Kaflaskipti í þjóðaríþróttinni.

Það er ekki oft sem eins áberandi kaflaskil verða í sögu einstakra íþrótta og verða nú í handknattleiknum.

Í sama leiknum ber það til tíðinda að helsti burðarás liðsins í nær tvo áratugi lætur gott heita og nýr landsliðsþjálfari tekur við liðinu.

Og liðið fer vel af stað með góðum sigri.

Svipuð kaflaskil urðu 1970 þegar á nokkrum misserum var skipt um helstu lykilmenn landsliðsins, prófað var að gefa einum öflugasta manni þess áratuginn á undan, Gunnlaugi Hjálmarssyni, frí, en leiddir inn kornungir og efnilegir leikmenn, kjarninn í "mulningsvél" Vals í kringum Ólaf H. Jónsson, Stefán Gunnarsson, markmanninn Ólaf Benediktsson, síðar dúettinn Axel Axelsson og Björgvinsson í Fram, Einar Magnússon, Víkingi, Viðar Símonarson í Haukum og fleiri menn sem urðu burðarásar nýs landsliðshóps í meira en áratug þar á eftir.

Þegar hinir ungu menn voru teknir inn í landsliðið var það gert fyrir landsleik við Dani og fannst sumum það afleit ákvörðun að stunda áhættuspil gegn erkifjendum okkar og afar erfiðum andstæðingum.

En dæmið gekk upp á ótrúlegan hátt: Við unnum Dani 15:10 og minnist ég ekki lægri markatölu hjá bitastæðum andstæðingi í landsleik.  

Í frjálsum íþróttum urðu skipti eftir 1952, þegar "gulldrengirnir",Huseby, Torfi Bryngeirsson, Clausens-bræður, Guðmundur Lárusson, Hörður Haraldsson og fleiri, hættu keppni, Ásmundur Bjarnason einn hélt áfram næstu tvö árin, en við tóku nýir burðarásar, Vilhjálmur Einarsson, Valbjörn Þorláksson, Hilmar Þorbjörnsson, Þórir Þorsteinsson o.fl.

Þannig er gangur lífsins og iþróttalífsins, maður kemur oftast í manns stað.  


mbl.is Sýning hjá Aroni og Guðjóni Val
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viggó Jörgensson

Já Ómar það var oft kátt í Höllinni á þessum árum eftir ´70.

Þetta var mjög sannfærandi úrvinnsla hjá þeim í gærkvöldi.

Viggó Jörgensson, 1.11.2012 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband