28.9.2012 | 00:07
Lenti í vafasömum félagsskap rígfullorðinn.
Oftast eru það unglingar sem lenda í vafasömum félagsskap sem hefur slæm áhrif á líf þeirra. En svo er að sjá að rígfullorðnir menn geti lent í þessu, því að Tom Cruise er kominn á sextugsaldur.
En svo lærir lengi sem lifir.
Snýr baki við Vísindakirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tom Cruise var kvæntur Mimi Rogers á árunum 1987–1990, þegar hann var 25-28 ára gamall.
"Cruise first joined the church through his first wife, actress Mimi Rogers. Her dad was one of the most powerful Scientologists.
Although Cruise was initially skeptical about the religion, leader David Miscavige was determined to land him, saying "this guy is so famous, he could change the face of Scientology forever.""
How The Scientologists Recruited Tom Cruise
Þorsteinn Briem, 28.9.2012 kl. 00:44
Gott mál ef karlinn nær að slíta sig frá vísindakirkjunni. Eitt samt Ómar, þú talaðir um að drottinn hafi bjargað þér þarna um daginn, það er ekki neinn munur á því og svo því þegar Tom var að lýsa því að Xenu og co hafi bjargað sér, þetta er nákvæmlega sami hluturinn. Eini munurinn er að þín trú er eldri; thats it. :)
DoctorE (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 07:41
Hálf súrt fyrir Crúsinn að það sé sagt að hann sé kominn á sextugsaldurinn þegar hann er bara rétt skriðinn úr 50 ára afmælinu, þarna er greynilega fyrrum fjölmiðlamaður á ferð sem kann að orða hlutina og kreysta út úr fréttinni það sem hægt er hverju sinni :)
Ég myndi líklega hvæsa ef einhver færi að ýja svona að mérvarðandi sextugsaldurinn þegar ég væri í þynnkunni daginn eftir 50 ára afmælisskrallið..... Þá myndu rallýtatarnir ekki bjarga honum Ómari ha ha
Urrrratttannnn..... fyrir hönd Crúsarinnar.
En varðandi þessa Vísindakirkju þá gæti mér ekki verið sama um hvaða Kirkju Crúsinn var og ég treysti þessum fréttum sí svona því allt er blásið svo upp í þessum fréttum til þess að þetta verði einhver frétt yfir höfuð,smá krydd hér og þar og þá er akkurar ekkert orðið að stórfrétt.
Það er öllum saman hvaða kirkju ég er í hingað til enda er ég ekkert frægur víst ,en svo verður maður frægur einn daginn og þá verður það óskaplega mikilvægt hvað það trúír á...
Slétt sama hvaða kirkjugólf hann Cruse crúsar um.
Riddarinn , 28.9.2012 kl. 12:30
Doktor e er svo mikill síkópati að það er hreinlega fyndið...
Samt merkilegt hvað fólk sýnir svona fólki, og af svipuðu sauðahúsi mikla meðvirkni. Væri vert að rannsaka hver vegna í ósköpunum?
Einar Sig. (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 16:52
Varðandi aldur í ofangreindri umræðu, íslensk málvenja er að daginn sem fólk nær fullum tug í aldri er samstundis byrjað að klifa á að fólk sé komið á tuginn sem á eftir kemur. Það er niðurdrepandi fyrir fólk að fullyrt sé á 40 ára afmælisdegi þess sé það komið á fimmtugsaldur. Þannig skrifa allir fjölmiðlar um aldur fólks. Það er í raun ekki rétt, þó hægt sé að færa rök fyrir því. Í raun er fólk einungis að hefja 10 ára vegferð þar til það nær upp í fullan næsta tug. Engin segir við 10 ára barn að það sé komið á tvítugsaldurinn, því síður að unglingar sem eru 13 eða 14 ára séu á tvítugsaldri. Fjölmiðlamenn eiga að hætta skrifa þannig að huglægt bæta þeir 10 til 19 árum á fólk.
Sólbjörg, 30.9.2012 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.