29.9.2012 | 17:50
Þráhyggjunni verður að linna.
Þráhyggjan um að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur birtist í furðulegustu myndum. Þannig fullyrti Árni Sigfússon, sem bæði hefur borgarstjóri í Reykjavík í bæjarstjóri í Reykjanesbæ, að ferðatíminn myndi aðeins aukast um 20 mínútur ef innanlandsflugið flyttist suður eftir.
Í kílómetrum er munurinn á akstursvegalengdunum fá miðju byggðar og þjónustu höfuðborgarsvæðisins til flugvallanna 47 kílómetrar. Siðan bætist við eins kílómetra lengri akstur flugvélanna vegna þess hvað Keflavíkurflugvöllur er miklu stærri en Reykjavíkurflugvöllur.
Þar á ofan kemur síðan 7 mínútna lenging flugtímans vegna 37 kílómetra lengri flugleiðar.
Sú lenging og aksturinn á flugvellinum nemur minnst 9 mínútum og þá eru eftir 11 mínútur sem það á að taka að aka 46 kílómetra viðbótarvegalengdina. Það þýðir að hraði bílsins þarf að vera meira en 250 km/klst!
Jafnvel þótt lenging aksturs á flugvellinum og lenging flugtímans séu ekki reiknuð með, þarf hraðinn á þessum 46 kílómetrum að vera meira en 140 km/klst.
Þessa fullyrðingu gleyptu aðrir sem voru í þessum spjallþætti þótt reiknisdæmið sé einfalt og óhrekjanlegt.
Það hvernig flugvöllurinn er síðan afræktur að því er virðist til að gera starfseminni þar sem erfiðast fyrir virðist byggjast á sömu þráhyggjunni. Að ekki skuli mega malbika svæði þar sem nú þegar er bílastæði er með hreinum ólíkindum.
Frá upphafi hefur ekki verið gætt jafnræðis í umræðunni. Þannig hafa farið fram samkeppnir um byggð án flugvallar en enginn samkeppni um byggð með flugvöll hefur farið fram.
Ég hef nú endureiknað lengingu samtals ferðaleiðar ef flugið verður flutt, og tekið með í reikninginn lengri akstur flugvéla á vellinum og lengra aðflug þegar ekki er flogið beint inn, og útkoman er 48 kílómetrar á landi og 38 kílómetrar í lofti eða 86 kílómetrar.
Það þýðir 172ja kílómetra lengri ferðaleið fram og til baka. Framhjá þessari einföldu og óhrekjanlegu staðreynd er reynt að komast með því að flækja málið út í hið óendanlega og kasta fram staðreyndum sem fá ekki staðist.
Það verður aldrei sátt um að fara með innanlandsflugið til Keflavíkur og löngu komið mál til að snúa sér að því að halda samkeppni sérfræðinga um tilhögun flugvallarins nokkurn veginn þar sem hann er núna, en strax 1956 bendi Agnar Koefoed-Hansen á þann möguleika að lengja austur-vestur-flugbrautina, sem vindur stendur lang mest á, til vesturs.
Ég hef bent á þetta lengi í ræðu og riti en ekkert virðist geta unnið á þráhyggjunni sem ræður ríkjum.
Sé austur-vestur-brautin lengd til vesturs skapast möguleikar til að gera nýja og styttri þverbraut vestar en norður-suðurbrautin er núna, sem þar að auki lægi í stefnu framhjá Kársnesinu, en þetta myndi losa mikið rými sem núverandi norður-suður-braut tekur.
Flugfélagið má ekki malbika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þarna geta menn loksins endanlega gert sig af fíflum með því að reyna að kjafta niður það sem eru óhrekjanleg tölvísindi. Flott að fá þá út úr skápunum!!!!
Jón Logi (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 18:04
Flugvöllur á Hólmsheiði yrði einungis í 15 kílómetra fjarlægð frá Gamla miðbænum í Reykjavík og áætlaður ferðatími þangað frá flugvellinum er 15 mínútur, samkvæmt skýrslu frá september 2006 um framtíðarflugvallarstæði í Reykjavík.
Hæð yfir sjó yrði 135 metrar, en Keflavíkurflugvöllur er í 52ja metra hæð, og aðalbraut lægi AV en þverbraut NS.
Blindaðflug yrði mögulegt úr austri og vestri og Hólmsheiði fær góða eða þokkalega einkunn fyrir alla flugstarfsemi, þar með talið sjúkraflug, sem fær þokkalega einkunn.
Heildarkostnaður við flugvöllinn yrði um tíu milljarðar króna en frá þeirri upphæð dregst andvirði verðmætasta byggingarlandsins í Reykjavík, 135 hektarar innan girðingar í Vatnsmýrinni, og Samtök um betri byggð töldu árið 2001 að það byggingarland væri að minnsta kosti fjörutíu milljarða króna virði.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Veðurmælingar á Hólmsheiði, Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli
Þorsteinn Briem, 29.9.2012 kl. 18:39
Heir heir Ómar. Ég nýt þeirrar gæfu að búa í Reykjavík. Það tók slökkuliðsmennina okkar 27 mínútur að koma mér með tappa í heila uppí rúm á gjörgæslunni frá því 112 fékk uppkallið.
Þrír tímar eru hámarkstími sem má líða, ef björgun heilafruma á að vera möguleiki, hjá fólki sem hefur fengið heilablóðfall . Lengingin við flugtímann til Keflavíkur frá flestum stöðum og aksturinn til Reykjavíkur er dauðadómur til handa mörgum og hörmulegt ævikvöld til handa öðrum.
Svo má spyrja er meiningin að hafa tvær mannaðar sjúkrabifreiðar til taks í Keflavík alla daga.
Að einhverjir glópar skuli í sífelldum atkvæðaspreng , ætla að eyðileggja mesta dýrmæti Reykjavíkur er bara, Nei ég næ því enganveginn.
Til hvers og fyrir hvern. Amlóðana sem fengu styrk, keyptu fyrir styrk, endurreystu fyrir styrk, eru á styrk og eru nýbúar í Skerjafyrðinum.
Kári H. Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 19:18
Þetta er auðvitað tómt rugl í Árna. Síðastliðin 40 ár hef ég líklega til jafnaðar tekið rútu frá KEF á Umferðarmiðstöðina tvisvar á ári. Ég reikna orðið með tveimur tímum frá lendingu vélarinnar og þar til ég er kominn á BSÍ.
Eins og Ómar rekur er akstur vélanna lengri, þá þarf að bíða eftir töskum, kaupa miða með Flybus, bíða þar til hann fer að stað og síðan er akstur til Reykjavíkur, sem getur tekið sinn tíma eftir umferð, veðri og vindum.
Ferðatíminn frá Akureyri til höfuðborgarinnar mundi lengjast um minnst tvo tíma eða 120 mínútur, en ekki 20 eins og Árni fullyrðir. Furða hvað menn geta bullað!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 20:08
Oftast er ég sammála nafna mínum, en í þessu efni alls ekki. Ég vil nefna þrjú atriði sem menn nefna venjulega ekki varðandi innanlandsflug frá Keflavíkurvelli:
a. Líklega er skynsamlegast að halda innanlandsflugi og utanlands aðskildu. Umstang í kringum innanlandsflugið er einnig mikið minna, jafnvel þótt fyrirsjáanlegt er að taka þurfi upp evrópskar öryggisreglur í því fyrr eða síðar.
b. Þá þarf að byggja nýja innanlandsflugsstöð í Keflavík.
c. Augljóslega getur sú flugstöð verið nær Reykjavík en flugstöð Leifs Eiríkssonar. Staðsetning flugstöðvarinnar var valin með tilliti til þarfa bandaríska hersins, en ekki miðuð við bestu staðsetningu m.v. höfuðborgarsvæðið. (Nú þekki ég ekki til og veit ekki hvort sé nothæft, en er ekki gamalt flugvallarstæði rétt fyrir ofan Njarðvík?)
Hvað útreikninga Ómars varðar, þá geri ég ráð fyrir að Árni Sigfússon hafi átt við ferðatímann frá flugstöð, en ekki annan aukatíma sem Ómar bendir þó réttilega á (miðað við núverandi staðsetningu í Keflavík). Það er því óþarft að snúa mikið út úr fyrir honum. Ef reiknað er með miðju höfuðborgarssvæðisins (við Borgarspítalann), en ekki fara allir ferðalangar til miðborgarinnar, þá tekur það um 7-10 mín. frá Reykjavíkurflugvelli að keyra þá leið á venjulegum degi. Líklega hefur Árni í anda íslenskrar umræðuhefðar skafið nokkuð af, því ekki geri ég ráð fyrir að ferðatíminn sé aðeins 27-30 mín. frá Njarðvík/Keflavík til Borgarspítalans. Hann er þó ekki mikið lengri, enda hægt að ná góðum meðalhraða á leiðinni.
Augljóslega munu aukin lífsgæði Reykvíkinga verða keypt með auknum (flug)ferðakostnaði þeirra tiltölulega fáu sem sækja borgina heim eða fara út á land með flugi. Heildarlífsgæðin þjóðarinnar munu hins vegar batna mjög. Hugsanlega er hægt að minnka þau lífsgæði nokkuð með því að leggja í kostnað við hraðlest milli flugvallar og Reykjavíkur, en það er utan við efni þessarar athugasemdar.
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 21:04
Enn er látið eins og 40 milljarðir ókeypis af himnum ofan. En auðvitað þurfa einhverjir að greiða það fé og ekki munu þeir nota þá peninga í annað.
Hvað varðar ferðatímann má búast við gamla söngnum um hraðlest eða einteinung upp á 70 milljarða minnst en eftir sem áður lengist ferðaleiðin milli Reykjavíkur um meira en 170 kílómetra.
Ómar Ragnarsson, 29.9.2012 kl. 21:05
Sjúklingar á Suðurlandi og Vesturlandi eru nú þegar fluttir með þyrlu að Landspítalanum í Fossvogi, ef á þarf að halda.
Sjúklingar í Vestmannaeyjum eru fluttir þaðan með flugvél en þyrlu þegar ekki er hægt að fljúga flugvél þangað vegna veðurs.
Og jafn langan tíma tæki að flytja sjúkling með sjúkrabíl af flugvellinum í Vatnsmýrinni að Landspítalanum við Hringbraut og með þyrlu af flugvelli á Hólmsheiði.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar fljúga á um fimm kílómetra hraða á mínútu, þannig að það tæki þær um þrjár mínútur að fljúga með sjúkling af flugvelli á Hólmsheiðinni á þyrlupall við Landspítalann við Hringbraut, ef á þyrfti að halda.
Þorsteinn Briem, 30.9.2012 kl. 00:19
Á Hólmsheiði var meðalhitinn 4,5 gráður á árunum 2006 og 2007, eða 1,1 gráðu lægri en á Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli.
Veðurmælingar á Hólmsheiði, Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli
Meðalhitinn á Hólmsheiði árin 2006 og 2007 var því trúlega eins og hann var á Reykjavíkurflugvelli árið 1975.
Hlýnað hefur hérlendis um 0,35°C á áratug frá árinu 1975, um 1,1 gráðu, sem er nokkru meira en hnattræn hlýnun á sama tímabili.
Veðurstofa Íslands - Loftslagsbreytingar
Meðalhiti eftir mánuðum í Reykjavík á árunum 1961-1990 var á bilinu 0-10°C.
Og búast má við áframhaldandi hlýnun í Reykjavík næstu áratugina.
Veðurstofa Íslands - Hnattrænar breytingar loftslags og áhrif þeirra á Íslandi - Sjá bls. 17
Þorsteinn Briem, 30.9.2012 kl. 00:21
Flugvellir eru á þúsundum staða í Evrópu og Bandaríkjunum, þar sem hitinn verður miklu lægri á veturna en á Hólmsheiði.
Til að mynda er að sjálfsögðu flogið allt árið til Moskvu og Stokkhólms. Og meðalhiti í Stokkhólmi í janúar er -2,9°C, um tveimur gráðum lægri en á Hólmsheiði.
Í janúar 2006-2007 var meðalhiti á Hólmsheiði -0,8°C, einungis 1,4°C lægri en í Vatnsmýrinni.
Þorsteinn Briem, 30.9.2012 kl. 00:22
"Stockholm Arlanda Airport is an international airport 37 km north of Stockholm."
"Since its opening Stockholm Arlanda has always managed to continue its operations during heavy snowfall and difficult weather.
The airport administration claims to be world-leading at clearing snow from the runways.
Arlanda has a policy to never close due to snowfall."
"The airport was first used in 1959."
Ég hef búið í Svíþjóð, langt fyrir sunnan Stokkhólm, og þar var miklu meiri snjór, kaldara og verra veður á veturna en hér í Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 30.9.2012 kl. 00:24
Steini,
Flugvöllur á Hólmsheiði stenst engan samanburð við Reykjavíkurflugvöll.
Nálægð við fjöll þýðir verra aðflug og aukna ókyrrð.
Hæð yfir sjávarmáli þýðir meiri ísingu og fleiri daga ófæra vegna þoku.
Staðsetning flugvallar á vatnsverndarsvæði er tær della.
Kostnaður við nýjan flugvöll sem stenst kröfur sem þarf að uppfylla, er algerlega út úr kortinu, hvort sem hugmyndin er um Löngusker eða ???
.
Ef Reykjavíkurflugvöllur verður lagður niður þá flyst innanlandsflug til Keflavíkur. Hugmyndir um annað eru, því miður, óraunhæft hjal.
Salix (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 01:29
Ómar Ragnarsson heldur náttúrlega að lóðir í Reykjavík séu ókeypis.
Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum í Vatnsmýrinni 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.
Og frá ársbyrjun 2006 hefur verðbólgan hér á Íslandi verið 60%, þannig að ekki hefur markaðsvirði byggingaréttar í Vatnsmýrinni lækkað frá þeim tíma.
Apríl 2007: Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65
Hagfræðistofnun reiknaði árið 2007 með 38 milljarða króna þjóðhagslegum ábata af flugvelli á Hólmsheiði og 18 milljarða hagnaði ríkissjóðs, 26 milljarða hagnaði borgarsjóðs og 11,5 milljarða hagnaði íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Hins vegar yrði töluvert minni ábati af flugvelli á Lönguskerjum.
Apríl 2007: Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar - Sjá bls. 87
"Á Hólmsheiði er nægt rými fyrir alhliða innanlandsflugvöll, kennsluflug, einkaflug og flugsvið Landhelgisgæslunnar."
"Aðalskipulög hafa nánast stöðu lagasetningar og vega mjög þungt.
T.a.m. er aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024 undirritað af borgarstjóranum í Reykjavík, skipulagsstjóra ríkisins og umhverfisráðherra, ásamt vottum."
Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024 var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur 18. apríl 2002, afgreitt af Skipulagsstofnun til staðfestingar umhverfisráðherra 19. desember 2002 og staðfest af umhverfisráðherra 20. desember 2002.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
11.7.2012:
"Reykjavíkurborg fer með skipulagsvald á flugvallarsvæðinu og það verður innanríkisráðherra að virða eins og aðrir.
Þetta segir formaður borgarráðs sem telur að áætlanir um íbúðabyggð í Vatnsmýrinni standist og flugvöllurinn verði farinn þaðan árið 2024."
Segir innanríkisráðherra þurfa að virða skipulagsvald Reykjavíkur
Þorsteinn Briem, 30.9.2012 kl. 01:34
21.9.2011:
"Fimmtíu íbúðir hafa selst í sex hæða lúxusfjölbýlishúsi við Mánatún 3-5 í [105] Reykjavík á síðustu fjórum mánuðum."
Fimmtíu lúxusíbúðir seldust á fjórum mánuðum
Þorsteinn Briem, 30.9.2012 kl. 01:56
30.6.2012:
"Guðlaugur Ingi Guðlaugsson, sölumaður hjá Stakfelli, segir góða eftirspurn eftir íbúðum í nítján hæða nýjum turni í Skuggahverfinu.
"Við stefnum á að allar íbúðirnar verði seldar þegar húsið verður tilbúið næsta vor eða fyrr.
Það er búið að selja 20 af 40 íbúðum.
Verðið er frá 38 til 99 milljónir króna," segir Guðlaugur Ingi."
Gerir íbúðirnar dýrari - mbl.is
Þorsteinn Briem, 30.9.2012 kl. 01:59
Steini, ertu búinn að gleyma því að árið 2006 var verðbólan á íbúðum að nálgast það hámark sem hún fór í. Mér kæmi ekki á óvart þó byggingarlandið þarna, þó verðmætt sé og hafi best haldið sínu verðgildi, sé lægra metið nú en árið 2006.
Þú selur ekkert íbúðir í dag á hvaða verði sem er eing og hægt var að gera 2006. Það þýðir að það er ekki hægt að borga hvað sem er fyrir lóðina undir þær.
Landfari, 30.9.2012 kl. 02:03
11.7.2012:
"Reykjavíkurborg fer með skipulagsvald á flugvallarsvæðinu og það verður innanríkisráðherra að virða eins og aðrir.
Þetta segir formaður borgarráðs sem telur að áætlanir um íbúðabyggð í Vatnsmýrinni standist og flugvöllurinn verði farinn þaðan árið 2024."
Segir innanríkisráðherra þurfa að virða skipulagsvald Reykjavíkur
Þorsteinn Briem, 30.9.2012 kl. 03:14
Peningar eru ekki allt hr. Breim Líf og limir eru verðmeiri.
Vildi helst ekki óska þér hjartastopps að blóðtappa í heimskuna, en þú ert svo vonlaust dæmi hr. Breim að róttækni er kanski það eia sem dugar á copy paist genin þín.
Kári
K.H.S., 30.9.2012 kl. 10:14
"Þegar veður er slæmt eða aðstæður erfiðar er leitað til þyrluþjónustu Landhelgisgæslunnar en hún þjónar auk þess Suður- og Vesturlandi."
Svar þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um sjúkraflug
"Fastur kostnaður flugsviðs [Landhelgisgæslunnar] er u.þ.b. 80-85% af árlegum rekstrarkostnaði sviðsins og er að mestu óháður því hversu margar flugstundir loftfaranna eru.
Þetta þýðir m.a. að fækkun eða fjölgun flugtímanna fer ekki að hafa áhrif fyrr en hún er orðin veruleg."
Ársskýrsla Landhelgisgæslunnar 2003 - Sjá bls. 9-10
Þorsteinn Briem, 30.9.2012 kl. 13:52
Þyrlur Landhelgisgæslunnar fljúga á um fimm kílómetra hraða á mínútu, þannig að það tæki þær þrjár mínútur að fljúga með sjúkling af flugvelli á Hólmsheiðinni á þyrlupall við Landspítalann við Hringbraut, ef á þyrfti að halda, sama tíma og tekur að aka sjúklingi af Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýrinni á Landspítalann.
Þorsteinn Briem, 30.9.2012 kl. 13:55
Enginn hefur reiknað út hve marga tugi milljarða mætti fá vegna sölu lóða fyrir íbuðabyggingar á hafnarsvæðunum í Reykjavík, sem eru jafn stór og flugvöllurinn.
Heldur ekki hve marga tugi milljarða mætti fá yfir íbúðalóðir á núverandi stæði Miklubrautarinnar, sem tekur yfir svæði sem er hálft flugvallarsvæðið.
Borgir, ekki síst höfuðborgar, byggjast á samgöngum á landi, sjó og í lofti.
Þetta eru þrír þræðir og einn liggur að ofan eins og í sögunni af köngulónni, sem vildi klippa á þann þráð.
Ef við tökum þá umræðu alla leið að gera afleiðingu af góðri legu til samgagna að aðalatriði og úthýsa orsökinni, og reisum alls staðar íbúðabyggð þar sem nú eru stærust samgöngumannvirkin erum við að rjúfa orsakasamhengi og tilvistarforsendur höfuðborgar.
Ómar Ragnarsson, 30.9.2012 kl. 14:07
"Á Hólmsheiði er nægt rými fyrir alhliða innanlandsflugvöll, kennsluflug, einkaflug og flugsvið Landhelgisgæslunnar."
Þorsteinn Briem, 30.9.2012 kl. 14:07
16.6.2012:
"Sérbýli sem kostar 40 milljónir í Hvarfahverfi myndi kosta 65,6 milljónir ef það væri í Þingholtunum.
Íbúð í fjölbýli sem í Hvörfum væri metin á 19,8 milljónir kostaði 29,4 milljónir í Þingholtunum, sem er dýrasta hverfið á höfuðborgarsvæðinu."
Þingholtin eru dýrasta hverfið á höfuðborgarsvæðinu
Þorsteinn Briem, 30.9.2012 kl. 14:29
Það liggur fyrir að íbúum Reykjavíkur/höfuðborgarsvæðisins muni fjölga um nokkra tugi þúsunda á næstu áratugum ef mannfjöldaspár ganga eftir. Miðað við núverandi aðstæður er aðeins hægt að koma þeim fyrir í úthverfum. Þegar Reykjavíkurflugvöllur verður lagður af skapast möguleiki á að byggja þeim húsnæði í Vatnsmýrinni.
Skjótum aðeins út í loftið og gerum ráð fyrir 40 þúsund manna byggð á svæðinu. Það þýðir um það bil 30 þúsund fullorðnir sem þurfa að ferðast til og frá vinnu eða skóla. Að miðju höfuðborgarsvæðisins eru, segjum, 8 mínútna innanbæjarakstur frá Vatnsmýrinni, en líklega um 20 mínútna akstur úr úthverfum. Gerum svo ráð fyrir 200 vinnudögum, þá verða þær 12 milljónir ferðirnar þar sem 12 mínútur sparast (=144 milljónir mínútna).
Segjum svo að 400 þúsund ferðir um Reykjavíkurflugvöll lengist við þetta um 60 mínútur (þá er það reyndar mjög teygt út í fjarstæðu). Það gera 24 milljónir mínútna. Það er augljóst að lífsgæði þjóðarinnar í heild munu batna, en tiltölulega lítils hóps versna mjög (eða stórs hóps versna lítillega).
Annað tapast hugsanlega, flugrekstur mun t.d. augljóslega verða fyrir áhrifum og störf munu tapast vegna nauðsynjar á hagræðingu. Þá verðum við líka á móti að athuga hvað vinnst annað við að leggja af flugvöll i miðri Reykjavík og koma þar upp blómlegri byggð, minnka eldsneytisnotkun og CO mengun.
Auðvitað þarf að huga að samgöngum og því um líku, eins og nafni bendir á. Það er hins vegar tæknilegt úrlausnarefni. Ávinningurinn af því að leggja af Reykjavíkurflugvöll og flytja innanlandsflugrekstur til Njarðvíkur er hins vegar augljós.
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 17:32
Best er að benda mr. Briem & co. á nokkur atriði, og byrja á tilvitnun úr hans ranni:
"Sjúklingar á Suðurlandi og Vesturlandi eru nú þegar fluttir með þyrlu að Landspítalanum í Fossvogi, ef á þarf að halda."
- Jamm, stundum. Það varð mikið að gera fyrir þyrluna þegar fæðingardeildin í Eyjum var lögð niður, gott ef ekki þurfti að opna hana aftur v. kostnaðar við þyrluflug.
- Einhvernveginn gleymist það oft að þyrlan er send úr bænum, og þarf því að fljúga 2 leiðir, ekki bara aðra.
- Og svo hið margnefnda, - hvaðan rignir öllum þessum pening? Er búið að fylla öll hálfbyggðu hverfin bæði í Reykjavík og á Reykjanesi?
- Smá saga. Kunningi minn lenti í alvarlegu slysi í uppsveitum Árnessýslu. Sjúkrabíll & Þyrla. Bíllinn varð á undan í bæinn.
- Smá upplýsingar. Mest allt sjúkraflug fer fram í fastvængjum, ekki þyrlum. Þyrlur eru margfalt dýrari í rekstri, og svo er það hið áðurnefnda, að það eru báðar leiðir að fara.
Jón Logi (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 07:42
Ómar arðarson, hvaða forsendur hefur þú til að gefa þér að allir sem kæmu til með að búa á þessu svæði komi til með að vinna þar líka.
Nú þegar er fullt af fólki sem býr í 101 Reykjavík en vinnur þar ekki heldur fer sumt hvert um langan veg í vinnu. Jafnvel í önnur bæjarfélög.
Landfari, 8.10.2012 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.