20.10.2012 | 20:46
Þingvallavatn í B-flokk. Ekkert mál.
Endrum og sinnum berast fréttir af ástandi Þinvallavatns og Þingvalla. Fyrir nokkrum árum var um að ræða arsen í suðurhluta vatnsins. Ekki reyndist nokkur leið að rekja það mál nánar, enda áhuginn enginn.
Fyrir nokkrum dögum sást frétt um að í stað þess að vera í A-flokki að tærleika, væri Þingvallavatn nú komið í B-flokk vegna niturs í vatninu.
Smáfrétt sem vakti enga athygli.
Málningflyksur í Silfru virðast vera minni fréttir úr því að sagt er að hægt sé að ná þeim upp úr gjánum.
Þingvallavatn og vatnasvið Þingvalla eru hluti af því að Þingvellir eru komnir á heimsminjaskrá UNESCO.
Vatnið og vatnasviðið eiga enga hliðstæðu í heiminum. Svo er að sjá á smáfréttum að smám saman sé að síga á ógæfuhlið varðandi hinn einstæða hreinleika, sem vatnið og vatnasviðið búa yfir og eru, ásamt jarðmyndunum á svæðinu, dýrmætari en metið verði til fjár.
Samt virðist ríkja algert sinnuleysi gagnvart þessum heimsverðmætum, sem okkur hefur verið falin umsjón yfir.
Málningarflyksur í Silfru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.