Bætist við langan lista.

Stundum flýgur manni í hug að frægt fólk eins og þekktar tónlistar- og íþróttastjörnur séu í meiri lífshættu en aðrir, svo langur er orðinn listinn yfir slíkt fólk, sem hefur hlotið beiskleg örlög.

Upp í hugann koma flugslys, sem tóku líf Ricky Valens, Buddy Holly og Big bopper, Rocky Marciano, Jim Reeves, John Kennedy yngri o. fl.,  og bílslys hafa kostað hnefaleikameistarann Jack Johnson, söngkonuna Natina Reed, Díönu Bretaprinsessu, Dody Al Fayed og Ísabellu Duncan dans- og kvikmyndastjörnu lífið.

Hér heima: Vilhjálmur Vilhjálmsson í bílslysi og Anna Borg í flugslysi.

Listinn er miklu lengri, - þetta eru bara nöfn sem koma fyrst upp í hugann.

En kannski á þetta eðlilegar skýringar. Þetta fólk lifir yfirleitt hratt og er mikið á ferðinni á landi og í lofti.

Þar að auki fer það ekki fram hjá neinum þegar svona frægt fólk ferst og þá gleymist að allur fjöldinn af því heldur áfram hraðferðum sínum án þess að lenda í nokkru misjöfnu.    


mbl.is Natina Reed lést í umferðarslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Listinn með óþekktum sem farast voflega er miklu lengri, það er bara ekkert talað um þegar "venjulegt" fólk ferst.

DoctorE (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 12:17

2 identicon

Mér finnst nú einhvern veginn  þannig Ómar minn,  að þú sért í þessum

áhættuflokk.

Ávallt fljúgandi um allt land og gera myndir  fyrir okkur landann, svo við sem

heima sitjum njótum þess að sjá Ísland í betra ljósi vegna Þíns.

ENGINN, hefur gert betur en þú að gera heimildar og fræðsluefni

um land og þjóð eins og þú, og það á uppræðandi og skemmtilegan  hátt.

Hafðu þakkir fyrir.

M.b.kv,

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 29.10.2012 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband