25.10.2012 | 19:52
Bensínvélin var ekki komið á endastöð.
Fyrir nokkrum misserum var svo að sjá að dísilvélin væri að bruna fram úr bensínvélinni í bílaiðnaðinum, svo miklu betri var eldsneytisnýting dísilvélarinnar orðin.
En helsti sérfræðingur Fiat-verksmiðjanna spáði því fyrir nokkrum árum, að bensínvélin ætti enn mikið inni varðandi betri nýtingu, og þegar svonefnd "Twin-air" vél kom fram fyrir rúmu ári, var hún dæmi um þetta og fékk margs kyns verðlaun fyrir vikið.
Líklega er það þá dísilvélin sem frekar er komin á endastöð, enda hafa framfarir í gerð þeirra verið ævintýralegar. Í stað þess að lengi vel fengjust aðeins um 25 hestöfl úr hverjum lítra af sprengirými er búið að fjórfalda þessi afköst og afraksturinn er orðinn slíkur, að þessi tala er allt að fjórðungi hærri en hjá dísilvélinni.
Munurinn á þyngd dísilvéla og bensínvéla hefur líka minnkað mikið, þannig að forskot bensínvélarinnar hefur minnkað.
Ending dísilvéla hefur alla tíð verið mun meiri en bensínvélanna, enda takmarkast geta dísilvélanna af því að þær geta ekki snúist hraðara en um það bil 4000 snúninga á mínútu en bensínvélarnar eiga hins vegar möguleika á meira en tvöfalt meiri snúningshraða, t. d. í vélhjólum.
Þótt ekki hafi hingað til þótt ráðlegt að þenja bensínvélarnar yfir 6000 snún/mín er ekki að vita nema reynslan af vélhjólahreyflunum verði nýtt fyrir bílana.
Eftir stendur að dísilvélar eru talsvert dýrari í framleiðslu en bensínvélar og ekki hægt að breyta því.
Það er því spennandi einvígi þessara tveggja tegunda af bílvélum framundan.
Minna bensín en meiri kraftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það hlýtur líka að koma reynsla úr t.d. formúlinni, - eru þeir ekki að keyra mótora á ævintýralegum snúningshraða.
En díselvélin á kannski einn ás í erminni, kannski veist þú etthvað um það, Ómar.
Það er dísel-tvígengisvél. Slíkar voru brúkaðar, aðallega sem bátsvélar, fyrir mörgum áratugum. Gekk að sögn vel, en svo hurfu þær úr framleiðslu. Það síðasta sem ég frétti af þeim var mögulegt brúk í litlar flugvélar (!!!)
Og svo að lokum, - varast ber að nota hestaflið sem algildan mælikvarða, - seiglan eða tohið og hennar kúrfa segir meira um aflið. Ég man ennþá gróflega tölurnar úr 2 farartækjum sem ég þeyttist á til skiptis, - Massey Ferguson 390T og Lada 1600.
Massinn var 90 hö, og Ladan 85 eða svo. Ladan var 1.6L, Massinn 3.86. Togið í Massanum var eitthvað nærri 380 nm við 1400 sn, en í Lödunni 90, man ekki sn þar.
Þannig að hestöflin eru ekki allt það sem kíkja þarf á......
Jón Logi (IP-tala skráð) 27.10.2012 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.