Virkjanaútspilið, - örvænting hjá Björgvini?

Á sínum tíma lýsti Björgvin Guðni Sigurðsson frá Skarði yfir því að hann vildi andæfa virkjunum í neðri hluta Þjórsár.

Síðan kom uppsláttarfrétt í miðri kosningabaráttunni nú á Stöð 2 þess efnis að Björgvin G. Sigurðsson vildi sem mestar mannaflsfrekar virkjanaframkvæmdir í sínu kjördæmi.

Í dag sá ég svo í fjölmiðli að hann teldi sig ekki hafa breytt neitt um skoðanir í þessum málum.

Mér fannst þessi framganga lykta af örvæntingu en kannski var það rangt hjá mér. Hvað um það, - nú viðurkennir Björgvin að hann hafi barist varnarbaráttu og í slíkri stöðu er freistandi að reyna sem flest til að snúa taflinu við.

Þá geta komið upp aðgerðir sem virka ekki traustvekjandi heldur hafa þau áhrif á marga, að séu vottur um örvæntingu og slíkt er ekki sigurstranglegt.  

Ljóst er að hvað sem veldur, mistókst þessi varnarbarátta illa hjá Björgvini.

Þótt hann yrði eini ráðherra ríkisstjórnar Geirs Haarde á sínum tíma til taka frumkvæðið og axla ábyrgð einn og sér og hyrfi af þingi um hríð virðist það ekki hafa sannfært nógu marga um að hann ætti að komast aftur í það forystusæti sem hann hafði.  

Þess vegna hafa þátttakendur í prófkjöri Samfylkingarinnar ákveðið að skipta um oddvita og velja konu á uppleið í íslenskum stjórnmálum.

Með brotthvarfi Björgvins úr oddvitasætinu hverfur enn einn úr framvarðasveit ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem verða að sæta því að hafa verið á vaktinni þegar allt var að fara fjandans til fyrir fjórum árum.


mbl.is Afgerandi úrslit komu á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björgvin var ungur þegar hann varð ráðherra. Hann hefur fengið sína eldskírn og má búast við miklu af honum í framtíðinni. Listinn er vel skipaður af mjög reyndu og frambærilegu fólki úr lands- og sveitarstjórnarmálum.

Sverrir Hjaltason (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 21:40

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hans afstaða til virkjanamála í neðri hluta Þjórsár er í samræmi við faglega niðurstöðu sérfræðinga sem unnu við gerð rammaáætluninnar. Öfgafólk í náttúruvernd sættir sig ekki við þá niðurstöðu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.11.2012 kl. 00:13

3 Smámynd: Jörundur Þórðarson

Oddný er alvöru þingmaður, hefur sannað sig. Hún meinar það sem hún segir og vinnur vel. Björgvin kemur ágætlega fyrir en.. eins og hann þykist vita meira en hann getur staðið fyrir. Ábyggilega ágætis manneskja, talar aldrei illa um nokkurn mann.

Jörundur Þórðarson, 18.11.2012 kl. 01:01

4 identicon

"Öfgafólk í náttúruvernd"er ekki til Gunnar,ekki í dag.Nú er það varnarbarátta fyrir hverja þúfu.

Dodds (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 14:29

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Norðmenn eiga álíka mikið magn orku óbeislaða í sínum fallvötnum og Íslendingar og norskar virkjanir eru miklu umhverfisvænni í tærum og hreinum vatnsföllum heldur en hinar aurugu íslensku jökulár sem fylla upp miðlunarlón, jafnvel á nokkrum áratugum eins og búist er við varðandi Sultartangalón.

Samt hefur "öfgafólk í náttúruvernd" ákveðið að tími stórra vatnsaflsvirkjana í Noregi sé liðinn. Sama hefur "öfgafólk í náttúruvernd" ákveðið á öllum Norðurlöndunum nema Íslandi.

"Hófsemdarfólkið" hér á landi stefnir hins vegar að því þjóðin framleiði minnst tíu sinnum meira rafmagn en hún þarf sjálf og hyggst fara hamförum með því að njörva allt Suðvesturland allt frá Reykjanestá upp í Langjökul, austur í sveitir allt til Skaftárhrepps í net virkjanamannvirkja og háspennulína.  

Ómar Ragnarsson, 18.11.2012 kl. 18:05

6 identicon

hvað er "öfgafólk í nátturvernd"? en eru ekki öfgar að virkja tífallt á við okkar þarfir? held það sé alveg ljóst.

Andrea (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 18:15

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Rafmagnið frá Kárahnjúkum er fyrir íbúa á Mið-Austurlandi. Svæðið breyttist úr einu mesta láglaunasvæði landsins fyrir tilkomu álversins í launasvæði töluvert fyrir ofan landsmeðaltal. Íbúaþróun var snúið við með öflugum hætti og mannlíf allt hefur eflst til muna.

Þjóðarbúið nýtur góðs af auknum gjaldeyristekjum og Landsvirkjun selur orkuna  með hagnaði til Alcoa. Margra áratuga óskir og væntingar Austfirðinga um að nýta orkuna úr fallvötnum norðan Vatnajökuls sér til hagsbóta, rættust með þessum framkvæmdum. Almenn ánægja er meðal íbúanna um hvernig til tókst.

Hagræn og menningarleg áhrif standa fyllilega undir þeim væntingum sem gerðar voru og eru í samræmi við spár það að lútandi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.11.2012 kl. 20:43

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Allt er þetta þvert á það sem andstæðingar framkvæmdanna héldu fram fullum fetum. Hver er ábyrgð þess fólks sem bullaði út í í eitt um þessar framkvæmdirn nú þegar komið hefur í ljós að ekki stendur steinn yfir steini í því sem það sagði?

Ótal margt fleira fullyrtu andstæðingar framkvæmdanna. T.d. að mófuglar á héraði yrðu í hættu. Hreindýrastofninn yrði í hættu, gæsastofninn, selastofninn í Héraðsflóa og fiskistofnar úti fyrir Austurlandi.

Eru enginn takmörk fyrir bullinu? Engin ábyrgð, bara bull.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.11.2012 kl. 20:53

9 identicon

Gunnar, fagleg niðurstaða sérfræðinga sem unnu við gerð rammaáætluninnar var að neðri-Þjórsá skyldi í biðflokk, þ.e. það er ekki búið að ákveða hvort virkja eigi eða ekki. Það er ekki hans afstaða og ekki í samræmi við hana þar sem hann vill nú virkja, sem er furðulegur 180° snúningur þar sem hann hitti heimamenn sem voru fyrirhuguðu steingeldu jökullónunum mótfallnir, fór á fundi gegn virkjununum o.fl , það er ekkert að marka þennan mann  http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1231765/ http://natturan.is/efni/2019/

Ari (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 21:16

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ari, þú ferð með staðleysu um niðurstöðu faghóps um rammaáætlun. Allae þrjár virkjanirnar í neðri hluta Þjórsár voru settar í nýtingarflokk. Ég ætla svo sem ekkert að fara að verja Björgvin G. hér, en tel þó að hann vilji fara að vilja faghópsins. Fullyrðingar umhverfisfólks um Urriðafoss, að hann væri einstæð og ómetanleg náttúruperla, hefur sjálfsagt ruglað drenginn eitthvað í ríminu.

Hér er niðurstaða faghópsins um nýtingarkostina:

1. Orkunýtingarflokkur

Landshluti Vatnasvið Virkjunarkostur

Vestfirðir Ófeigsfjörður 4 Hvalárvirkjun

Norðurland Blanda 5 Blönduveita

Suðurland Kaldakvísl 26 Skrokkölduvirkjun

Suðurland Þjórsá 29 Hvammsvirkjun

Suðurland Þjórsá 30 Holtavirkjun

Landshluti Háhitasvæði Virkjunarkostur

Reykjanesskagi Reykjanessvæði 61 Reykjanes

Reykjanesskagi Reykjanessvæði 62 Stóra-Sandvík

Reykjanesskagi Svartsengissvæði 63 Eldvörp

Reykjanesskagi Krýsuvíkursvæði 64 Sandfell

Reykjanesskagi Krýsuvíkursvæði 66 Sveifluháls

Reykjanesskagi Hengilssvæði 69 Meitillinn

Reykjanesskagi Hengilssvæði 70 Gráuhnúkar

Reykjanesskagi Hengilssvæði 71 Hverahlíð

Suðurland Hágöngusvæði 91 Hágönguvirkjun, 1. áfangi

Suðurland Hágöngusvæði 104 Hágönguvirkjun, 2. áfangi

Norðausturland Námafjallssvæði 97 Bjarnarflag

Norðausturland Kröflusvæði 98 Krafla I, stækkun

Norðausturland Kröflusvæði 99 Krafla II, 1. áfangi

Norðausturland Kröflusvæði 103 Krafla II, 2. áfangi

Norðausturland Þeistareykjasvæði 102 Þeistareykir

Norðausturland Þeistareykjasvæði 101 Þeistareykir, vestursvæði

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.11.2012 kl. 23:42

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þarna kóperaðist ekki með:

Suðurland Þjórsá 31 Urriðafossvirkjun

HÉR er heildarlisti yfir nýtingar, bið og verndarflokk

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.11.2012 kl. 23:45

12 identicon

Nú? Í opnu Moggans á laugardaginn stendur fyrirsögnin "Ekki má framkvæma á biðflokkssvæðum" og svo er mynd við þar sem stendur "Meðal þeirra virkjanakosta sem færðir voru úr nýtingarflokki í biðflokk voru virkjanir í neðri hluta Þjórsár". Gunnar gæti það verið ÞÚ sem fylgist ekki með því nýjasta?

krækja á greinina á netinu í greinasafni mbl, ekki fríkeypis: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1444411/

Ari (IP-tala skráð) 19.11.2012 kl. 11:39

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Urriðafoss var settur í nýtingarflokk af faghópnum en færður í biðflokk á pólitískum forsendum, EKKI faglegum.

Sú sátt sem skapast átti með faglegum vinnubrögðum við gerð rammaáætlunar hefur nú verið eyðilögð með þessari vinstristjórn. Ríkisstjórnin hefur nú sett viðmið hvernig á að meðhöndla rammaáætlun. Þessi ríkisstjórn gerir þetta og næsta gerir hitt, burt séð frá niðurstöðum faglegum niðurstöðum.

Til hvers var farið í gerð rammaáætlunar þegar vinnan við gerð hennar er einskis virði?

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2012 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband