Slæm tíðindi fyrir hina þrjósku áltrúarmenn.

Áltrúarmenn hafa talað með þeirri lotningu um það efni, að atvinnulíf allt og þjóðarhagur Íslendinga standi eða falli með því að reisa hér sem flestar álverksmiðjur.

Tíðindin um aukna notkun koltrefja í bílum Ford verksmiðjanna eru ekki ný því að í margs kyns framleiðslu, svo sem á flugvélum, hafa þau verið að ryðja sér til rúms þótt áltrúarmenn megi ekki heyra slíkt nefnt.

Mest selda einkaflugvél heims hefur ekki verið úr áli og koltrefjar leika stórt hlutverk í nýjustu þotunum, svo sem Dreamliner.

Létting meðalbíls um 250 kíló er raunar aðeins afturhvarf til þeirrar þyngdar sem þeir voru fyrir aldarfjórðungi því að bílar á stæðr við Golf voru þá 250 kílóum léttari en þeir eru nú.

Ástæðan er öryggisbúnaður, styrking burðargrindar, hljóðeinangrun og mokstur alls kyns aukahluta og búnaðar í bílana.

Söngurinn um að ál sé eina efnið sem hægt sé að nota í flugvélar vegna þess að það sé léttast allra efna miðað við þyngd byggist á röngum fullyrðingum.

Þannig eru léttustu flugvélarnar miðað við stærð í íslenska einkaflugflotanum ekki úr áli heldur úr krossviði og koltrefjarnar sækja hratt á eins og áður sagði á öllum sviðum.  

En auðvitað mun þetta ekki hafa minnstu áhrif á álverasönginn því að þessu verður afneitað með því að halda áfram að syngja þennan mesta trúarsöng okkar tíðar hér á landi.


mbl.is Ford stefnir að mikilli notkun koltrefja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Álið er sú uppgötvun er fært  hefur tæknivæðinguna og  flugvélaframleiðsluna mest fram ef eitthvað eitt skal nefnt utan rafmagns. Trefjadótið sem þú telur allra meina bót  er bara viðbót við álið í flugvélasmíði eins og er. Farið að nota það í hluti sem ekki þarfnast áls í sparnaðarskini. Flugmaður, sem flogið hefur í hálfa öld um loftin blá í álbelgjum en kann þeirri málmtegund" engar þakkir er ekki að gera sögunni góð skil.

Ps Veiðistöngin mín rándýra úr koltrefjum spratt upp í strimla við það eitt að rekast á stein.  Hrís hugur við að ferðast í framtíðinni með þeim nýpantaða  flugflota þar sem klæðning skrokks flugvélanna verður mest úr koltréfjum. Sé fyrir mér tvístraða veiðistöngina.

Flubbi (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 14:11

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er dolfallinn að lessa þetta bull í þér Ómar.

"Áltrúarmenn hafa talað með þeirri lotningu um það efni, að atvinnulíf allt og þjóðarhagur Íslendinga standi eða falli með því að reisa hér sem flestar álverksmiðjur."

Í hvaða heimi lifir þú eiginlega? Hvar finnur þú þessa "áltrúarmenn"? Nefndu einn mann sem heldur ofangreindri fullyrðingu fram.

Bull af þessu tagi, ásamt gífuryrðum um að öllu sem raskað er vegna virkjanaframkvæmda sé "einstakt og ómetanlegt", gerir að verkum að allt tal um náttúruvernd sem frá þér og þínum líkum kemur, verður ótrúverðugt.

Ábyrgð þín er mikil Ómar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.10.2012 kl. 14:24

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Koltrefjar eru byggingarefni í iðnaði og þær hafa verið notaðar í til dæmis flugvélar, bíla, hús, brýr, reiðhjól, skíði og gervilimi Össurar hf.

"Vinsældir koltrefja fara sívaxandi, meðal annars vegna léttleika þeirra og styrks, en þær geta komið í stað málma eins og áls og stáls."

"Flugvélaiðnaðurinn nýtir þetta efni í vaxandi mæli og ný kynslóð af farþegaþotum, svo sem Boeing 787 Dreamliner og Airbus 350, eru smíðaðar að verulegu leyti úr koltrefjum sem styrkingarefni.

Koltrefjar stuðla því að minni orkunotkun vegna léttleika, auk þess sem umhverfisáhrif við framleiðslu eru takmörkuð."

"Koltrefjar hafa alla eftirsóknarverðustu eiginleika stáls og auk þess er þyngd þeirra í lágmarki.

Með koltrefjum er myndað frumlegt "öryggisbúr" í bílum og þær eru mikið notaðar í Formúlunni."

Koltrefjar


Framleiðsla á ódýrum basalttrefjum getur orðið stór iðngrein hérlendis - Hátæknisetur Íslands á Sauðárkróki

Þorsteinn Briem, 13.10.2012 kl. 15:34

4 identicon

Hér sýnir sig að ágætismaður getur breist í ómálefnalegan amlóða ef hann telur vegið að sér og sínu eftirlæti. Ómar virðist hafa við flug sitt  yfir  landinu gerst ástmögur ósnortinns lands og hvergi má velta um þúfu nema hann telji á sér unnið.

 Hverrgi má stinga niður skóflu. Svona öfgar ná engri átt. Þau sem söfnuðu fyrir skuldum  Ómars honum til handargagns fengu ekki sitt fé við að bíta gras. Þau unnu í verksmiæjum knúnum rafmagni og spýttu áli úr hnefa.

Karl (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 15:55

5 identicon

Æ er nú breimarkötturinn vaknaður með sitt cutt og peist og þykist færa oss visku um koltréfjar. Gott væri ef svo væri, en honum ferst eins og jesú að boða gamalt fagnaðarerindi. Ég segi nú bara eins og Gunna á Holtinu. Urr Urr snáfaðu heim óargans andsvítans helvítis dómsdagsdrullukötturinn þinn .breimi breim

Kisi breim (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 16:12

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er framleitt ál í erlendum álverum.

Raforkan sem þessi álver nota er hins vegar íslensk og til að framleiða hana þurfa íslensk fyrirtæki að taka gríðarlega há lán erlendis, greiða af þeim afborganir og vexti.

Orkuveita Reykjavíkur og HS Orka voru rekin með tapi á síðastliðnu ári.

Landsvirkjun er í eigu íslenska ríkisins og Sjálfstæðisflokkurinn heimtar sífellt mikil ríkisafskipti af atvinnulífinu og gríðarlega há erlend lán til að búa til störf sem eru margfalt dýrari og meira en tvöfalt færri en í ferðaþjónustunni.

Það er nú allt "frelsið" sem flokkurinn boðar.

Fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér
eru hins vegar einkafyrirtæki.

Þorsteinn Briem, 13.10.2012 kl. 16:22

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fasistar sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.

Að auki einkennist orðræða fasismans af mikilli þjóðernishyggju.

Fasismi

Þorsteinn Briem, 13.10.2012 kl. 16:26

8 Smámynd: Skúli Víkingsson

Þessi pistill þinn, Ómar, er í anda þess sem núverandi stjórnvöld hampa, þ.e. óvild í garð atvinnuvega. Það virðist ekki skipta máli hvaða atvinnuvegur á í hlut, óvildin blasir við í öllu sem frá ykkur kemur. Þú hefur verið sérstakur óvildarmaður orkuiðnaðarins. Aðrir hafa sérhæft sig í landbúnaði og enn aðrir í sjávarútvegi. Nú síðast var verið að ráðast á ferðaútveginn með því að hækka skatta skyndilega.

Skúli Víkingsson, 13.10.2012 kl. 16:37

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hafa menn verið á móti öllum orkuverum hér á Íslandi?!

"Orkuverin í Svartsengi hafa verið byggð upp í áföngum. Það fyrsta (orkuver 1) var byggt á árunum 1977–1979 og það síðasta (orkuver 6) var byggt á árunum 2006–2008."

Þorsteinn Briem, 13.10.2012 kl. 16:45

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.3.2011:

"Landsvirkjun og Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) skrifuðu í dag, 23. mars, undir nýjan lánasamning að fjárhæð 70 milljónir evra, að jafnvirði 11,3 milljarðar króna.

Lokagjalddagi lánsins er á árinu 2031 og ber lánið millibankavexti, auk hagstæðs álags.

Í lánasamningnum er ákvæði um lágmarks lánshæfiseinkunn ríkissjóðs.

Lánið er mikilvægur áfangi í fjármögnun Búðarhálsvirkjunar en Landsvirkjun undirritaði sambærilegt lán frá Norræna fjárfestingarbankanum þann 16. mars síðastliðinn að fjárhæð 70 milljónir Bandaríkjadollara [um níu milljarðar króna]."

Þorsteinn Briem, 13.10.2012 kl. 16:48

11 identicon

Koltréfjar er ekki stólandi á sem framtíðarlausn þar sem uppi eru kenningar um að þær séu krabbameinsvaldandi eins og asbest.  Þetta á eftir að koma betur í ljós , en nú þegar eru heilsuverndarsamtök byrjuð á að vara við notkun koltrefja.

Álið er náttúruvænasta efnið sem við höfum í dag. Hreinleikinn er einstakur. Ekkert eitt efni hefur fært manninum meiri gæði. Að hatast útí  ál vegna þess að það er hér framleitt með  Íslensku fallvatni er svipað og að hata  alla Evrópu fyrir að eta fisk af ofveiddum Íslandsmiðum en éta ekki heldur spörfugla sem gnægt er af.

Steeeeeindór Hlöðversson (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 16:50

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Raforkuvinnsla hér á Íslandi árið 2008 var 16,467 GWh og hafði þá aukist frá árinu áður um 37,5%.

Og notkunin á íbúa jókst úr 38,5 MWh í 51,6 MWh.

Árið 2002 varð raforkunotkunin hér sú mesta í heiminum á mann
en áður hafði hún verið mest í Noregi.

Með Fjarðaáli jókst raforkunotkun stóriðju verulega árið 2008 og hlutur hennar fór þá í 77% af heildarnotkuninni.

Þorsteinn Briem, 13.10.2012 kl. 16:51

13 identicon

Breim

Breim breim

meira breim

breim

ennþá meira breim

Jói breim breimm breim 

virkar ekki klikk og past hér 

oj bara

 þá verð vég að gera allt breimið breim

breim 

þetta er hundleiðinlegt

breim

breim zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz

ZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZ

meira breim 

hananú þetta hlítur að vera n+og

ææææææææææææææææjiiiiiiiiiiii ekki kl+ipa mig svona

breim

breim 

breim

steini breim +o hvað ég vildi að

ææææææææææææææææ

breim

breim

steini breim

al

Sigurður Bernódusson (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 17:00

14 identicon

Lögmenn Baugs verja Icesave-ánauðina
Þrír lögmenn Baugs og Baugsmanna, þeir Gestur Jónsson, Jakob R. Möller og Ragnar H. Hall, fara nú
mikinn í greinaskrifum og heimta að þjóðin undirgangist ólögvarðar kröfur Breta og Hollendinga.
Með þeim í hópnum er litli bróðir Gests, eiginmaður Álfheiðar Ingadóttur, aðallögmaður
Samfylkingarinnar. Einnig er í hópnum Lára V. Júlíusdóttir sem er pólitískur fulltrúi Samfylkingarinnar í
stjórn seðlabankans og annaðist ákærur fyrir hönd Alþingis.
Samfylkingin hefur alla tíð hafnað tengslum sínum við Baug, en það vekur óneitanlega upp spurningar
þegar lögmenn Baugs taka að sér varnir fyrir ríkisstjórnina.
Þeir eru alla vega ekki óvanir að skilgreina sannleikann með sérstökum hætti.

Jerimías (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 17:20

15 identicon

Mér sýnist þessi stefna má ei snerta hreyf grafa framkvæma komin á þaðstig að eðlilegast væri að banna búsetu manna á íslandi og gefa það refnum.Er ekki illa við Rvk. en bendi á að þar hefur verið raskað fögru landi og það kæft í malbiki og steinsteypu fjörur kaffærðar í grjóti Búseta manna og nútíma lifnaðarhættir munu alltaf ganga á auðplindir jarðar,ef öllu þarf að skila óröskuðu til komandi kynslóða þá mun verða lausnin að grafasig íjörðu strax

kv agust.

agust (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 17:36

16 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Koltrefjar eru talsvert léttari en ál, það er satt. En það eitt er bara ekki nóg.

Álið er miklu endingarmeira og betra en koltrefjar, fyrir það fyrsta. Og alveg miljón sinnum sterkara.

Koltrefjar þola t.d. ekki mikinn hita eða kulda, sem gerir það einstaklega óhentugt ef notað eingöngu, hvort sem það eru farartæki eða eitthvað annað. Líkt og einhver minntist á hér að ofan þarf voðalega lítið högg til þess að hlutur sem búinn til er úr koltrefjum hreinlega rifni í sundur.

Það er einnig töluvert auðveldara að vinna með álið, sem gerir það hentugra til framleiðslu frekar en koltrefjar. Það er hægt að beygja og, móta, vélavinna, kæla og hita álið af vild, sem er ekki hægt við koltrefjar.

Einu farartækin sem koma til hugar, þar sem koltrefjar eru meira notaðar en álið er í F1 kappakstursbílum. En þeir bílar hrynja einmitt í sundur ef það er andað á þá.

Ef við viljum endingargóð, traust og hættuminni farartæki, veljum við álið framyfir koltrefjarnar. Það bara segir sig sjálft.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 13.10.2012 kl. 22:05

17 identicon

það bendir allt til þess að Nano stál sem er margfald sterkara og léttara en Ál geti líka tekið við í framleiðslu bíla.http://www.gizmag.com/nanosteel-lighter-cars-gm/23721/

albert (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 22:20

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þetta er einnig að verða mjög áberandi í flugvélaiðnaði þar sem flugvélaframleiðendur keppast við að minnka þyngd flugvélanna til að spara eldsneyti.

Skrokkur og vængir á nýjustu flugvél Boeing 787 Dreamliner eru til að mynda um 50% úr trefjum.


Við sjáum einnig þessa þróun í þyrluflugi en nútímaútgáfur af Super Puma og Douphin þyrlum Eurochopter eru með allt burðarvirki úr trefjum, sem og flest allir skrokkhlutar þyrlnanna.

N
otkun á trefjum er ekki bundin við þessar greinar eingöngu því flestar iðngreinar hafa tekið þessum efnum fagnandi og nota trefjar í æ ríkari mæli.
"

Hátæknisetur Íslands á Sauðárkróki

Þorsteinn Briem, 13.10.2012 kl. 23:08

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.12.2011:

"Bandaríski bílarisinn General Motors hefur greint frá samstarfi við leiðandi koltrefjaframleiðanda, Teijin Limited.

Með samstarfinu er ætlunin að auka notkun koltrefja umtalsvert í bílum GM.

"GM is [...] the world's largest automaker, by vehicle unit sales, in 2011."

Fyrirtækið Teijin Limited hefur þróað nýja framleiðsluaðferð á koltrefjum, sem gerir framleiðsluferlið styttra og hagkvæmara."

Íslenski bílavefurinn

Þorsteinn Briem, 14.10.2012 kl. 00:18

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Burt séð frá koltrefjum, sem er örugglega gott efni og framtíðin í einhverri framleiðslu, þá ganga allar spár út frá því að notkun áls muni aukast verulega á næstu árum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2012 kl. 04:22

21 identicon

Ál er ál, og því miður fer mestur hluti þess áls sem árlega er unninn úr jörð beint í umbúðir og í ruslið.
Notkunin hefur haft samleið með þenslu.

Jón Logi (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 17:48

22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Yfir 70% alls áls sem framleitt hefur verið frá upphafi er í notkun. það er hærra hlutfall en í nokkrum öðrum málmi... og í raunar öllu efni sem mannkynið notar, að góðmálmum undanskyldum.

Í Evrópu er endurvinnsluhlutfall áldósa undan drykkjum og matvælum, um 90% en um 50% í USA og fer hækkandi. Fyrir um aldarfjórðungi var hlutfallið í USA um 25%.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.10.2012 kl. 20:43

23 identicon

Þessi tala stenst ekki skoðun Gunnar, og ég hef áður beðið þig um heimild fyrir henni.
70% frá upphafi? Enda myndi ég þá ekki trúa á áframhaldandi boxít-vinnslu, þar sem að kúrfan myndi enda í ótrúlegu álmagni pr. mannsbarn, - sem sagt, - slæmur bissness. Góður bissness væri endurvinnsla, en hún er bara ekki svona orkufrek (1/20).
Endurvinnsla áldósa/drykkjaríláta í Evrópu er sögð vera 42% í dag, hlutfallið er hagstæðara þegar kemur að byggingarefni og vélbúnaði. Og endurvinnsluhlutfallið fer vaxandi. Byrjaði lágt, og hækkar enn, en 70% sé ég ekki, - sorrý!

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 13:10

24 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bandaríkjamenn urða 800.000 tonn af áldósum sem ekki fara í endurvinnslu ár hvert, væri ekki nær að endurnýta þetta ál í stað þess að vera framleiða ál á Íslandi?

Rúmlega 2/3 hlutar, eða yfir 66%, af dósum sem framleiddar eru fyrir Bandaríkjamarkað skila sér til endurvinnslu. Það sama á við um 85-90% af álinu sem notað er í framleiðslu bíla. Næstum 70% af öllu áli sem framleitt hefur verið (frá upphafi) er enn í notkun, en það jafngildir 480 milljónum tonna af þeim 690 milljónum tonna sem framleidd hafa verið síðan 1886. Þegar ál er endurunnið þarf einungis 5% þeirrar orku sem notuð var við frumvinnslu efnisins

http://www.alcoa.com/iceland/ic/info_page/faq.asp

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.10.2012 kl. 06:04

25 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Endurvinnsla áldósa í evrópu er ekki 42%  heldur 80-95%. Hvaðan færðu heimildir um 42%?? Frá umhverfisverndarsamtökum?

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.10.2012 kl. 06:09

26 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Álumbúðir fyrir drykkjarvörur og matvæli sparar gríðarlega þyngd og þ.a.l. minni orku í flutninga.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.10.2012 kl. 06:12

27 identicon

Ég notaði nú bara Wiki. Og svo má nota heilann. Til þess að ná 70% þyrfti endurnýjunarhlutfallið að hafa verið konstant 70% frá upphafi, eða þá minna í byrjun (vitað) og þá yfir 70% í dag í heildina, sem ekki er.

Þversögn er þá í því að halda því fram að mest allt ál sé endurnýjað, og sjá samt pósitívan punkt í bræðslu á boxíti. Ef þú fattar hvað ég meina Gunnar.

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 15:28

28 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef það er rétt að 480 miljón  tonn af áli séu í notkun í heiminum í dag og heildar framleiðslan frá árinu 1886 sé 690 miljón tonn, þá er 70% af öllu áli sem framleitt hefur verið, enn í notkun. Hvaða ástæðu hefurðu til að rengja þessar tölur?

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.10.2012 kl. 16:32

29 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Talið er að álnotkun tvöfaldist í heiminum á næstu örfáu áratugum og þá þarf auðvitað að vinna báxít. Nóg er til af því og það mun ekki klárast á næstu árhundruðum. Umgengni um báxítnámur hefur tekið stakkaskiptum á síðustu 15-20 árum og tröllasögur um annað eru gamlar en viðhaldið af umhverfisverndarsamtökum sem sjá gróðavon frá almenningi (styrkir og fjárframlög fyrir baráttuna gegn vondu verksmiðjuköllunum) með lygaáróðri.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.10.2012 kl. 16:37

30 identicon

Ég skal gefa þér ástæðURNAR.

1: Endurnýtingarhlutfall áls er ekki enn komið í 70% á heimsvísu

2: Það er engin gerandi leið að vita akkúrat hlutfall í brúki í dag, - bara að áætla. Endurnýtingin eins og hún er í iðnríkjunum a.m.k. er nokkuð vel skráð.

Þetta stangast því á við stærðfræðina.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 14:29

31 identicon

Æjá, - nýjar tölur:

http://en.wikipedia.org/wiki/Aluminium_recycling

Semsagt, - 70% af áli í USA (69%, okay) fara í ruslið á ársgrundvelli í dag.

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 14:41

32 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 Bíddu nú við... stærðfræði þín er einkennileg. Það er vitað nokkuð nákvæmlega hver framleiðslan hefur verið frá árinu 1886. Magn áls í notkun í dag er auðvitað áætluð en sennilega mjög nærri lagi. Ef þú telur að sú áætlun sé ofmetin, komdu þá með heimildir fyrir því. (Wikipedia telst ekki heimild)

Ef þú getur ekki hrakið þessar tölur, þá er 70% alls áls sem framleitt hefur verið, enn í notkun. Stærðfræðin lýgur ekki að mér en er hún að glettast með þig?

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2012 kl. 16:52

33 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér sýnist þú misskilja tölurnar á þessari wikipedia síðu. Það stendur hvergi að 70% fari í ruslið. Ekki það að það breyti nokkru, því wikipedia er ekki heimild. Hver sem er getur sett þarna inn hvaða vitleysu sem er.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2012 kl. 17:02

34 identicon

Wiki er talsvert nærri Brittanicu í nákvæmni, en þú kemur ekki mikið á óvart með það að reyna að naga niður heimildina á meðan flaggað er tölum frá álfyrirtæki...án undirheimildar.

Stærðfræðin vefst ekkert fyrir mér, - til þess að 70% áls sem framleitt hefur verið frá upphafi þyrfti 70% þess að hafa verið endurnýtt eða geymt frá upphafi, og svo er tæpast. Þarna er þversögn í gögnum, og nákvæmustu tölur eru frumvinnsla pr. ár og endurvinnsla pr. ár, - mismunurinn er þá "ál út um allt", bundið, eins og t.d. í TF-FRÚ.

Sem sagt, þversögn á stærðfræði, og það er fullyrðing álfyrirtækis.

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 18:03

35 identicon

Æjá, og svo gagnvart nauðsyn álframleiðslu til viðhalds flugflota heimsins....

Urði Bandaríkjamenn 800.000 tonn í dósum árlega, þá er það brúttóvikt á við 26.000 Boeing 737-200 þotur. En brúttóviktin er ekki nærri öll úr áli. Það er búið að framleiða eitthvað á áttunda þúsund af þessum vélum frá upphafi.

Sem sagt....hátt í fljúgandi flugflota heimsins í ruslið bara í USA....árlega

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 18:15

36 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég nenni nú ekki að reyna frekar að koma vitinu fyrir þig. Þú ert algjörlega úti á túni í þessu

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.10.2012 kl. 18:19

37 identicon

Æjá, og fyrst Wiki greyið er ómarktækt, þá er hér hlekkur....

http://www.container-recycling.org/images/graphs/alum/AAvsCRI-UBC%2090-04.gif

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 18:21

38 identicon

Fyrirsjáanlegur Gunnar....allt of fyrirsjáanlegur.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband