13.10.2012 | 15:44
Var aldrei, er ekki og verður aldrei "rétti tíminn fyrir álver."
2007 lá einhver reiðinnar býsnin á að vaða af stað með byggingu álvers í Helguvík með samningum einungis þriggja af minnst 15 aðilum sem tengjast verkefninu.
Frekjan, yfirgangurinn og ábyrgðarleysið voru slík, að það átti að byrja á fullu, þótt ósamið væri við minnst tólf sveitarfélög um línur, vegi og virkjanir, ekki búið að finna orku fyrir risaálver, hvað þá að semja um orkuverð eða gæta að umhverfisáhrifum.
Þá var hrópað: Álver strax! Nú er rétti tíminn!
Á fundi með talsmanni Norðuráls 2008 kom fram að þótt látið sé í veðri vaka að um sé að ræða mun minna en hin álverin við Faxaflóann, yrði ekki hægt að reka hagkvæmt álver nema það yrði að lokum minnst 340 þúsund tonn þrátt fyrir að fá orkuna á lægsta orkuverði í heimi.
Þessi stærð myndi einfaldlega krefjast þess að öllum jarðvarmasvæðum Reykjanesskagans yrði stútað plús Neðri-Þjórsá og Kerlingarfjöll, hvað sem einhverri rammaáætlun liði.
Lögð tvö mannvirkjabelti svonefnd þvert yfir hálendið með tilheyrandi raski.
Þegar orkan færi að dvína eftir 30 ár yrði síðan óhjákvæmlegt að vaða í Torfajökulssvæðið og fullkomna þá ætlun áltrúarmanna að gera helstu náttúruverðmæti Íslands að samfelldri Hellisheiðarvirkjun.
Það hefur ekkert breyst síðan 2007. Nei, 2007 er komið aftur og enn verra af því að menn vilja ekki læra neitt né láta sér segjast.
Rétti tíminn fyrir álver í Helguvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
NOKKRAR STAÐREYNDIR:
Útflutningsverðmæti þjónustu eru hér meiri en útflutningsverðmæti stóriðju.
Útflutningsverðmæti samgangna, flutninga og ferðaþjónustu var níu milljörðum króna meira árið 2009 en útflutningsverðmæti áls og kísiljárns.
Meðallaun í ferðaþjónustu eru hér ekki lægri en meðallaun í stóriðju.
Flestir í ferðaþjónustunni hér starfa allt árið.
Ferðaþjónusta skapar hér fleiri störf en stóriðjan.
Einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir hérlendis.
Störf í stóriðju eru þau dýrustu í heiminum og þar kostar hvert starf að minnsta kosti einn milljarð króna en störf í hátækni 25-30 milljónir króna.
Þorsteinn Briem, 13.10.2012 kl. 16:30
Samtök iðnaðarins:
"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990 til 2004 sköpuðust vegna hátækni.
Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.
Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.
Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.
Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.
Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu, einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en um 70% eru flutt úr landi."
Þorsteinn Briem, 13.10.2012 kl. 16:38
20.8.2012:
"Á landinu öllu mældist atvinnuleysi 4,7% í júlí og hefur ekki verið minna frá nóvember 2008, þegar það var 3,3%.
Einnig kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar að tæpur helmingur atvinnulausra á landinu öllu er einungis með grunnskólapróf en næststærsti hópurinn er háskólamenntaðir, eða 20%.
Þá er atvinnuleysi minna í hópi þeirra sem eru með iðnmenntun, stúdentspróf eða aðra framhaldsmenntun."
Þorsteinn Briem, 13.10.2012 kl. 17:20
Steini:
"Útflutningsverðmæti samgangna, flutninga og ferðaþjónustu var níu milljörðum króna meira árið 2009 en útflutningsverðmæti áls og kísiljárns."
Þar að auki, er útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar framleiðsla í eigu Íslendinga, á meðan ál & co. er í erlendri eigu. Útflutningsverðmæti stóriðju er í raun straumsalan ein að mestu leyti, - en svo væntanlega launaliðir?
Þetta gefur mun meiri mun, ekki rétt?
Jón Logi (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 17:35
Ég sá þig fyrst Ómar oní skurði við Laugalækinn að vinna við hitaveitulögnina í Laugarneshverfið. Þetta voru rosalegar framfarir, hitaveita í hvert hús. Allir með tölu borguðu uppsett gjald og breittu lögnum með ærnum kostnaði eins o þurfti til að fá hitaveitu. Samstaða var rík í þá daga . Nú boðar þú afturhvarf og talar um frekju þinnar kynslóðar .Éttann sjálfur. Fáir hafa verið frekari og ætlunarsamari en þú, samanber að samþykkja að láta almúgann safna fyrir skuldum þínum og nú á þessu ári íta undir frekari söfnun þér til handa.. þitt ágæti er mjög vafsamt að mínu áliti svona álika og Bubba sem segist aldrei hafa riðið yngra en átján vetra.
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 17:39
Koltréfjar er ekki stólandi á sem framtíðarlausn þar sem uppi eru kenningar um að þær séu krabbameinsvaldandi eins og asbest. Þetta á eftir að koma betur í ljós , en nú þegar eru heilsuverndarsamtök byrjuð á að vara við notkun koltrefja.
Álið er náttúruvænasta efnið sem við höfum í dag. Hreinleikinn er einstakur. Ekkert eitt efni hefur fært manninum meiri gæði. Að hatast útí ál vegna þess að það er hér framleitt með Íslensku fallvatni er svipað og að hata alla Evrópu fyrir að eta fisk af ofveiddum Íslandsmiðum en éta ekki heldur spörfugla sem gnægt er af.
SSíðdegismóri (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 18:05
Jón Logi,
Við Íslendingar höfum tekið gríðarlega há erlend lán til að reisa virkjanir til að geta selt erlendum stóriðjufyrirtækjum hér raforku og af þessum lánum þurfum við að greiða háa vexti.
Stóriðjufyrirtækin greiða hér skatta og starfsmenn þeirra, eins og annarra fyrirtækja, greiða að sjálfsögðu útsvar og tekjuskatt.
En um 70% af virðisauka stóriðjufyrirtækjanna eru flutt úr landi.
Við Íslendingar þurfum hins vegar ekki að reisa gríðarstór raforkuver vegna ferðaþjónustunnar hér með tilheyrandi náttúruspjöllum og gríðarlegum lántökum erlendis.
Ferðaþjónustufyrirtækin hér eru að mestu leyti í innlendri eigu, eins og hátæknifyrirtækin, og virðisaukinn vegna þessarar starfsemi fer því ekki að mestu leyti úr landi, eins og virðisauki stóriðjunnar.
Þar að auki starfa hér mun fleiri í ferðaþjónustu en stóriðju og það á einnig við um hátæknifyrirtækin.
Þorsteinn Briem, 13.10.2012 kl. 18:25
Ferðalög keypt eða frumsamin eru mest mengandi iðnaður jarðarkringlunnar.
Óþarfa ferðalög ber að leggja af sem fyrst þar sem ekkert eitt mengar meir og má samt auðveldlegast vera án.
Kárl Birgison (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 18:46
Banna þarf alfarið óþarfa ferðamennsku eða flakk eins og sumir kalla það. Margir eru nú farnir að sjá að ferðaiðnaðurinn er sú grein sem veldur mestri mengun. Menn eru að átta sig á þessu og sum samtök sem kenna sig við náttúruvernd og hafa áður einbeitt sér að framleiðslugreinum iðnaðarinns, farin að snúa við blaðinu og líta á hvað knýr þörfina. Hvers vegna er þetta búið til og með þessum óæskilegu afleiðingum. Það er jú eðli framleiðslugreinarinnar að laga sig að og sinna eftirspurn. er svarið. Sem er og rétt. Því er það að verða ofaná að eini möguleikinn til að ná einhverjum árangri í vernd náttúru og loftslags, sé að aðlaga þörfina minnstum óæskilegum afleiðingum. Sum ríki eru þegar farin að sporna við, eins og Norrænu velferðarríkin, Noregur og Ísland. Með sértakri skattlagningu lággjalda flugfélaga í Noregi og náttstaðsgjalda,flugvallagjalda og fl. á Íslandi.
Það er réttilega sagt að það er engin þörf fyrir allar þessar álverkssmiðjur ef allir sætu heima og flugvélaskógurinn yrði ekki endurnýjaður. Pústið úr þessum hundruð þúsunda flugvéla sem varla ná að þverfótast um allann himinflötinn er annar þáttur. Svo koma bílarnir, rúturnar, og allt hitt endalaust sem tengist óþarfa flakki, sem mætti að ósekju takmarka ennfrekar.
Kári H. Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 19:14
Það er ekki hlutverk bankanna að koma með svona yfirlýsingar. Alls ekki.
Var það ekki annars þessi Bender sem bullaði hvað mest fyrir hrunið?
Ég hélt að hann hefði verið rekinn.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 20:54
Ómar eins og þú ert flottur penni og fréttamaður og gleðigjfi ,finnst manni þú mjög öfgafullur umkverfissinni/kveðja til ykkar
Haraldur Haraldsson, 13.10.2012 kl. 22:22
Vil minna þig á það Ómar að í rellunni þinni sem þú hefur í gegnum árin verið að spæna upp hálendið á er ÁL.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 13.10.2012 kl. 22:58
Bíðum nú við: Ég hélt að flugvélar flygju yfir hálendið en "spændu það ekki upp eins og jepparnir geta gert þar sem þeim er misbeitt.
Ómar Ragnarsson, 13.10.2012 kl. 23:22
Ég hef aldrei barist á móti hitaveitu af því tagi, sem þú talar um, Guðmundur og því síður einhverju "afturhvarfi" í þeim efnum.
Hitaveiturnar ná líkast til fram um 85% nýtingu á jarðvarmanum án brennisteinsmengunar í lofti, vandamálum vegna affallsvatns eða manngerðra jarðskjálta.
Þessu er öfugt varið í framleiðslunni á rafmagninu til álveranna. Þar nýtast aðeins um 15% orkunnar en 85% er blásið ónýttum út í loftið.
Þar að auki gerir hin mikla dæling sem þarf til að framleiða þessa miklu orku, sem seld er á spottprís, það að verkum, að reiknað er með að orka svæðisins verði uppurin á 50 árum, og þá verður hitaveitan líka ónýt.
Ómar Ragnarsson, 13.10.2012 kl. 23:29
Þeir, sem vilja ganga fram, eins og ég lýsi í athugasemdinni hér á undan, koma í veg fyrir að orkan verði nýtt á sjálfbæran hátt til framtíðar og stefna að því "afturhvarfi" að ekki verði lengur til heitt vatn til upphitunar húsa.
Ferðalög skapa mengun, satt er það, en það er daglega snattið, sem skapar meira en 80% af þeirri mengun,sem kemur vegna samgangna.
Ómar Ragnarsson, 13.10.2012 kl. 23:33
Jarðvarmavirkjanirnar hér kringum Reykjavík eru afglöp. Framkvæmdar án fyrirhyggju í flýti og bráðræði, mest til að þóknast hávaðasömum gagnrínedum fallvatnsvirkjana, semsagt þér. Það átti að gera eitthvað annað og öðruvísi, ekki bara virkja fossa. Sýna fallvatnabjálfunum að til var eitthvað annað. Já sjáðu Ómar svona gerum við þegar við virkjum okkar jörð, allt í kringum einiberjarunn. Útkoman Hellisheiðin forljót, silfrið kolsvart og allir í fýlu. Það á ekki að fara á taugum vegna hávaða öfgaaflanna heldur lempa þau með afskiptaleysi. "Hættum svo öllu daglega snattinu"
Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 05:07
"Guðmundur Guðmundsson" er greinilega mikið skáld.
Þorsteinn Briem, 14.10.2012 kl. 06:19
Ómar bara ein spurning og ekki svara henni með lýgi.Hefur þú ALDREI lent rellunni á hálendinu?
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 14.10.2012 kl. 09:33
Í viðtali við Sigmund Erni Rúnarsson í DV bendir hann á að í stað þess að áður var, að níð um fólk var yfirleitt ekki skjalfest, gildir annað um það sem nú er sett á facebook eða í blogg og þá oftast undir nafnleysi.
Með því að svara því ekki standi slíkt níð eftir sem hinn eini skjalfesti sannleikur.
Guðmundur Guðmundsson skýlir sér í raun á bak við nafnleysi, því að í símaskránni eru á annað hundrað menn með þessu nafni.
Guðmundur sakar mig um að hafa haft uppi betl á þessu ári. Ég kem af fjöllum en líklega á hann við það að ég skyldi auglýsa eftir þýfi þegar bíl, sem ég var með á bílasölu, var stolið af mér og tilkynna það lögreglu.
Guðmundur telur mig slíkan óþurftamann að einn þjóðfélagsþegna megi ég ekki gera þetta, heldur eigi ég skilið að af mér sér stolið og eigur mínar skemmdar án þess að neitt sé við því gert.
Hann telur líka að einn kvikmyndagerðarmanna eigi ég ekki neinn rétt á styrk til að vinna verk mitt. Þess má geta að ekki hef ég þegið krónu úr kvikmyndasjóði þátt fyrir dýra kvikmyndagerð og tökur á kvikmyndum og ljósmyndum sem eiga erindi við almenning, af því að opinberir aðilar og aðrir vanrækja það.
Það er skítt að þurfa að neyðast til að verjast svona skítkasti og upplýsa í hvað öll mín vinna og fé hefur farið. Ekki hefur það farið í kaup á fasteignum og dýrum bílum.
Ég bý í 70 fermetra leiguíbúð í blokk og ek daglega um á minnsta og ódýrasta bíl landsins. Á sínum tíma eyddi Landsvirkjun 100 milljónum króna á núvirði í að kvikmynda Kárahnjúkavirkjun án þess að eyða krónu í það að sýna landið, sem fórnað var.
Ákveðið var um síðir að eyða einum sjöunda hluta af þessari upphæð til þess að ég kvikmyndaði það mun dýrara og viðameira verkefni að sýna hvað gert var.
Hinn nafnlausi Guðmundur telur þetta ámælisvert og sömuleiðis að ég skuli komast í skuldir við að taka myndir af ótal svæðum og mannvirkjum um allt land sem hið opinbera og framkvæmdaaðilar vanrækja að taka.
Niðurstaða Guðmundar er í raun þessi: Ég og mitt starf eiga ekki tilverurétt. Uppörvandi.
Ómar Ragnarsson, 14.10.2012 kl. 09:41
Var aldrei, er ekki og verður aldrei "rétti tíminn fyrir álver."...vélknúin skip, skurðgröfur, steinsteipt hús og malbikaða vegi. Allt var svo miklu betra í gamla daga.
Já, sautjánhundruð og súrkál er stefnan og nú skal halda kúrs svo afkomendur okkar fái notið þess að heimsækja gamla Ísland í sumarfríum sínum.
sigkja (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 17:38
Það er svert bil milli sautjánhundruð&súrkáls og sóunarbrjálæðis nútímans.
N.B. að mest allt ál fer í umbúðir, ekki flugvélar. En sama álið hefur verið í FRÚnni síðan 1974. Í fyrra flaug Ómar hins vegar mjög mikið á vél úr timbri og striga.....
Jón Logi (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 12:41
Það fer mikið ál í flugvélar, nema kanski smá rellur sem hægt er að nota timbur og striga. Það er notað ál í eldsneytistanka á olíubílum, olíu og bensíndælur, vélablokkir, bíla, potta, pönnur, reiðhjól, þakplötur og svona mætti lengi telja. Kanski að Jón Logi fljúgi á milli landa á loftförum úr timbri og striga. Kanski hann hafi ferðast með Zeppelin einhvern tíma.
Hitt er svo annað mál að auðvitað á að ganga vel um landið með sem fjölbreyttastri atvinnu starfsemni.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 17:25
Á hálendinu eru rúmlega tíu kílómetrar af flugbrautum. Ég lendi að meðaltali á tveimur löggiltum flugvöllum á ári. Engar tvær flugvélar lenda á sama stað á hverri braut og allir þessir lendingarstaðir eru einungis valtaðir og merktir.
Séu þeir ekki valtaðir og merkingarnar teknar í burtu, sem er einfalt mál, sér enginn næsta sumar að þarna hafi verið flugvöllur.
Á hálendinu eru hins vegar um 24 þúsund kílómetrar af vegaslóðum, eða 240 sinnum lengri vegalengd en flugbrautirnar.
Ég ek að meðaltali á hverju sumri um það bil þúsund kílómetra á þessum slóðum eða ca 500 sinnum lengri vegalengd en sem nemur lendingar- og flugtaksbrunum hvers sumars.
Meiri hluti þessara slóða er niðurgrafinn eftir síendurtekna umferð um sömu hljóförin.
Víða eru þau orðin allt að metri á dýpt og skerast niður í gegnum jarðveginn, þannig að þar er um óafturkræfa breytingu að ræða.
Ég hef sýnt myndir hér á síðunni af því hvernig slíkur niðurgrafinn slóði liggur meðfram brautinni í Veiðivötnum.
En það þýðir ekkert að tala við suma menn, nefna staðreyndir og sýna myndir. Þeir halda áfram bulli sínu.
Ómar Ragnarsson, 15.10.2012 kl. 20:30
Ég er nokkuð viss um að á minni stuttu ævi er ég búinn að skila meira áli í ruslafötuna en viktin svarar á Frúnni. Síðast í dag, af skyrdollu, kæfu, og tyggjói.....og svo hverfa alltaf rúllur af álpappír, en minna eftir að plastfólían fór að vera bæðu góð og ódýr....
FRÚin er 74 módel (muni ég rétt) líkt og mín frú (sem er sem betur fer ekki úr áli). Sú hefur sem sagt sama málminn síðan 1974 og hefur ekki þurft viðbætur við....
Jón Logi (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.