Ekki út í hött að æfingasvæði marsfara sé hér.

Það kemur æ betur í ljós að það var ekki út í hött að Bob Zubrin, forsprakki Alþjóðlegra samtaka um marsferðir, kom hingað til lands fyrir tólf árum til að athuga hvort hér á landi væru heppilegustu aðstæður á jörðinni til þess að hafa æfingasvæði fyrir marsfara framtíðarinnar. DSC00202

Ég flaug með Zubrin yfir Kverkfjöll og til Mývatns og gerði um þetta frétt. Menn kinkuðu vorkunnsamlega til mín kolli yfir þessari "geimmóra"- og sérvitringafrétt. dsc00191_908007

Eitthvað breyttist viðhorfið hjá þeim, sem lásu aðalgrein Time tímaritsins með viðtali við Zubrin og NASA-menn, sem ræddu um það sem fyllilega raunhæfan möguleika að gera byggða nýlendu á mars.

Nokkrum árum síðar kom sendinefnd mars-samtakanna til landsins og valdi sér æfingasvæði í Gjástykki á hliðstæðan hátt og Askja hafði verið valin 1967 sem æfingasvæði fyrir tunglfarana. P1010230

Sú staðreynd á mikinn þátt í þeirri upplifun, sem ferðamenn í Öskju fá og aðdráttarafli þess svæðis. Þótt Gjástykki sé í verndar(nýtinga)flokki í rammáætlun er hart sótt eftir því að virkja þar og að minnsta kosti að teygja virkjanir norðan Kröflu það langt norður að það valdi mikilli umhverfisröskun á þeirri landslagsheild sem svæðið Leirhnjúkur-Gjástykki er. IMG_1355

Þrjár greinar formanns Landeigendafélags Reykjahlíðar í Morgunblaðinu síðasta vetur og athugasemdir við rammaáætlunina segja sína sögu um þetta. P1010064

Þegar sendinefnd marsáhugamannanna kom til landsins hafði hún valið til vara svæði í Kanada.

Nú sést að það svæði er ekki samkeppnishæft úr því að Ísland og Hawai eru nefnd eftir ferðir geimvagnsins Forvitni á mars.

Vísa til fyrri bloggskrifa minna um þetta mál og umsagnar sem ég sendi inn fyrir hönd Framtíðarlandsins til iðnaðarráðuneytisins vegna rammaáætlunar og hægt er að sjá á vef Framtíðarlandsins.


mbl.is Svipar til jarðvegs á Hawaii og Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú skautar yfirr þessa frétt án þess að sjá nokkuð athugavert við þessa 480 km sem vagnin á að hafa ekið.

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 31.10.2012 kl. 17:32

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ertu að segja með þessu að fréttin um rannsóknina á mars sé tómt bull?

Ómar Ragnarsson, 31.10.2012 kl. 19:59

3 identicon

Já. Þarna ýkja þeir þúsundfalt hjá mbl.is
Þetta eiga að vera metrar gæti ég trúað.

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband