykjavíkur að aka fyrst austur á Hvolsvöll og þaðan til Reykjavíkur og í bakaleiðinni að fara aftur austur á Hvolsvöll og þaðan til Selfoss.


mbl.is Flugferðum myndi fækka um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Hvernig er hægt að koma vitinu fyrir þessa menn Ómar?

Sigurbjörn Sveinsson, 26.9.2012 kl. 12:52

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég trúi ekki að flugvöllurinn verði fluttur en mér finnst allt í lagi að Löngusker verði skoðuð nánar

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.9.2012 kl. 13:57

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Veðurstofa Íslands - Hnattrænar breytingar loftslags og áhrif þeirra á Íslandi - Sjá bls. 17

Þannig reiknar Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen með að sjávarstaðan við Reykjavík hafi hækkað um 80 sentímetra árið 2100 og 205 sentímetra árið 2200 vegna landsigs og gróðurhúsaáhrifa.

Sjávarstaðan hækkar því mikið við Löngusker á næstu áratugum og færir þau í kaf. Og væntanlega þarf að hækka sjóvarnargarða í Reykjavík.

Austurhöfnin - Minnisblað VST um sjávarstöðu í Reykjavík - Sjá bls. 19

Þorsteinn Briem, 26.9.2012 kl. 14:39

4 identicon

Bull, getur ekki borid saman flygildi og bila ommi minn.

Ossi (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 15:44

5 identicon

Ágætis skýrsla sérstaklega hvað varðar talnastaðreyndir, en býsna einhliða og oft með gildishlöðnu orðalagi hvað varðar ályktanir sem draga má. Horfir nánast eingöngu á stöðuna eins og hún er í dag, og hvað þessi breyting myndi þýða án þess að mögulegar mótvægisaðgerðir séu skoðaðar, og ef slíkt er nefnt þá er fljótt dregið úr aftur.

Það er augljóst að fyrir þá sem fara um REK frá landsbyggðinni og hafa erindi í grennd við völlinn, er breytingin versnun. En tíminn sem tapast á heildina litið er ansi lítill. Ef við reiknum með að Hver einstaklingur af ca. 100.000 manna landsbyggðinni ferðist 2,8 ferðir á ári (70%x400.000 / 100.000) þá þýðir þetta 2,8x40 mín = 1 klst. og 52 mín sem tapast á ári á hvern einstakling landsbyggðarinnar. Einstaklingur sem býr í Norðlingaholti og vinnur í miðbænum hefur ferðatíma í og úr vinnu kannski 170-200 klst. á ári (ca. 40-50 mín/dag sem er held ég ekki óraunsætt). Að stytta ferðatíma innan Rvk. um bara 10% fyrir þennan einstakling myndi samt spara honum 10-falt fleiri klukkustundir árlega en fyrir landsbyggðarmanninn sem flaug. 

Mér sýnist af ýmsum skýrslum Íslendingar að meðaltali fara um KEF til útlanda ca 2/ári (1 ferð út, 1 heim). Mér sýnist landsbyggðarfólk flest neyðast til að kaupa sér gistingu nóttina fyrir brottför frá KEF, eða leggja af stað kannski kl.2-3 um nótt í akstur til KEF. Þá er spurningin, hversu stór hluti þeirra myndi geta sleppt þessu ef hægt væri t.d. að fljúga frá Akureyri beint til KEF, tékka farangurinn inn alla leið og geta þá farið í loftið ca. 06 Á Akureyri til að ná vél sem færi kl. 08? Jafnvel þeir sem ferðast með fjölskyldu gætu séð sér hag í að kaupa innanlandsflugmiðann á alla fjölskylduna ef hægt er að sleppa gistinóttinni. Vissulega færðist Rvk center 40 mín fjær en 20-30 stórborgir eru komnar mörgum klukkutímum nær.

Það er styrkur fyrir landsbyggðina ef höfuðborgarsvæðið er eins hagkvæmt og mögulegt er, þýðir t.d. að meira er þá afgangs til að setja í nauðsynlegar vegabætur á landsbyggðinni (skýrslan sýnir t.d.  að flugfarþegum frá Vestmannaeyjum hefur fækkað um 60%! þótt að Landeyjahöfn sé ekki algjörlega traust ennþá árið um kring. Sú höfn er greidd að 70% hluta af þeim sem búa á höfuðborgarsvæðinu.

Þorgeir Gestsson (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband