Að forðast "öxl í öxl". Þriggja sæta hagkvæmnin.

"Ergonomi" heitir það fyrirbæri, sem fjallar umhvernig fyrirkomulag er á setu fólks í bílum, aðgengi þeirra að stjórntækjum og tökkum og öllu því sem viðkemur stöðu og hreyfingum líkamans.

Þegar fólk situr hlið við hlið blasir við að breiddin, sem það yfir að ráða, takmarkast af axlabreidd og mjaðmabreidd fólksins ef það situr þvert hvert á annað.

Hins vegar nýtist breidd setsins eða bílsins betur ef fólkið situr ekki alveg þvert á hvert annað. Þetta hafa framleiðendur Smart og Toyota IQ notfært sér, þannig að í Smart situr farþeginn aðeins aftar en bílstjórinn, svo að axlir, mjaðmir og olnbogar snertast ekki, en í IQ situr farþeginn aðeins framar en bílstjórinn.

Ég er bílahönnunarnörd frá 9 ára aldri og fyrir hálfri öld gamnaði ég mér við að teikna bíla, þar sem bílstjórinn sat í miðju smábíls en tveir farþegar aðeins aftar, sem teygðu fætur sína fram með bílstjóranum.

Svona er sætisskipan í Piper PA-12 Super Cruiser flugvélinni, en fyrsta flugvélin í minni eigu var af þeirri gerð. 

Hlutfallsleg hagkvæmni þriggja sæta farartækja er mikil og ávinningurinn er mikill við að fjölga sætum úr tveimur í þrjú. Þannig tekur þriggja sæta bíll 100% fleiri farþega en tveggja sæta bíll !

Þar að auki er það langtum algengara að þrír séu um borð en fjórir og langoftast nægir að hafa tvö farþegasæti til umráða ef fleiri en einn farþega þarf að taka með.    


mbl.is Nissan Pivo 3 sagður bíll morgundagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband