"Ólöglegur forgangsakstur" hættulegastur?

Um daginn sagði ég frá atviki úti á landi þegar sjúkraflutningabíll brunaði langt yfir leyfðum hámarkshraða fram úr röð af bílum við slæm skilyrði, myrkur og sudda án þess að hafa sírenu eða aðvörunarljós í gangi.

Fleiri dæmi mætti nefna um svona akstur. Ef löglegur forgangsakstur er hættulegur, hvað um ólöglegan?


mbl.is Forgangsakstur bráðhættulegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Ef akstur er ólöglegur, getur hann þá verið forgangsakstur? Þetta tilvik sem þú lýsir, var það ekki bara annað hvort lögbrot ökumanns eða kannski handvömm, gleymska eða vanræksla að kveikja ekki á ljósum og flautum? Ef þetta er svoleiðis vanræksla/gleymska, hvað á þá að kalla aksturinn? Samkvæmt skilgreiningu umferðarlaga skal ávallt láta vita, þ.e. gefa skýr merki um að bíll sé í forgangsakstri.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 21.11.2012 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband