Besta ræða kirkjumálaráðherra sem ég man eftir.

Ögmundur Jónasson, "Ömmi frændi" eins og ég kalla hann ennþá síðan hann fékk það viðurnefni á meðal samstarfsmanna sinna þegar hann var formaður Starfsmannafélags Sjónvarpsins, var nánast í "stuði með Guði" í ræðu sinni á kirkjuþingi í dag.

Ég man ekki eftir betri ræðu kirkjumálaráðherra í gegnum tíðina en þessa, fulla af hlýju, kærleika og húmor.

Ég er ekki frá því að Ömmi hefði getað orðið góður kennimaður, prestur eða jafnvel biskup.   


mbl.is Óskaði kirkjunni góðs um ókominn tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Hann getur náð því enn, þótt byltingin hafi farið út um þúfur.

FORNLEIFUR, 10.11.2012 kl. 20:32

2 identicon

Er þér að skána. Guði sé lof. þorvaldarsáldrið að hverfa. Stjórnarskrárskriflið hlátursefni engin alvara. >H>a Ha stjórnarskrá með gnarr ladda og þér einum v´ri algjört æði.

semsagt 

Hermóður (IP-tala skráð) 10.11.2012 kl. 20:35

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Veit einhver hvaða golþorsku hann talar þessi Hermóður?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.11.2012 kl. 00:22

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Undir hlýjunni, Ómar, fannst mér ég heyra hlátur. Ömmi beitti ekki sömu aðferðinni og Pútín, enda ekki eins góður að fljúga með farfuglunum. Það hefði hann nú kannski látið þig um að gera, Ómar.

En ég held inn í sálartetrinu á Ömma sé lítill Lenín, sem klappar yfir því að nú sé búið að hnekkja á þjóðtrúnni. Helmingur Íslendinga er hvort sem er annað hvort í rugli og kukli eða heldur sjálft að það séu guðir, svo kannski eru engin not fyrir þessa stofnun og þessa trú, sem vissulega hélt líftórunni í sumum gegnum aldirnar. Sósíalisminn hefur þó gert meira fyrir Íslendinga og það hefur alltaf verið trú Ömma, og þau eru alveg ágæt trúarbrögð, enda fengin af láni úr Kristni og Gyðingdómi í bland við blóðþorsta villimanna í Evrópu. Ömmi mun aldrei sleppa við æðri dóm en þann sem kaus kirkjuna til fjandans um daginn.

FORNLEIFUR, 11.11.2012 kl. 06:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband