Enn ein "vitleysan"?

Enn einu sinni er bent á það eftir skoðun á íslenska hagkerfinu að útsölustefnan á íslenskri orku til sem allra orkufrekastra og stærsta kaupenda nægir varla fyrir framleiðslukostnaði, hvað þá viðunandi arði.

Í fyrra lýsti forstjóri Landsvirkjunar því yfir að arðurinn af Kárahnjúkavirkjun væri allt of lágur. Þar áður hafði ítarleg úttekt leitt í ljós hve illa hefði verið farið með íslenskar orkulindir og náttúruverðmæti með stóriðjustefnu, sem bráðum er hálfrar aldar gömul og hefur ekki skilað því sem á var trúað.

Í hitteðfyrra lýsti orkumálastjóri yfir því á fundi að virkjana- og orkusölustefnan varðandi háhitavirkjanir væri kolröng. Ég var á þessum fundi, fannst þetta fréttaefni og benti nokkrum fjölmiðlum á það, en engum fannst þetta þess virði að greina frá því.

Hvers vegna?

Það er illskiljanlegt en ástæðan er kannski sú að áltrúar- og stóriðjustefnan með tilbeiðslukenndri dýrkun á "orkufrekum iðnaði" er orðin að trúarbrögðum, ríkis- og þjóðartrúarbrögðum. Ekkert viriðíst geta haggað þeim, ekki heldur þessi nýjasta rannsókn.

Henni er í raun er afneitað eins og einn einni "vilteysunni" meðan vaðið er áfram í framhaldi af hinum siðlausa gerningi þegar hafin var bygging álvers í Helguvík án orku, orkuverðs eða samráðs við tólf sveitarfélög, sem eiga að kyngja öllu sem ofan þau verður troðið.

Ekkert virðist getað haggað trúnni og staglinu um "endurnýjanlega og hreina orku" frá háhitavirkjunum sem endast varla 30-40 ár með sviknum loforðum um hreint loft, lausn á vandamálum vegna affallsvatns og enga manngerða jarðskjálfta.

Nú eru  sömu loforðin endurtekin við Mývatn og í orkumálunum lifir 2007-andinn betra lífi en nokkru sinni fyrr.  


mbl.is Framleiðni 20% minni á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samúel Úlfur Þór

Mér þykir einmitt merkilegt, hve mikið hægt er að hundsa fræðimenn sem benda á staðreyndir með ágætis rök að baki sínum fullyrðingum. Svei mér þá ef 2007 er ekki að hefjast allt upp á nýtt með tilheyrandi skelli, væntanlega eftir örfá ár, sem yrði væntanlega töluvert stærri en sá fyrri.

Samúel Úlfur Þór, 31.10.2012 kl. 00:19

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Best er aldrei að selja neinum dropa af rafmangi. Það vita allir. Einnig ætti að banna útsölur í Reykjavík. Þær eru versti óvinur neytenda. 

Norðmenn þyrftu að vita þetta. Því þá hefðu þeir þegar hætt að dæla olíu upp úr landgrunni sínu árið 1998, þegar Bondevik var lagður inn með taugaáfall er olíuverð á heimsmarkaði hundi niður í 10 dali. Þá var ástand þessa forsætisráðherra Noregs kallað “depressiv reaktion på stress” og hélst fasttengt í hendur við olíverðið. En Norðmenn gáfust þó ekki upp, því þá var styttra frá því að þeir voru kallaðir "hinn fátæki útkjálki úr Evrópu". 

Sem betur fer — samkvæmt hugmyndafræði þessari — hefur bann Evrópusambandsins við afslætti á rafmagnssölu til stóriðju á Ítalíu haft þá góðu afleiðignu að öll álver á Ítalíu hafa nú lokað niður og flúið landið. Það styttist óðum í ríkisgjaldþrot Ítalíu. Sem betur fer því þá losnum við við "neyslu" þeirra. Þeir hætta að anda.

Er ekki að verða nóg komið?

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 31.10.2012 kl. 01:58

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Svo finnst mér að það ætti að banna allar ljósavélar um borði í skipum, því verðið sem peran yfir haus skipstjórnas kaupir orku af ljósavélinni á, er náttúrlega "gjafverð". Ergo; Ljósavélin er rekin með "tapi". Almenningur borgar að sjálfsögðu í formi aukinna útflutningstekna sem notaðar eru til að reka menntakerfið, sjúkrahúsin, DDRÚV og allt það brask með líf, limi og heilabú fólksins.

Gunnar Rögnvaldsson, 31.10.2012 kl. 02:23

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnar Rögnvaldsson,

Ítalía er reyndar ekki að verða gjaldþrota, þrátt fyrir Berlusconi, einkavin Davíðs Oddssonar, og engin hætta á að landið verði gjaldþrota vegna einhverra álvera.

Það vantar ekki skáldskapinn hjá þér og öðrum hægriöfgasinnum, frekar en fyrri daginn.

Þér er illa við flesta aðra en sjálfan þig, eins og öðrum fáráðlingum af þínu forljóta sauðahúsi.

Þorsteinn Briem, 31.10.2012 kl. 02:27

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í skýrslu forsætisráðherra frá sl. vori kom skýrt fram að ástæða launamunar milli Danmerkur og Íslands er að framleiðni er mun meiri í Danmörku.

Þetta kom meðal annars fram í áætlunum um landsframleiðslu á vinnustund.

Í ljós kom að Ísland var í svipuðu sæti meðal OECD-ríkja bæði þegar tímakaup var skoðað og áætluð landsframleiðsla á unna klukkustund."

(Á Alþingi 1996-1997.)

Þorsteinn Briem, 31.10.2012 kl. 04:22

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðbólgan hér á Íslandi er nú 4,2% og stýrivextir Seðlabanka Íslands 5,75% en í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans, var verðbólgan hér 18,6% og stýrivextir Seðlabankans 18%.

Og árið 2006, í miðju "góðærinu", var 2,9% atvinnuleysi hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 31.10.2012 kl. 05:23

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Starfandi Íslendingum hefur fjölgað um 7.500 á einu ári.

Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar nú í september var atvinnuleysi komið niður í 5% (en mældist 6% fyrir ári) og skráð atvinnuleysi hjá Vinnumálastofnun nú í september var 4,9% (en var 6,6% fyrir ári).

Og samkvæmt könnun Hagstofunnar fyrir september síðastliðinn hefur starfandi fólki fjölgað um 7.500 frá september í fyrra."

Þorsteinn Briem, 31.10.2012 kl. 05:25

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er nú einmitt verið að benda á í þessari úttekt að mesta framleiðnin fyrir íslenska hagkerfið er í stóriðjunni. Það er einnig mælt með að virkjað sé meira en þú nefnir það ekki

Andstæðingar Kárahnjúkaframkvæmdarinnar sögðu að "tap" væri á framkvæmdinni. Nú þegar komið hefur í ljós að það er tóm vitleysa, þá segið þið með jafn mikilli hneykslan að "gróðinn" sé ekki nógu mikill.

Orka verður stöðugt dýrari og orkusölusamningar hafa flestir endurskoðunarákvæði. Kárahnjúkaframkvæmdin var mikið gæfuspor fyrir Austfirðinga og allar kannanir meðal íbúanna styðja það. Umhverfisverndarsinnar eru ekki sammála því.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2012 kl. 07:35

9 identicon

Þessi sami forstjóri Landsvirkjunar taldi það helsta kostinn við rafstreng til Evrópu að þá væri hægt að hækka raforkuverð til almennings á Íslandi - verulega

Ekki það að rafmangs og vatnskostnaður hefur aukist og mun aukast mun meira á næstunni það hafa allir söluaðilar slíks varnings boðað

Grímur (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 07:44

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Kárahnjúkavirkjun störfuðu gríðarlega margir útlendingar og þeir fluttu launatekjur sínar að langmestu leyti úr landi.

Og samkvæmt Hagstofunni fækkaði íbúum á Austurlandi í sjö sveitarfélögum af níu á milli 1. desember 2007 og 2008 en Kárahnjúkavirkjun var formlega gangsett 30. nóvember 2007.

Þar að auki er álverið í Reyðarfirði erlent en ekki íslenskt og 70% af virðisaukanum eru flutt úr landi.

Til að framleiða hér raforku fyrir stóriðju þarf að taka gríðarlega há lán erlendis og vextirnir af þeim lánum fara að sjálfsögðu einnig úr landi.

Langtímaskuldir Landsvirkjunar
í árslok 2008 voru um þrír milljarðar Bandaríkjadala, um 360 milljarðar króna, andvirði þriggja Kárahnjúkavirkjana.

Vaxtagjöld
Landsvirkjunar árið 2008 voru 178 milljónir Bandaríkjadala, um 20 milljarðar króna.

Og árið 2008 tapaði Landsvirkjun 345 milljónum Bandaríkjadala, um 40 milljörðum króna.

Þorsteinn Briem, 31.10.2012 kl. 08:20

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990 til 2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.


Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu, einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en um 70% flytjast úr landi.
"

Þorsteinn Briem, 31.10.2012 kl. 08:32

12 identicon

Lengi vel reyndi LV allt sem hægt var til að leyna raforkuverði til stóriðjunnar. Helstu baráttumenn stóriðjunnar nefna aldrei orðin hagnað af raforkusölu eða auðlindarentu. Á meðan afraksturinn af þessu brölti er enginn eða jafnvel minna en enginn er erfitt að sjá ástæðu til framkvæmda.

Gunnar Rögnvaldsson sem skrifar hér að ofan gerir lítið úr lágu raforkuverði til stóriðjunnar og líkir ástandinu við tímabundna lækkun á olíuverði sem olli nokkrum usla í Noregi.

Á Íslandi hefur raforkuverð til stóriðju hinsvegar alltaf verið lágt og hækkun virðist ekki í sjónmáli.

Norðmenn fá heimsmarkaðsverð fyrir sína olíu á meðan stóriðjurafmagn hefur alltaf verið selt undir meðalverði raforku til stórnotenda í Evrópu.

Minnir á nýlegt upphlaup bankamálaráðherra hrunsins sem hvatti til virkjana í Þjórsá án þess að nefna orðin arðsemi eða auðlindarenta. Slíkir menn eru óhæfir til að véla um eigur almennings og hafa sannað óhæfni sína með eftirminnilegum hætti.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 11:53

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Á Íslandi hefur raforkuverð til stóriðju hinsvegar alltaf verið lágt og hækkun virðist ekki í sjónmáli." Segir Sigurður Sunnanvindur

Þetta er rangt hjá honum því endurskoðunarákvæði eru í langtíma samningum. T.d. hefur orkuverðið til Straumsvíkur verið hækkað nokkrum sinnum. Talað er um að óheppilegt sé að tengja orkuverð við heimsmarkaðsverð á áli. Slíkar fullyrðingar eru hæpnar þegar allar spár gera ráð fyrir hækkandi álverði næstu áratugi. Það er hins vegar ágæt strategía hjá LV að hafa ekki alla samninga eins og nú er tengt í auknum mæli við heimsmarkaðsverð á raforku.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2012 kl. 12:08

14 identicon

Vonandi eru gerðir betri raforkusamningar í dag Gunar.

Það er búið að henda þeim óhæfustu út úr Orkuveitunni sem gerðu samninga sem standa ekki einu sinni undir fjármagnskostnaði og raforkusala Landsvirkjunar er ekki lengur í höndum eiginkonu stærsta raforkukaupandans.

Það vekur þó ugg að þessi fyrrverandi raforkusali sem áður seldi eiginmanninum raforku var nýlega skipuð í ráðgjafahóp um raforkusölu til Evrópu:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/07/02/15_skipadir_i_radgjafahop/

Hér máð sjá hvenar Ólöf var yfirmaður heildsöluviðskipta LV

http://www.althingi.is/altext/cv.php4?nfaerslunr=692

(skrifað var undir samning við ALCOA 2003)

En eiginmaðurinn var þá ekki tekinn til starfa hjá ALCOA en fékkst á sama tíma við "samninga um

kaup á orku og hráefnum" hjá Norðuráli! http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=252726&pageId=3507756&lang=is&q=T%D3MAS%20M%E1r%20Sigur%F0sson

Vonandi eru hreinni línur hjá opinberum raforkusölum í dag.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 12:27

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Slæm staða Orkuveitu Rvk. er vegna óráðssíu og flottheita á öðrum sviðum, s.s. "hússins".

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2012 kl. 12:52

16 Smámynd: Ágúst H Bjarnason


Áliðnaður skilar álíka útflutningstekjum og sjávarútvegurinn, eða rúmum 200 milljörðum árlega (miðað við árið 2010). Ferðaþjónustan um helmingi minna eða rúmlega 100 milljörðum.  Hreinar gjaldeyristekjur af áliðnaði eru um 120 milljarðar.

Það má því ljóst vera að áliðnaður skilar mjög stórum hluta gjaldeyristekna í þjóðarbúið. Án hans væri gengi íslensku krónunnar lægra og þar með erlendur gjaldeyrir dýrari. Við flytjum inn stóran hluta þeirra matvæla sem við notum daglega, ef ekki beint, þá óbeint sem hráefni í t.d. brauð. Svo ekki sé minnst á munaðarvörur, tæki og tól sem við teljum ómisandi. Það má færa rök fyrir því að verðlag á þessu væri töluvert hærra ef stóriðjunnar nyti ekki við.

Orkuverð til almennings væri einnig nær því sem gengur og gerist erlendis ef stóriðjunnar nyti ekki við, eða a.m.k. tvöfalt hærra.

Þetta er sá óbeini arður sem allir Íslendingar njóta af stóriðjunni, óháð því hvort menn telja arð Landsvirkjunar af raforkusölu nægilega mikinn.

Til viðbótar er einnig sá arður sem skapast af tekjum starfsmanna stóriðjuveranna ásamt tekjum starfsmanna allra þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem veita þeim þjónustu.

Orkutengd starfsemi er ein af meginstoðum hagkerfisins. Undirstaða rúmlega 40% af útflutningi. Uppspretta a.m.k. 5000 starfa. Beint og óbeint framlag um 10% af vergri landsframleiðslu.      (Þetta er fyrir utan óbeinu áhrifin á verðlag nauðsynjavara og raforku til almennings).

Ágúst H Bjarnason, 31.10.2012 kl. 13:01

17 identicon

Gunnar, 3 milljarða flottræfilsháttur í höfuðstöðvum OR og milljarður í lobbý utan um HP í Hellisheiðarvirkjun er staðreynd. Það hefur hinsvegar kyrfilega komið fram að raforkusala frá Hellisheiðarvirkjun stendur ekki undir fjármagnskostnaði, -hvað þá rekstri, afskriftum eða eðlilegri auðlindarenntu.

Ekki vera það meðvirkur stóriðjunni að þú berjir höfðinu endalaust í afneitunarsteininn.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 13:05

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gott innleg hjá Ágústi.

Ég var að segja þetta, Sigurður. Slæm staða OR er vegna svona óráðssíu, hár fjármagnskostnaður er vegna hennar. Hins vegar er viðbúið að fyrirtækið rétti úr kútnum að lokum en óráðssíubruðl er aldrei réttlætanlegt, allra síst hjá opinberum fyrirtækjum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2012 kl. 13:18

19 identicon

Ágúst -það er einkennilegur málflutningur að flagga aðeins einni hlið í stóriðjubókhaldinu!

Innflutningur erlendra fyrirtækja á aðföngum og útflutningur sömu aðila á afurðum hefur afskaplega lítið vægi í hagkerfinu. Það sem máli skiptir er hagnaður af raforkusölunni, laun og aðkeypt innlend þjónusta.

Hagnaður af raforkusölunni er enginn.

Skattekjur af stóriðjunni eru óverulegar.

Jákvæðasti þátturinn eru launagjöld og aðkeypt þjónusta.

Það hefur enginn lagt fram gögn um það að almenningur búi við lægra raforkuverð vegna stóriðjunnar. Rarik kvartaði opinberlega á áttunda áratugnum fyrir að vera sendur reikningurinn fyrir tapi af raforkusölu LV tilstóriðju.

Hver væri staða Reykvíkinga ef Sogsvirkjanir hefðu ekki verið lagðar inní LV og höfuðborgarsvæðið væri knúið með afskrifuðum 90MW Sogsvirkjunum og hóflegum 60MW virkjunum á Nesjavöllum (afskrifaðri)og Hellisheiði?

Miðað við að slíku veitufyrirtæki hefði alla tíð verið stýrt af mönnum sem valdir hefðu verið af handahófi úr þjóðskrá í stað þeirra afglapa sem ráðið hafa ferðinni á þessari öld þá gæti slík rafveita verið hrein gullnáma.

(Aflþörf höfuðborgarsvæðisins er 200MW af 2.000 heildarálagi á landsvísu)

Það er tímabært að umræða um orkugeirann byggist á gögnum og yfirvegun í stað trúarkendra upphrópana og fullyrðingum um hagnað sem aldrei hefur sést og auðlindarentu sem rennur öll til kaupenda.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 13:19

20 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Flottar umræður! Virkjunarsinnaðir eru allltaf eins, taka ekki við neinum rökum og staðreyndum.

Mig langa að nefna hér eitt hugtak sem heitir "fórnarkostnaður". Hverju var til dæmis fórnað þegar stærsta óhappið á síðustu áratugunum átti sér stað? Þenslan í þjóðfélaginu var gríðarleg þegar Kárahnjúkavirkjunin var byggð, allt okkar efnahagskerfið hrundi nokkrum árum seinna. Hvað skyldi það taka langan tíma að borga öll lánin með vöxtum? Hvenær mun þessi virkjun vera virkilega arðbær? Og í lokinn: Hversu dýrmæt eru náttúruperlurnar okkar? Því miður er erfitt að reikna það út í beinhörðum peningum. En sem betur fer eru önnur verðmæti til en krónur og aurar.

Úrsúla Jünemann, 31.10.2012 kl. 15:06

21 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Höfuðborgarsvæðið á Íslandi býr ekki til verðmæti landsins í hlutfalli við tilvist þess. Það neytir þeirra hins vegar í svo að segja í ómældu magni og er í allt of litlum tengslum við Ísland og lögsögu þess, sem er tæplega ein milljón ferkílómetrar. Höfuðborgarsvæðið er núll koma tvö prósent af flatarmáli Íslands og nánast ekkert eða núll miðað við lögsögu Lýðveldisins.

Í kostnaðarhlið jöfnunnar er hægt bera saman olíuvinnslu Norðmanna og virkjanaframkvæmda á Íslandi. Báðar fela í sér tröllvaxinn kostnað. Það eiga þessar tvær aðferðir sameiginlegt. 

En í tekjuhlið jöfnunnar er ekki hægt að bera olíu og rafmang saman því það er vel hægt að geyma olíu (stafla henni upp og hún er ekki ferskvara) og flytja hana um allan hnöttinn og stýra flæði hennar inn á markaði. Þetta er ekki hægt með rafmagn. Það er ekki hægt að geyma rafmagn (stafla því í birgðageymslum) og það er ekki hægt að flytja það nema stuttar vegalengdir. Svo leið þessara tveggja orkugjafa til markaðs og verðmyndun þeirra á mörkuðum er eins og að bera samana svart og hvítt.

En nú er sala á rafmangi til stórkaupenda þeirra sem kaupa næstum allt rafmagn af virkjunum landsins hins vegar háð heimsmarkaðsverði á framleiðslu þeirra; sem sagt; að hluta til háð afurðaverði stóriðju. Olía Norðmanna er beint háð heimsmarkaðsverði á olíu, en hins vegar þar með og einnig óbeint háð verði og tollum á bifreiðum og akstri þeirra á útsölur m.a. í Reykjavík og til dæmis akstri starfsmanna DDRÚV í gegnum einka-neðanjarðargöng þeirra inn í ríkissjóð skattgreiðenda Lýðveldisins þar sem þeir tappa af honum sjálfum sér til handa í krafti skrípa.

Ef þú villt ekki stuða að því að koma ávöxtunum af náttútuauðlindum landsins í verð, til útflutnings og þar með útflutningstekna þeirra sem búa til og standa undir velmegun á Íslandi, þá er sú afstaða vitfirringu næst.

Auðvitað VERÐUR að halda orkuverði í samningum við stóriðnaðarfyrirtæki leynilegum. Annað væri að skera undan sér fótinn og því sem næst glæpsamlegt skemmdarverk gagnvart samningsaðilum. Hreint skemmdarverk líklega.

Olíuvinnsla Norðmanna væri aldrei arðbær ef útgjöldum til þeirra tröllvöxnu fjárfestinga væri ekki dreift yfir á langan langan tíma. Það sama er með orkusölu í formi rafmangs sem búið er til með því að virkja vatnsaflið.

Gunnar Rögnvaldsson, 31.10.2012 kl. 15:11

22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvernig getur "hagnaður verið enginn" af raforkusölu þegar eignir LV eru langt umfram skuldir?

Er 10% af vergri þjóðarframleiðslu "óverulegt"? Er almenningur á Íslandi ekki að borga minna fyrir heimilisrafmagn en víðast erlendis?

Það er erfitt að rökræða við svona fólk

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2012 kl. 15:19

23 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Svo er hægt að bæta því við hér að þvaðrið um "rafmangssæstreng" til útlanda frá Íslandi er einungis sett fram til að koma núverandi og starfandi erlendum stórfjárfestingum í stóriðju í varanlegt uppnám, og helst eyðileggja hana alveg til þess eins að íslenkska þjóðin svelti og svitni meira og auðveldara verði þar með fyrir ríkisstjón kommúnista & kommakrata að troða henni inn í Evrópusovétsambandið. Eins og skemmdarverkin á sjávarútvegi landsins eru að hafa í för með sér.

Svarti dauði yfir Íslandi er að ná sér á strik aftur með svona helstefnu.  

Gunnar Rögnvaldsson, 31.10.2012 kl. 15:49

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útflutningstekjur eru ekkert síður skapaðar á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi en á landsbyggðinni.

Reykjanesskaginn, Landnám Ingólfs Arnarsonar, er einungis 1% af Íslandi og telst nú varla til landsbyggðarinnar, enda er Keflavíkurflugvöllur langstærsti millilandaflugvöllur okkar Íslendinga.

Og það væri nú harla einkennilegt ef menn héldu því fram að litlar eða engar útflutningstekjur séu skapaðar í París, höfuðborg Frakklands, mestu ferðamannaborg heimsins með öllum sínum kaffihúsum.

Við Íslendingar lifum sem betur fer á fleiru en útflutningi sjávarafurða, sem eru þar í þriðja sæti.

Í fyrsta sæti er útflutningur á þjónustu
og í öðru sæti útflutningur á iðnaðarvörum.

Útflutningur á sjávarafurðum var hér 28,2% af útflutningi vöru og þjónustu árið 2009 en 55,6% árið 1994, samkvæmt Landssambandi íslenskra útvegsmanna (LÍÚ):

Hlutfall sjávarafurða af útflutningi 1994-2009


Árið 2009 voru 62% af heildarfjölda hótelrúma hérlendis frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar en þá bjuggu þar 63% landsmanna.

Fjölsóttasti ferðamannastaður Íslands er Hallgrímskirkja í Reykjavík og aðrir vinsælir ferðamannastaðir í Landnámi Ingólfs eru til að mynda Bláa lónið og Þingvellir.

Til landsins kemur nú árlega rúmlega hálf milljón erlendra ferðamanna, um 1.500 manns á dag að meðaltali.

Þeir gista langflestir á höfuðborgarsvæðinu og kaupa þar á ári hverju vörur og þjónustu fyrir marga milljarða króna, sem skilar bæði borgarsjóði og ríkissjóði miklum skatttekjum.

Þar að auki fara erlendir ferðamenn í hvalaskoðunarferðir frá gömlu höfninni í Reykjavík.

Þar er langmestum botnfiskafla landað hérlendis og jafnvel öllum heiminum, um 87 þúsund tonnum árið 2008, um tvisvar sinnum meira en í Grindavík og Vestmannaeyjum, fimm sinnum meira en á Akureyri og fjórum sinnum meira en í Hafnarfirði.

Og
bestu fiskimið okkar Íslendinga eru í Faxaflóa.

Við gömlu höfnina eru til dæmis fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækin Grandi og Fiskkaup, Lýsi og CCP sem selur útlendingum áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 600 milljónir króna á mánuði sem myndi duga til að greiða öllum verkamönnum í öllum álverunum hérlendis laun og launatengd gjöld.

Landsvirkjun
, og þar með Kárahnjúkavirkjun, er í eigu ríkisins, allra Íslendinga.

Og meirihluti Íslendinga býr á höfuðborgarsvæðinu.

Þar að auki má nefna til dæmis Nesjavallavirkjun, sem framleiðir 120 MW af rafmagni og 300 MW varmaorku, en uppsett afl vatnsaflsstöðvanna þriggja í Soginu er samtals 90 MW.

Íslenskir bændur fá gríðarlega styrki frá íslenska ríkinu til að framleiða mjólk og lambakjöt
og þeir sem greiða hér tekjuskatt búa langflestir á höfuðborgarsvæðinu.

Ekkert íslenskt lambakjöt og mjólk yrði framleidd ef engir væru neytendurnir og þeir búa langflestir á höfuðborgarsvæðinu.

Þar að auki er fjöldinn allur af útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum, verksmiðjum og öðrum útflutningsfyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu, til að mynda Marel, Hampiðjan, Actavis, Ístex, Össur hf. og álverið í Straumsvík.

Þorsteinn Briem, 31.10.2012 kl. 15:49

25 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Greinilegt er að Gunnar hefur ekki hlustað á viðtal við skýrsluhöfund í Speglinum í gær, þar sem hann tiltók sérstaklega það sem ég er að blogga út af, að ekki eigi að selja orkuna til stóriðju. 

Varðandi sæstreng er hann nefndur af því að það talið honum til tekna að með því nýtist umframafl á afltoppum betur en áður. En honum er líka stillt upp sem möguleika sem frekar eigi að skoða heldur en stóriðjuna.

Enn einu sinni er því haldið fram að ég og skoðanasysktin mín séum á móti rafmagni, á móti atvinnuuppbyggingu, á móti framförum og á móti fjárfestingum og viljum fara aftur inn í torfkofana!

Samt eru nú í landinu 25 virkjanir sem ég hef samþykkt og einnig var ég samþykkur stóriðjunni lengst af. Ég sætti mig líka við það að við framleiðum þrisvar til fjórum sinnum meira rafmagn en við þurfum til venjulegra innanlandsnota.

Ég ég hreyfi efasemdum við það að stefnt skuli að því að framleiða 10-15 sinnum meira rafmagn en við þurfum sjálf og stúta öllum helstu náttúruverðmætum landsins og andæfi stóriðjuæðinu, er ég talinn vera á móti rafmagni!

Hvernig er hægt að rökræða á svona grundvelli ?

Ómar Ragnarsson, 31.10.2012 kl. 15:49

26 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í öllu talinu um bókfærðan útflutning gleymist það að stóriðjan skilar meira en helmingi minni virðisauka inn í þjóðfélagið en sjávarútvegurinn og ferðaþjónustan.

Sjávarútvegurinn nýtir hráefni úr íslenskri lögsögu og arðurinn rennur til íslenskra eigenda fyrirtækjanna.

Stóriðjan flytur hráefni þvert yfir hnöttinn og arðurinn rennur til erlendra fyrirtækja.

Ómar Ragnarsson, 31.10.2012 kl. 15:52

27 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og skipin Ómar? Stálið í skipunum? Siglingatækin? Olían? Boeing flugvélar Flugleiða til að lenda farþegum á flugvöllum? Tækjakostur sjúkrahúsa? Menntun lækna og vísindamanna? Steypujárnið? Byggingakranar og steypubílar? Verkfærin? Og græjunrar í DDRÚV?

Allt saman keypt til landsins fyrir útflutningstekjur sjávarútvegs, stórðiðju og sparnað lanbúnaðar, sem annars þyrfti að eyða í að flytja inn mat handa höfuðborginni.

Fiskur okkar er fluttur þvert yfir hnötinn. Svo er þetta röksemd hjá þér? eða á kannski að banna fragtflutninga til og frá landinu og setja kólómetrateljara á fiskistofninn?

Eitt fullkomnasta álver heimsins er nú Íslandi. Við ættum að vera stolt af því að við séum svo samkeppnishæf að þar borgi sig að sigla hráefni langar leiðir að til landsins til úrvinnslu hérlendis og að íslensk skipafélög hafi einnig tekjur af því að skipa afurðrunum aftur út á heimsmarkaði. Þetta er ekki á færi hverra sem er í þessum heimi. Svo hér siglir stolt fley okkar, hér heima við og um heimshöfin.

Líklega er eina "stóriðjan" á Íslandi sem engum útflutningsverðmætum skilar til þjóðarbússins sjálfur byggingariðnaður höfuðborgarsvæðisins. Hann er neytandi. Stórkostlega galin byggðastefna í landinu skaffar honum að miklu leyti verkefnin við nokkurs konar eyðileggingarstarf út um allt land, þar sem eignir fólks eru brenndar á báli fólksflótta inn í miðflóttaflvél raunveruleikafirringar höfuðborgarsvæðisins.

Gunnar Rögnvaldsson, 31.10.2012 kl. 16:20

28 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég legg hér með til að þingstaður Alþingis verði flutt aftur til Þingvalla. Sá tími er kominn.

Gunnar Rögnvaldsson, 31.10.2012 kl. 16:23

29 identicon

Ég þykist nokkuð viss um að olían á fiskiskipin sé ekki úr íslenskri lögsögu. Það sama á líklega við flest af skipunum sjálfum sem og veiðarfæri eða hráefni í þau og ýmis önnur aðföng.

Eins skilst mér að töluvert af rekstrarhagnaði útgerða fari í að greiða erlend lán.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 16:24

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Árið 2009 var seld hér þjónusta til útlanda fyrir 287,3 milljarða króna en þjónusta keypt frá útlöndum fyrir 239,9 milljarða króna.

Þjónustujöfnuður var því hagstæður um 47,4 milljarða króna."

Utanríkisverslun, þjónustuviðskipti við útlönd eftir markaðssvæðum árið 2009


Á
rið 2009 voru fluttar hér út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og landbúnaðarvörur fyrir um átta milljarða króna, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Gjaldeyristekjur
okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010

Þorsteinn Briem, 31.10.2012 kl. 16:46

31 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hans, auk þess er unnið að því hörðum höndum að taka rekstrahagnað úr sjávarútvegi eignarnámi með skattlagningu langt umfram aðrar atvinnugreinar. Niðurstaðan mun verða sú að þessi þjóðareign mun skila mun minna í ríkiskassann en við núverandi fyrirkomulag.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2012 kl. 16:50

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnar Rögnvaldsson heldur náttúrlega að ókeypis yrði fyrir hann að ferðast til Parísar.

Frakkar hefðu því engar útflutningstekjur af karlinum á meðan hann gisti þar á hótelum og raðaði í sig mat og drykk á veitinga- og kaffihúsum.


Meira að segja þjónustan á veitingahúsunum og leigubílarnir væru ókeypis og Frakkar legðu enga skatta á vörur og þjónustu, sem Gunnar og aðrir útlendingar fengju í París.

Þorsteinn Briem, 31.10.2012 kl. 17:04

33 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er rétt Ómar, ég hlustaði ekki á Spegilinn. Hann hefur reyndar orð á sér fyrir að vera málpípa ríkisstjórnarinnar.

Ég hef heldur ekki kynnt mér skýrsluna frá ráðgjafafyrirtækinu, nema þetta lauslega sem komið hefur fram í örfréttum netmiðlanna

Hér skrifar Einar Steingrímsson athyglisverðan pistil um það hvort ekki hefði mátt spyrja gagnrýnna spurninga um niðurstöður skýrslu , Mckinsey & Company

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2012 kl. 17:09

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

MATVÆLAÖRYGGI BJARTS Í SUMARHÚSUM NÚ OG ÞÁ.

Meirihlutinn af
fatnaði og matvörum sem seldur er í verslunum hérlendis er erlendur.

Þar að auki eru erlend aðföng notuð í langflestar "íslenskar" vörur, þar á meðal matvörur.

Erlend aðföng í landbúnaði hérlendis
eru til að mynda dráttarvélar, alls kyns aðrar búvélar, varahlutir, tilbúinn áburður, heyrúlluplast, illgresis- og skordýraeitur, kjarnfóður og olía.

"Íslensk" fiskiskip eru langflest smíðuð í öðrum löndum Evrópska efnhagssvæðisins og þau nota að sjálfsögðu einnig olíu.

Og áður en vélvæðing hófst í landbúnaði hérlendis keyptu "Bjartur í Sumarhúsum" og hans kollegar INNFLUTTA ljái, lampaolíu, áfengi, kaffi, tóbak, sykur og hveiti.

Og hvaða hráefni er notað í "íslenskar" pönnukökur?!

Kexverksmiðjan Frón
notaði eitt þúsund tonn af hveiti og sykri í framleiðslu sína árið 2000 en formaður Framsóknarflokksins heldur náttúrlega að það hafi allt verið ræktað hérlendis og "Bjartur í Sumarhúsum" hafi slegið grasið með berum höndunum!

Leggist allir flutningar af hingað til Íslands leggst því allur 
"íslenskur" landbúnaður einnig af!

Þorsteinn Briem, 31.10.2012 kl. 17:09

35 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Einhver skrifar hér sem "Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð)"   Hvað heitir sá fullu nafni? Ég tek ekki þátt í umræðum við þá sem ekki hafa þor til að koma fram undir fullu nafni.

Ágúst H Bjarnason, 31.10.2012 kl. 19:25

36 identicon

Skifta rökin ekki meira máli en maðurinn, Ágúst?

Akademiker eins og þér ætti að vera það ljóst, eða hvað?

einsi (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 20:00

37 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Alveg er dásamlegt að heyra að orð skýrsluhöfundarins í Speglinu séu ekki marktæk  heldur tómt bull, af því að Spegillinn sé málpípa ríkisstjórnarinnar !

Ómar Ragnarsson, 31.10.2012 kl. 20:10

38 identicon

Umræða um raforkusölu til málmbræðslna er nauðsynleg og þarf að fara fram fyrir opnum tjöldum.

Ljóst er að:

1. Mikil umhverfisáhrif eru af virkjunum fyrir stóriðjuna.

2. Stóriðjan notar 80% allrar raforku í landinu.

3. Arðsemi opinberru raforkufyrirtækjanna af þessari raforkusölu er óásættanleg.

4. Auðlindarenta fer alfarið til raforkukapenda. Slíkt er hið besta mál gagnvart almennum raforkukaupendum þar sem þeir eru einnig eigendur auðlindarinnar en ástæðulaust er að erlendir kaupendur njóti rentunnar á kostnað eigendanna.

5. Mikil óvissa ríkir um sjálfbærni Hellisheiðarvirkjunar, Nesjavallavirkjunar og Reykjanesvirkjunar. Gögn um ástand jarðhitakerfa þurfa að vera opinber ein og önnur gögn um vatnafar.

6. Loftmengun frá jarðhitavirkjunum er veruleg og orkufyrirtækin eiga langt í land með að finna frambærilegar lausnir.

Raflínan sem hangir í loftinu...

Stórvirkjanir og stórnotendur (Grundartangi, Blanda, Kárahnúkavirkjun og Reyðarál) eru sem spennitreyja á alla raforkunotendur á Byggðarlínukerfinu og Það hefur legið ljóst fyrir allt frá byggingu Kárahnúkavirkjunar að hana þurfi að tengja með einni eða fleir 220KV (Ca 500MW) háspennulínum við Þjórsár/Tungnár virkjanir í stað 100-150MW flutningsgetu Byggðarlínu) Þetta verður að líkindum gert með 220KV stóriðjulínu frá Hellisheiðarvirkjun og norðurum til Fljótsdals og með Sprengisandslínu/línum frá Vatnsfelli til Kröflu. Línur af þessari stærð hafa uþb 20X meiri flutningsgetu en aflþörf stæstu rafveitu byggðarlínusvæðisins (Norðurorku) og aukningu almennrar notkunnar er ekki spáð í bráð.

Þessi lína þarf að greiðast allt að 99% af stóriðjunni en íbúum og landeigendum er hún fyrst og fremst til tjóns og langsótt að eignarnámsákvæði raforkulaga eigi við þar sem framkvæmdin varðar tæpast almannahag.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 20:51

39 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég sagði ekki að orð skýrsluhöfunda væru ekki marktæk, veit raunar ekkert um það, en bendi aftur á pistil Einars. Mats og ráðgjafafyrirtæki eru ekki óbrigðul, eins og mýmörg dæmi sanna og óþarfi að taka orðum frá þeim gagnrýnislaust.

En ég benti á það sem alkunna er, en það er að veruleg vinstri slagsíða er á Speglinum, sem og á fréttastofu RUV. Þeir velja sér viðmælendur og spyrja "réttu" spurninganna, sem eru gagnrýnislausar þegar hentar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2012 kl. 21:58

40 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Allt er gott í hófi. Það gildir um virkjunarmálin eins og allt annað.

Það hefur alla tíð verið mér hulin ráðgáta, hvers vegna rafmagnið til álveranna er ekki verðmetið á réttlátan hátt, í staðinn fyrir að gefa það? Á meðan rafmagn til kaldra svæða á landinu eru á okurverði?

Hér á landi væri líka hægt að rækta gríðarlega mikið grænmeti og jafnvel ávexti, ef landinn hefði möguleika á að fá rafmagnið á sömu kjörum og erlendu álrisarnir!

Hvað er eiginlega í gangi hér á þessu skeri?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.11.2012 kl. 09:59

41 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Gísli Marteinn spurði fyrir stuttu "eiga höfuðborgarbúar að borga rafmagn fyrir landsbyggðina"?

Ég spyr "hvaða "höfuðborgarbúa" er hann að tala um?

Eru Íslendingar ekki með sameiginlegar auðlindir?

Vestfirðingum hefur fækkað svo hratt síðastliðna áratugi (Kvótakerfi Halldórs) og eru nu um 7000 manns. 

ég spyr eins og stjórnmálamaðurinn "eiga höfuðborgarbúar á borga "niður" rafmagn til landsbygðarinnar (Vestfirða)?

Hvílíkt óréttlæti!

Aldrei áttu Vestfirðingar að eiga viðskipti við kvótakerfi Halldórs ásgrims í dentíð. Ímyndið ykkur höfuðborgarbúar hversu lífið okkar fyrir Vestan væri mikið léttara og lífstíllinn hjá "útvegsmönnum" væri erfiðari, ef sveitaþorpin hér hefðu BARA haldið sínum kvóta í byggð?

Gisli Marteinn , ekki haga þér eins og leikskólabarn.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.11.2012 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband