"Bull og vitleysa, - ekki það, heldur Hallormsstaðaskógur!"

Síðustu árin hef ég átt þess kost að vinna með sjónvarpsfólki, kvikmyndagerðarmönnum, blaðamönnum og ljósmyndurum helstu fjölmiðla heims og einnig mörgum frægum listamönnum á þessu sviði, sem eru sjálfstætt starfandi. IMG_5722

Set hér inn nokkrar ljósmyndir sem ég tók í ferð með erlendum ljósmyndurum fyrir hálfum mánuði. IMG_5698

Þetta hefur gefið mér jafn nýja og víðari sýn á landið eins og ferðalögin til annarra landa gerðu á árunum 1998-2006 og jafnframt sýnt mér, hve "heimskur" ég var fyrir þann tíma, en orðið "heimskur" merkir upphaflega þann mann, sem alltaf er heima og dæmir alla veröldina út því sem hann sér af eigin bæjarhóli.IMG_5701

Eftir endalaus ferðalög mín um fjöll og firnindi þessa lands mátti segja að ég væri "fjallheimskur" áður en ég fór að svipast víðar um í veröldinni og hlusta á það sem erlendir gestir höfðu að sýna mér og segja um landið. IMG_5745

Og enn og aftur koma upp í hugann orð ráðstefnugests fyrir áratug, en á þeirri ráðstefnu var rætt um íslenskar óbyggðir og gildi þeirra, einkum á norðausturhálendinu. Man ekki hvort ég er nýbúinn að segja þessa sögu hér á blogginu, en hún er einfaldlega sígild og viðhorfin, sem koma þar fram, lifa góðu lífi hér á landi.  IMG_5884

Þá stóð upp roskinn maður og sagði: "Nú er ég búinn að fá nóg af þessu rugli um gildi öræfa, sanda og grjóts. Ég hef átt heima á Austurlandi í meira en hálfa öld og veit vel eftir hverju við eigum að fá útlendinga til að sækjast. Hverjir haldið þið að vilji sjá sanda og auðnir? Ekki nokkur maður, það er bara bull og vitleysa!  Nei, það er Hallormsstaðaskógur sem útlendingar vilja sjá!" IMG_5774

Sem þýðir að hinir erlendu ljósmyndarar, margir hverjir heimsþekktir, eru auðvitað vitleysingar! IMG_5138

Að ekki sé nú talað um hve miklir óþurftarmenn þeir eru að halda fram eihverju öðru gildi óbyggðanna en því að "lagfæra" þær og fylla af mannvirkjum, virkjunum og miðlunarlónum.


mbl.is Loftmyndir frá Íslandi vekja heimsathygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fallegar myndir hjá þér Ómar.

Það yrði nú heiður að fá að fljúga með þér einhver tímann í TF-FRÚ.

Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 20:04

2 identicon

Flottur Ómar!   

Haltu áfram að hamra á okkur heimskum og vitlausum samlöndum þínum með fegurð og gildi ósnortinnar náttúru! Kanski að fleðulæti landans gagnvart útlendingum hjálpi til!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 20:04

3 identicon

Það er fróðlegt að lesa eftirtalin kvæði:  Uppblástur eftir Sigurð Jónsson frá Brún, Dynskógur eftir Guðfinnu Þorsteinsdóttir frá Hamri og Komstu að Kornbrekku eftir Matthías Jocumsson.  Fleiri góð fróðleikskorn er hægt að tína til, en þetta er gott í bili.

Vigfús Ólafsson (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 22:29

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Auðæfi hreinnar náttúru eru svo sannarlega vanmetin í þessu jarðlífi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.11.2012 kl. 23:22

5 identicon

Hér er linkur þar sem finna má mynd sem tekin var af Heinz Zak af Skógarfossi árið 2002

http://www.heinzzak.com/kunstdrucke.html

Afhverju er myndin af Skógarfossi sem tekin var fyrir tíu árum en þá með gott plás á heimasíðunni hjá þessum þekkta ljósmyndara?

Baldvin Nielsen 

B.N. (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 23:32

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég var kominn að sextugu þegar ég uppgötvaði og játaði að hafa, þrátt fyrir að vera landafræðinörd og eins og útspýtt hundskinn um allt landið af þeim sökum, verið "heimskur" í næstum 60 æviár í þeim efnum. Það eru ekki margir landar mínir sem geta toppað það!

Ómar Ragnarsson, 6.11.2012 kl. 23:55

7 identicon

Eru efstu myndirnar teknar í "hurðarlausu" ferðinni um daginn?

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 07:18

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er einhver misskilningur í þér Ómar. Það talar engin um að ""lagfæra" þær [óbyggðirnar] og fylla af mannvirkjum, virkjunum og miðlunarlónum."
Svona áróðursbull virkar sjálfsagt á sumt fólk og hefur þann eina tilgang að koma í veg fyrir að hreyft verði við nokkrum sköpuðum hlut.
Hlutverk rammaáætlunar átti að vera að koma einhverjum skikk á þessa hluti en öfgafólkinu í VG er að takast að eyðileggja það og gera áætlunina pólitíska en ekki faglega.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2012 kl. 08:45

9 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það sem þú sneiðir áberandi framhjá að nefna er að ræktun alls konar er miklu hættulegri  þeirri upplifun sem myndirnar lýsa en nokkru sinni virkjanalón. Þau eru plássfrek en fara ef svo má segja eftir náttúrlegum ferlum, þ.e. alda og lagnaðarís lagar bakkana og eftir örfá ár sjá engir nema sérfræðingar mun á slíkum vatnsbakka og náttúrulegum. Þetta er þó háð hæð yfir sjó. Eitt elzta virkjanalón landsins, Úfljótsvatn er enn mjög skammt á veg komið í þessu efni þótt óvanir sjái það ekki. Lón sem eru hærra í landinu koma til með að ná þroska á miklu styttri tíma. Ofstæki virkjanaandstæðinga hefur hins vegar magnað upp alls konar vitleysu eins og að það stafi uppblásturshætta af virkjanalónum. Helztu landskemmdir við Hálslón eru vegna þessarar hysteríu.

Skúli Víkingsson, 7.11.2012 kl. 12:38

10 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það er nú eitt að horfa á svona ljósmyndir. Annað að finna sandinn undir skónum.

Ólafur Þórðarson, 8.11.2012 kl. 00:58

11 identicon

Þarna fellur Skúli Víkingsson í þá klassísku forarvilpu að benda á blátær uppistöðulón með fastri vatnshæð (Elliðavatn og Úlfljótsvatn) sem einhverskonar samnefnara fyrir miðlunarlón með mikilli vatnsborðssveiflu og gríðarlegri uppsöfnun á fínu seti sem stendur ofan vatnsborðs síðla vetrar og snemma sumars.

Bætir svo um betur og fullyrðir að einungis sérfræðingar sjái munin á þessu tvennu!

-Ég held að flestir ferðavanir menn sjái þennan mun á augabragði en Jarfræðingurinn Skúli virðist illa læs á landslag...!

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 9.11.2012 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband