Ósamræmi í hálkueyðingu. Glæfraakstur á sjúkrabíl.

Vegurinn um Holtavörðuheiði er 14 km langur en ekki tvisvar sinnum 7 kílómetrar. Á háheiðinni er yfirleitt meiri hálka en neðar á þessum vegarkafla, sunnan megin og norðanmegin.

Hvers vegna er ég að setja þessar einföldu staðreyndir á blað? Jú, vegna þess að svo er stundum að sjá að starfsmenn Vegagerðarinnar telji ástand vegarins á heiðinni skiptast í tvennt eftir umdæmismörkum deilda Vegagerðarinnar fyrir norðan og sunnan.

Þannig var hálku eytt öðrum megin á heiðinni fyrir tveimur dögum en ekki hinum megin. Þetta gat verið afar varasamt fyrir ökumenn sem óku upp á heiðina í þeirri góðu trú að búið væri að eyða hálkunni, en lentu svo skyndilega í flughálku þegar þeir komu inn á þann hluta leiðarinnar, sem heyrði undir annað umdæmi.

Skárra væri að eyða engri hálku en að gera það svona.

Ég kom að norðan í gærkvöldi og þar sem við vorum þrír á ferð í myrkri, sudda og slæmu skyggni kom allt í einu stór sjúkrabíll og þeysti fram úr okkur á ofsaferð, langt yfir leyfðum hámarkshraða.

Og hvað með það? Var ekki um neyðartilfelli að ræða? Nei, bíllinn hafði engin blikkljós eða sírenur í gangi, heldur voru þetta einfaldlega menn, sem töldu það allt í lagi að aka langt yfir hraðamörkum við á þungum og ómeðfærilegum bíl fram úr röð  bíla við slæm og varasöm akstursskilyrði án nókkurra lögskyldaðra merkja, bara af því að þeir voru á sjúkrabíl.

Vita þessir menn ekki að án aðvörunarljós- og hljóðmerkja gilda nákvæmlega sömu reglur um sjúkrabíla og lögreglubíla og aðra bíla í umferðinni?

Þetta sér maður gerast iðulega, bæði hjá lögreglunni og sjúkraflutningamönnum, og er það miður, því að einmitt þessir menn starfa við það að efla umferðaröryggi og veita hjálp þegar eitthvað ber út af.

Þess vegna teldi maður eðlilegt að þeir gæfu gott fordæmi í stað þess að skapa hættu eins og gerðist í gærkvöldi.


mbl.is Bilun í tölvukerfi Vegagerðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar, ég held það sé smá misskilningur þarna á ferðinni varðandi umsjón vetrarþjónustu. Held að það sé þannig, að þjónustumiðstöð Vegagerðarinnar í Borgarnesi stýri vetrarþjónustu frá Hvalfjarðarbotni að Blönduósi. Verktakinn sé svo sá sami yfir alla Holtavörðuheiðina.

E (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband