30.10.2012 | 20:37
Gætu lært af okkur?
Það vekur strax athygli Íslendingsins þegar hann kemur fyrst til Ameríku að sjá allar rafmagnsleiðslurnar sem liggja á milli húsanna þar.
Sömuleiðis hve illa mörg hús eru einangruð og virðast ekki sterkbyggð.
Samt höfum við ekki þá sérþekkingu sem þarf til að sjá mismuninn á vandaðri og sterkri byggingu sem þolir hvers kyns veðurálag og jarðskjálta og erlendum byggingum, sem ekki myndu endast lengi við íslenskar aðstæður.
Kannski gæti hin þúsund sinnum fjölmennari þjóð, Bandaríkjamenn, lært af örþjóðinni norður við ysta haf?
Minnst 32 eru látnir vegna Sandy | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stöð 2, frekar en Skjár 1, sýnir þætti sem heita Home Improvement og þar sést glögglega hvernig flest þessara húsa eru byggð.
Karl J. (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.