2.10.2012 | 20:18
Bíll sem kaupandi bíls í þessum verðflokki þarf að líta á.
Ég er sammála þeim sem segja að Peugeot 208 sé vel heppnaður og má segja að hann komi fram á besta tíma sem hugsast gat fyrir framleiðandann sem berst nú í bökkum fjárhagslega.
Bíllinn er til dæmis með jafnþægilegu rými og góðu fyrir bæði farþega og farangur og bílar í næsta stærðarflokki fyrir ofan.
Nokkrum sinnum hefur Peugeot tekist að komast í fremstu röð í sölu á einstökum gerðum, og má til dæmis nefna Peugeot 205 sem varð söluhæastur í sínum stærðarflokki í Frakklandi á sínum tíma og velti Renault 5 úr sessi.
Þar að auki gerði Peugeot 205 GTI sér lítið fyrir og skákaði Golf GTI og öðrum bílum í GTI-flokki smærri bíla.
Þeir sem eru að spá í bíla sem kosta upp undir 2,5 milljónir ættu ekki að sleppa því að skoða Peugeot 208.
Peugeot 208 stekkur fram fullskapaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Leiðrétting: Peugeot 208.
Birnuson, 3.10.2012 kl. 14:21
Takk. Búnn að breyta, en eins og sést á tengingunni var hér um arfa innsláttarvillu að ræða, en þær eru hættulelgastar þegar þær eru svo aumingjalegar, að maður trúir því ekki að maður geri svona.
Ómar Ragnarsson, 3.10.2012 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.