Ólíkt var það oft fyrrum.

Sú var tíðin að við hjónin vorum með allt sjö börn á framfæri. Einmitt þá lentum við oftar en einu sinni í því að aðgerðir ríkisstjórna til að taka á við fjárhagsvanda, t. d. 1974, 78 og 83 bitnuðu mest á barnafjölskyldum.

Okkur var oft hugsað til þess hvernig þær fjölskyldur þar sem tekjurnar voru lágar, færu að því að halda velli.

Þetta hefur löngum verið lenska hér þegar svonefndar "bráðnauðsynlegar efnahagsaðgerðir" hafa verið framkvæmdar og ljóst var nú síðast eftir Hrunið, að vandi barnmargra heimila hjá tekjulágum foreldrum var mestur.

Því er það fagnaðarefni að nú skuli sérstaklega verið hugað að þessu fólki í stað þess að það fari einna verst út úr efnahagsþrengingum á borð við þær sem Hrunið leiddi af sér. Það var mikið!


mbl.is Beint að barnmörgum og tekjulágum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband